Lífið

Flugferð frá London til Singapúr í svítu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þarna ætti að fara vel um farþega.
Þarna ætti að fara vel um farþega.
YouTube-rásin the Luxury Travel Expert sérhæfir sig í því að gefa áhorfendum innsýn í ferðalög þeirra fjársterku.

Í myndbandi sem birtist í september og milljónir hafa séð má sjá hvernig fer um farþega hjá Singapore Airlines í Airbus 380 vél flugfélagsins í flugi frá London til Singapúr.

Myndbandið hefst í rauninni inni í sérstakri lúxussetustofu á Heathrow-flugvellinum í London og þaðan er síðan farið um borð í flugvélina.

Þar fer ekki beint illa um farþegann sem fékk að skoða sérstaka svítu sem er um borð í vélinni þar sem allt er til alls.

Rýmið er í raun hannað eins og hótelherbergi. Rúm, stór flatskjár og setustofa. Boðið er upp á matseðil með mjög veglegum réttum. Alls eru sex slíkar svítur í vélinni en flugferðin frá London til Singapúr tekur tólf klukkustundir. 

Hér að neðan má sjá hvernig er ferðast með vélinni í besta farrýminu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×