Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2018 Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. desember 2018 10:16 Kanadíska tilfinningabúntið Drake átti hug, hjörtu og eyru heimsbyggðarinnar í ár. AP/Richard Shotwell Streymisveitan Spotify hefur birt árlega lista sína yfir þá listamenn og lög sem notendur hlustuðu mest á á árinu. Vinsælasti tónlistarmaðurinn var kanadíska tilfinningabúntið Drake, en lögum hans var streymt 8,2 milljarð sinnum á árinu. Post Malone er í öðru sæti og XXXTENTACION sem var myrturfyrr á árinu í því þriðja. Kólumbíski raggaeton listamaðurinn J Balvin er í fjórða sæti en vinsældir hans má líklega rekja til ýmissa samstarfsverkefna hans með listamönnum eins og Nicky Jam og Cardi B. Ed Sheeran, sem trónaði á toppi listans í fyrra er í fimmta sæti. Konu má ekki finna á lista yfir vinsælustu listamennina fyrr en í tíunda sæti. Hins vegar toppar Ariana Grande listann yfir vinsælustu kvenlistamennina. Hin breska Dua Lipa er í öðru sæti, Cardi B í þriðja sæti, Taylor Swift í því fjórða og Camila Cabello í fimmta sæti.Vinsælasta hljómsveitin á árinu hjá notendum Spotify voru Imagine Dragons. K-Pop stjörnurnar í BTS voru í öðru sæti og Maroon 5 í þriðja. Rapp tríóið Migos var í fjórða sæti og Coldplay, sem var vinsælasta hljómsveitin á síðasta ári, í því fimmta. Vinsælasta lagið á árinu var God‘s Plan með hinum sívinsæla Drake. Í öðru lagi var lagið SAD! með XXXTENTACION heitinum. Post Malone átti þriðja og fjórða sætið með lögunum rockstar og Psycho og í því fimmta er aftur að finna Drake með lagið In My Feelings.Samkvæmt Spotify er sú tónlistarstefna sem nýtur rísandi vinsælda emo rap og þá vekja listamenn af suður amerískum uppruna athygli en þrjá má finna á lista fyrir tíu vinsælustu listamenn ársins, þá J Balvin, Ozuna og Bad Bunny. Africa með Toto, Take On Me með a-ha og Billie Jean með Michael Jackson hjálpuðu svo við að svala nostalgíuþorsta hlustenda. Gríðarlegan fjölda lagalista er að finna á Spotify og er vinsælasti listi Spotify með 22 milljónir fylgjenda. Vinsælustu listarnir eru:Today’s Top HitsRapCaviar¡Viva Latino!Baila ReggaetonSongs to Sing in the Car Notendur Spotify geta kynnt sér sínar eigin hlustunarvenjur á vefnum spotifywrapped.com. Fréttir ársins 2018 Ed Sheeran á Íslandi Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira
Streymisveitan Spotify hefur birt árlega lista sína yfir þá listamenn og lög sem notendur hlustuðu mest á á árinu. Vinsælasti tónlistarmaðurinn var kanadíska tilfinningabúntið Drake, en lögum hans var streymt 8,2 milljarð sinnum á árinu. Post Malone er í öðru sæti og XXXTENTACION sem var myrturfyrr á árinu í því þriðja. Kólumbíski raggaeton listamaðurinn J Balvin er í fjórða sæti en vinsældir hans má líklega rekja til ýmissa samstarfsverkefna hans með listamönnum eins og Nicky Jam og Cardi B. Ed Sheeran, sem trónaði á toppi listans í fyrra er í fimmta sæti. Konu má ekki finna á lista yfir vinsælustu listamennina fyrr en í tíunda sæti. Hins vegar toppar Ariana Grande listann yfir vinsælustu kvenlistamennina. Hin breska Dua Lipa er í öðru sæti, Cardi B í þriðja sæti, Taylor Swift í því fjórða og Camila Cabello í fimmta sæti.Vinsælasta hljómsveitin á árinu hjá notendum Spotify voru Imagine Dragons. K-Pop stjörnurnar í BTS voru í öðru sæti og Maroon 5 í þriðja. Rapp tríóið Migos var í fjórða sæti og Coldplay, sem var vinsælasta hljómsveitin á síðasta ári, í því fimmta. Vinsælasta lagið á árinu var God‘s Plan með hinum sívinsæla Drake. Í öðru lagi var lagið SAD! með XXXTENTACION heitinum. Post Malone átti þriðja og fjórða sætið með lögunum rockstar og Psycho og í því fimmta er aftur að finna Drake með lagið In My Feelings.Samkvæmt Spotify er sú tónlistarstefna sem nýtur rísandi vinsælda emo rap og þá vekja listamenn af suður amerískum uppruna athygli en þrjá má finna á lista fyrir tíu vinsælustu listamenn ársins, þá J Balvin, Ozuna og Bad Bunny. Africa með Toto, Take On Me með a-ha og Billie Jean með Michael Jackson hjálpuðu svo við að svala nostalgíuþorsta hlustenda. Gríðarlegan fjölda lagalista er að finna á Spotify og er vinsælasti listi Spotify með 22 milljónir fylgjenda. Vinsælustu listarnir eru:Today’s Top HitsRapCaviar¡Viva Latino!Baila ReggaetonSongs to Sing in the Car Notendur Spotify geta kynnt sér sínar eigin hlustunarvenjur á vefnum spotifywrapped.com.
Fréttir ársins 2018 Ed Sheeran á Íslandi Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira