Lífið

Gummi og Frikki í bölvuðu veseni að þeyta rjóma

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frikki Dór og Þórunn Antonía fóru á kostum í þættinum.
Frikki Dór og Þórunn Antonía fóru á kostum í þættinum.

Ísskápastríðið var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi en gestir þáttarins voru þau Friðrik Dór Jónsson og Þórunn Antonía Magnúsdóttir.

Gummi Ben og Frikki Dór voru saman í liði og var Þórunn Antonía í liði með Evu Laufey.

Eftirrétturinn er ávallt nokkuð erfiður viðureignar en hér að neðan má sjá hvernig gekk hjá liðunum að reiða fram eins girnilegan eftirrétt og hægt var á þeim stutta tíma sem liðin fá, en þau höfðu fimmtán mínútur.

Gummi Ben og Frikki voru til að mynda í miklum vandræðum með að þeyta rjóma eins og sjá má.  

Klippa: Gummi og Frikki í bölvuðu veseni að þeyta rjómaAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.