Sport

Oliveira: Ætla að rota Gunnar í fyrstu lotu

Henry Birgir Gunnarsson í Toronto skrifar
Oliveira er með sjálfstraustið í lagi.
Oliveira er með sjálfstraustið í lagi.

Það vantaði nákvæmlega ekkert upp á sjálfstraustið hjá Alex Oliveira er við hittum hann í gær og engu líkara en hann búist við auðveldum bardaga. Hann var mjög slakur á því og dansaði um tíma í viðtalinu.

Þjálfarinn hans Alex Davis þýddi fyrir hann og þeir voru frábærir saman. Svarið var frekar stutt og einfalt er ég spurði þá félaga út í Gunnar.

„Gunnar er harður gæi eins og allir sem ég mæti. Vonandi verður hann tilbúinn því ég ætla að berja hann í klessu,“ sagði Oliveira með aðstoð þýðingar frá Davis.

Brasilíumaðurinn segist ekki hafa komið alla þessa leið til þess að eyða tíma í vitleysu.

„Ég er agressífur og vonandi fer Gunnar niður í fyrstu lotu. Ég koma alla leið frá Brasilíu til þess að gefa fólkinu sýningu og ætla að rota hann í fyrstu lotu.“

Gunnar á að vera talsvert betri gólfglímumaður en Oliveira en sá brasilíski virðist ekki hafa neinar áhyggjur af því.

„Á gólfinu snýst þetta um þolinmæði. Ef ég lendi ofan á honum þá er kvöldinu lokið.“

Vísir er í Toronto og fylgist ítarlega með öllu í aðdraganda UFC 231. Bardagakvöldið með Gunnari er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardag.

Klippa: Oliveira um bardagann gegn GunnariTengdar fréttir

Gunnar: Þessi bardagi skiptir öllu máli

Það er gríðarlega mikið undir hjá Gunnari Nelson er hann berst gegn Alex Oliveira á laugardag. Tap kastar honum langt aftur í goggunarröðinni en sigur kemur honum aftur í umræðuna í bardaga gegn þeim bestu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.