Segir vitundarvakningu mögulega útskýra fjölgun tilkynninga um byrlun til lögreglu Birgir Olgeirsson skrifar 22. nóvember 2018 10:52 Rannveig Þórisdóttir, félagsfræðingur og deildarstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu Vísir/Stöð 2 Tilvikum þar sem lögregla bókar mögulega byrlun í mál hefur fjölgað um tæplega 500 prósent á tíu ára tímabili. Þetta kom fram í svari Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, þar sem hann spurði hversu margar kærur hafa borist lögreglu frá árinu 2007 vegna afbrota þar sem einstaklingur telur að sér hafi byrluð ólyfjan. Í svari dómsmálaráðherra kom fram að erfitt sé að finna staðfesta tölfræði um þær kærur sem borist hafa lögreglu þar sem byrlun er ekki skráð í málaskrá lögreglu sem sérstakt frumbrot og varðar ekki aðeins við eitt ákvæði almennra hegningarlaga. Þá sé ekki hægt að tryggja að skráning sé með sama hætti í öllum tilvikum. Embætti lögreglustjórans vann því eftirfarandi samantekt úr kerfum lögreglu á fjölda tilvika þar sem lögregla bókar mögulega byrlun í mál en tölfræðin var fengin með þeirri aðferð að leita að orðinu „byrlun“ í einhverri mynd í bókunarglugga mála í málaskrá. Því sé ekki um að ræða staðfesta tölfræði. Eftirfarandi er því fjöldi mála þar sem orðið byrlun var bókað í málin árin 2007 til 2017: 2007 16 2008 17 2009 21 2010 25 2011 23 2012 32 2013 38 2014 70 2015 63 2016 51 2017 78 Eins og sjá má á tölunum var mikið stökk á fjölda mála á milli áranna 2013 og 2014. Ráðherra tekur fram í svari sínu að á yfirstandandi ári séu málin orðin 71 talsins.Ber að hafa ríkan fyrirvara Ráðherra segir að ríkan fyrirvari beri að hafa á þessum tölum þar sem ekki sé alltaf um að brot að ræða, heldur hafi verið leitað til lögreglu vegna gruns um byrlun án þess að annað brot hafi átt sér stað. Þessi tilvik eru því ekki staðfest og í raun ekki hægt, með einföldum hætti, að nálgast upplýsingar úr kerfum lögreglu um fjölda tilvika þar sem sýni var tekið til að rannsaka mögulega byrlun og hver niðurstaða þeirrar greiningar var. Þá segir ráðherra að ekki sé ljóst hvað veldur fjölgun tilvika á tímabilinu en líklega sé um að ræða vitundarvakningu frekar en raunfjölgun tilvika. Rannveig Þórisdóttir, deildarstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Ekkert blóð tekið Hún sagði það sama og ráðherra, að fara þurfi varlega í að túlka þessar tölur. Þarna hafi verið tekið saman hversu oft orðið „byrlun“ komi fyrir í verkefnum lögreglu. Hún sagði að í fæstum tilvikum sé um brot að ræða, þarna sé mun frekar fólk sem setur sig í samband við lögreglu vegna gruns um að eitthvað hafi átt sér stað. Ekkert blóð hafi verið tekið eða rannsakað með öðrum hætti því annað brot hefur ekki átt sér stað samhliða byrlun.Rannveig segir að ef tölurnar eru skoðaðar megi fremur sjá að þessum tilvikum fjölgi samhliða almennri umræðu, fólk sé meðvitaðra og lítur á þetta sem möguleika í stöðunni. Hún segir að lögreglan hafi ekki skýrar verklagsreglur þegar grunur vaknar um byrlun. Þegar grunur sé um nauðgun þá séu tekin sýni en ef ekkert annað brot hefur átt sér stað er það ekki gert. Rannveig tók þó fram að lögreglan hafi velt því fyrir sér hvort hún eigi að ganga lengra í verklagi. Stundum hægt að ganga lengra, stundum ekki Aðspurð sagði hún að byrlun ólyfjan væri vissulega brot og þess vegna sé í skoðun að taka rannsókn þessara mála lengra. Í flestum tilvikum fái lögreglan upplýsingar um þessi mál degi eða dögum eftir að þau eiga að hafa verið framin. Það sé mismunandi eftir tegund efna hvort að hægt sé að greina þau í blóði en sé blóð tekið innan við sólarhring frá því að brot á sér stað þá ætti það að duga. Hún sagði þessi tilvik mismunandi, stundum væri hægt að ganga lengra en stundum væri það ekki hægt. Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Tilvikum þar sem lögregla bókar mögulega byrlun í mál hefur fjölgað um tæplega 500 prósent á tíu ára tímabili. Þetta kom fram í svari Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, þar sem hann spurði hversu margar kærur hafa borist lögreglu frá árinu 2007 vegna afbrota þar sem einstaklingur telur að sér hafi byrluð ólyfjan. Í svari dómsmálaráðherra kom fram að erfitt sé að finna staðfesta tölfræði um þær kærur sem borist hafa lögreglu þar sem byrlun er ekki skráð í málaskrá lögreglu sem sérstakt frumbrot og varðar ekki aðeins við eitt ákvæði almennra hegningarlaga. Þá sé ekki hægt að tryggja að skráning sé með sama hætti í öllum tilvikum. Embætti lögreglustjórans vann því eftirfarandi samantekt úr kerfum lögreglu á fjölda tilvika þar sem lögregla bókar mögulega byrlun í mál en tölfræðin var fengin með þeirri aðferð að leita að orðinu „byrlun“ í einhverri mynd í bókunarglugga mála í málaskrá. Því sé ekki um að ræða staðfesta tölfræði. Eftirfarandi er því fjöldi mála þar sem orðið byrlun var bókað í málin árin 2007 til 2017: 2007 16 2008 17 2009 21 2010 25 2011 23 2012 32 2013 38 2014 70 2015 63 2016 51 2017 78 Eins og sjá má á tölunum var mikið stökk á fjölda mála á milli áranna 2013 og 2014. Ráðherra tekur fram í svari sínu að á yfirstandandi ári séu málin orðin 71 talsins.Ber að hafa ríkan fyrirvara Ráðherra segir að ríkan fyrirvari beri að hafa á þessum tölum þar sem ekki sé alltaf um að brot að ræða, heldur hafi verið leitað til lögreglu vegna gruns um byrlun án þess að annað brot hafi átt sér stað. Þessi tilvik eru því ekki staðfest og í raun ekki hægt, með einföldum hætti, að nálgast upplýsingar úr kerfum lögreglu um fjölda tilvika þar sem sýni var tekið til að rannsaka mögulega byrlun og hver niðurstaða þeirrar greiningar var. Þá segir ráðherra að ekki sé ljóst hvað veldur fjölgun tilvika á tímabilinu en líklega sé um að ræða vitundarvakningu frekar en raunfjölgun tilvika. Rannveig Þórisdóttir, deildarstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Ekkert blóð tekið Hún sagði það sama og ráðherra, að fara þurfi varlega í að túlka þessar tölur. Þarna hafi verið tekið saman hversu oft orðið „byrlun“ komi fyrir í verkefnum lögreglu. Hún sagði að í fæstum tilvikum sé um brot að ræða, þarna sé mun frekar fólk sem setur sig í samband við lögreglu vegna gruns um að eitthvað hafi átt sér stað. Ekkert blóð hafi verið tekið eða rannsakað með öðrum hætti því annað brot hefur ekki átt sér stað samhliða byrlun.Rannveig segir að ef tölurnar eru skoðaðar megi fremur sjá að þessum tilvikum fjölgi samhliða almennri umræðu, fólk sé meðvitaðra og lítur á þetta sem möguleika í stöðunni. Hún segir að lögreglan hafi ekki skýrar verklagsreglur þegar grunur vaknar um byrlun. Þegar grunur sé um nauðgun þá séu tekin sýni en ef ekkert annað brot hefur átt sér stað er það ekki gert. Rannveig tók þó fram að lögreglan hafi velt því fyrir sér hvort hún eigi að ganga lengra í verklagi. Stundum hægt að ganga lengra, stundum ekki Aðspurð sagði hún að byrlun ólyfjan væri vissulega brot og þess vegna sé í skoðun að taka rannsókn þessara mála lengra. Í flestum tilvikum fái lögreglan upplýsingar um þessi mál degi eða dögum eftir að þau eiga að hafa verið framin. Það sé mismunandi eftir tegund efna hvort að hægt sé að greina þau í blóði en sé blóð tekið innan við sólarhring frá því að brot á sér stað þá ætti það að duga. Hún sagði þessi tilvik mismunandi, stundum væri hægt að ganga lengra en stundum væri það ekki hægt.
Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent