Innlent

Hviður allt að 50 m/s á Suðurlandi á morgun

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Gular viðvaranir Veðurstofu eru í gildi fyrir Suðurland og Suðausturland á morgun.
Gular viðvaranir Veðurstofu eru í gildi fyrir Suðurland og Suðausturland á morgun. vísir/hanna

Veðurstofa Íslands og Vegagerðin vara við vonskuveðri á Suðurlandi á morgun en búast má við hviðum allt að 50 m/s. Mælst er til þess að ökumenn fari varlega.

Í ábendingu frá veðurfræðingi á vef Vegagerðarinnar segir að á morgun hvessi rækilega í austanátt með Suðurströndinni. Í Öræfum má búast við hviðum allt að 40-50 m/s þvert á veg frá klukkan sex í fyrramálið til klukkan þrjú.

Undir Eyjafjöllum og við Seljalandsfoss verður meðalvindur jafnframt um 25 m/s í fyrramálið og er varasamt að vera á ferðinni.  Ekki er gert ráð fyrir að lægi fyrr en eftir miðjan dag.

Guð viðvörun Veðurstofu er jafnframt í gildi fram eftir morgundeginum á Suðurlandi og Suðausturlandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.