Drifinn áfram á kraftinum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2018 07:00 Kvennakór Reykjavíkur er alltaf að finna upp á einhverju nýju, að sögn formannsins. Myndir/Gunnar Jónatansson Þeir sem fylgdust með þáttaröðinni Kórar Íslands muna eflaust eftir Kvennakór Reykjavíkur sem komst í undanúrslit og gladdi fólk ekki einungis með líflegum söng sínum heldur líka listrænum danshreyfingum. Nú efnir sá kór til aðventutónleika í Langholtskirkju annað kvöld klukkan 20 og tjaldar miklu til eins og Svanhildur Sverrisdóttir, formaður kórsins, kann frá að segja.Tónleikar verða ekki til nema með samstilltu átaki, bendir Svanhildur á.„Við syngjum auðvitað fullt af yndislegri jóla- og aðventutónlist og tveir ungir ballettdansarar úr Listaháskólanum ætla að dansa við blómavalsinn úr Hnotubrjótnum eftir Tsjajkovskí. Með okkur verða líka þjóðþekktir listamenn og ber þar fyrst að nefna Þóru Einarsdóttur sópransöngkonu. Auk hennar verða valinkunnir hljóðfæraleikarar, Hávarður Tryggvason á kontrabassa, Zbigniew Dubik á fiðlu, Örnólfur Kristjánsson á selló og Einar Scheving á slagverk. Hljómsveitarstjóri er Vilberg Viggósson sem jafnframt spilar á píanó. Svo er það kórstjórinn okkar, hún Ágota Joó sem er frá Ungverjalandi og er ekki bara tónlistarmaður heldur líka dansari og miðlar þeirri þekkingu til kórsins þegar það á við.“ Svanhildur segir aðventutónleikana lokahnykk á afmælisári kórsins. „Við byrjuðum með nýárstónleikum í Norðurljósasal Hörpu með Vínarvölsum, glitri og glimmeri og héldum svo afmælishátíð um mitt ár. Kórinn er kvennaher, drifinn áfram á kraftinum og lætur hlutina gerast, hvort sem það er að sauma kjóla á allan hópinn eða hugsa út í öll smáatriði. Tónleikar verða ekki til nema með samstilltu átaki,“ tekur hún fram. Í Kvennakór Reykjavíkur eru um 50 konur. Á opinni æfingu í haust komu nýir kraftar inn, að sögn Svanhildar. „Svo eru sumar stofnfélagar og það eru mikil verðmæti sem felast í slíkri reynslu. Það er alltaf einhver endurnýjun en líka góður, sterkur grunnur sem kórinn byggir á.“ Næsta sumar er fyrirhuguð ferð til Ungverjalands, á heimaslóðir kórstjórans. „Þar ætlum við að fara í smiðju til eins af færustu kórstjórum Ungverjalands,“ segir Svanhildur. „Við erum alltaf að finna upp á einhverju nýju.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Lífið Fleiri fréttir Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Sjá meira
Þeir sem fylgdust með þáttaröðinni Kórar Íslands muna eflaust eftir Kvennakór Reykjavíkur sem komst í undanúrslit og gladdi fólk ekki einungis með líflegum söng sínum heldur líka listrænum danshreyfingum. Nú efnir sá kór til aðventutónleika í Langholtskirkju annað kvöld klukkan 20 og tjaldar miklu til eins og Svanhildur Sverrisdóttir, formaður kórsins, kann frá að segja.Tónleikar verða ekki til nema með samstilltu átaki, bendir Svanhildur á.„Við syngjum auðvitað fullt af yndislegri jóla- og aðventutónlist og tveir ungir ballettdansarar úr Listaháskólanum ætla að dansa við blómavalsinn úr Hnotubrjótnum eftir Tsjajkovskí. Með okkur verða líka þjóðþekktir listamenn og ber þar fyrst að nefna Þóru Einarsdóttur sópransöngkonu. Auk hennar verða valinkunnir hljóðfæraleikarar, Hávarður Tryggvason á kontrabassa, Zbigniew Dubik á fiðlu, Örnólfur Kristjánsson á selló og Einar Scheving á slagverk. Hljómsveitarstjóri er Vilberg Viggósson sem jafnframt spilar á píanó. Svo er það kórstjórinn okkar, hún Ágota Joó sem er frá Ungverjalandi og er ekki bara tónlistarmaður heldur líka dansari og miðlar þeirri þekkingu til kórsins þegar það á við.“ Svanhildur segir aðventutónleikana lokahnykk á afmælisári kórsins. „Við byrjuðum með nýárstónleikum í Norðurljósasal Hörpu með Vínarvölsum, glitri og glimmeri og héldum svo afmælishátíð um mitt ár. Kórinn er kvennaher, drifinn áfram á kraftinum og lætur hlutina gerast, hvort sem það er að sauma kjóla á allan hópinn eða hugsa út í öll smáatriði. Tónleikar verða ekki til nema með samstilltu átaki,“ tekur hún fram. Í Kvennakór Reykjavíkur eru um 50 konur. Á opinni æfingu í haust komu nýir kraftar inn, að sögn Svanhildar. „Svo eru sumar stofnfélagar og það eru mikil verðmæti sem felast í slíkri reynslu. Það er alltaf einhver endurnýjun en líka góður, sterkur grunnur sem kórinn byggir á.“ Næsta sumar er fyrirhuguð ferð til Ungverjalands, á heimaslóðir kórstjórans. „Þar ætlum við að fara í smiðju til eins af færustu kórstjórum Ungverjalands,“ segir Svanhildur. „Við erum alltaf að finna upp á einhverju nýju.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Lífið Fleiri fréttir Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Sjá meira