Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2025 07:01 Erpur Snær Hansen forstöðumaður Náttúrufræðistofu Suðurlands svarar Sigurjóni. Mat Náttúrustofu Suðurlands á lundaveiðum byggir á vísindalegum rannsóknum sem unnar eru af heilindum og metnaði. Veiðarnar eru ósjálfbærar við núverandi tímabil sjávarhlýnunar og ber skilyrðislaust að hvetja veiðimenn til að fara sér hægt á tímabilum þar sem stofninn á undir högg að sækja. Þetta kemur fram í svörum Náttúrustofu Suðurlands við athugasemdum Sigurjónar Þórðarsonar þingmanns Flokks fólksins um rannsóknarniðurstöður stofnunarinnar á lundaveiðum. Þingmaðurinn líkti þeim í september við Walt Disneylíffræði eftir að hafa sent umhverfisráðuneytinu fyrirspurn um fjölda lunda og sagði langsótt að segja lundastofninn í hættu. Fréttastofa ræddi við Eyjamenn í sumar sem sögðust ósammála mati Náttúrufræðistofnunar en Erpur Snær Hansen sem nú svarar Sigurjóni sagði við tilefnið ekki spurning að lundaveiðar væru ósjálfbærar. Minni veiði afleiðing nýliðunarbrests Sigurjón sagði þau svör sem hann hafi fengið gefið til kynna að dregið hafi verulega úr veiðum undanfarin ár. „Þegar farið er yfir málið þá blasir við að þeir sem beita sér fyrir að þrengt sé að veiðum gera það miklu frekar á grundvelli neikvæðrar afstöðu til veiða eða Walt Disneylíffræði þar sem dýr eru persónugerð. Það er afar langsótt að lundastofninn sé í raunverulegri hættu og að veiðarnar hafi umtalsverð áhrif á stofninn.“ Í svari til fréttastofu vegna málsins frá Erpi Snær Hansen forstöðumanni Náttúrustofu Suðurlands segir að veiði hafi vissulega dregist saman um 92 prósent frá 1995 til 2022. Rétt sé að benda á að gríðarmikli samdrátturinn sé afleiðing langvarandi viðkomu- og nýliðunarbrests hjá lundanum, en tveggja til þriggja ára ungfuglar séu um sjötíu prósent af veiðinni. „Veiði sem hlutfall af heildarstofni, sem réttilega er lágt, segir lítið ein og sér um veiðiþol nema þegar stofnar eru í jafnvægi (litlar stofnbreytingar). Það sem mun meira máli skiptir, sérstaklega þegar stofnar eru að breytast mikið, er hvað stofninn framleiðir mikið umfram það sem þarf til að viðhalda stofnstærðinni.“ Þannig ráðist veiðiþolið af stærð umframframleiðslu. Lundinn hafi síðustu þrjátíu ár af sjávarhlýskeiði gengið í gegnum fækkunartímabil og þá leggist veiðarnar við náttúruleg afföll lunda og auki hraða fækkunarinnar til muna. „Semsagt, veiðarnar eru ósjálfbærar og stuðla að fækkun. Villidýralögin (nr. 64/1994) svonefndu kveða á um að frumforsenda nýtingar allra veiðistofna sé að veiðarnar séu sjálfbærar.“ Erpur segir það hafa verið leiðarljós Náttúrustofu Suðurlands að leita svara við þeirri spurningu hvort lundaveiðar séu sjálfbærar. Vísindalegar rannsóknir séu grundvöllur ráðgjafar um veiðstjörnun. „Okkar rannsóknir og ráðgjöf hafa verið unnar af metnaði og heilindum. Niðurstöðurnar tala sínu máli og þær eru aðgengilegar í ritrýndum vísindaritum og í skýrslum. Hefjist senn nýtt kuldaskeið í hafinu, líkt og búast má við miðað við AMO mynstrið, er líklegt að lundastofninn fari í uppsveiflu og þá verður svigrúm til veiða. Hins vegar ber skilyrðislaust að hvetja veiðimenn til að fara sér hægt á tímabilum þegar stofninn á undir högg að sækja.“ Svör Náttúrustofu Suðurlands í heild sinni: Svör við gagnrýni Sigurjóns Þórðarsonar á FB 5. September 2025 á niðurstöður rannsókna á lundastofninum. Ég nota skáletur til að einkenna texta Sigurjóns. Walt Disney-líffræði og lundaveiðar Nokkrir Vestmanna- og Grímseyingar vöktu athygli mína á að til stæði að þrengja að nytjum á lunda. Í framhaldinu beindi ég fyrirspurn að umhverfisráðherra til þess að fá nánari upplýsingar um málið, eins og fram kemur hér að neðan. Svörin gáfu til kynna að það hafi dregið verulega úr veiðum en ekki er veitt nema um 20 til 35 þús lundar árlega úr stofni sem telur margar milljónir fugla. Til samanburðar þá voru veiddir 100.000 til 200.000 svartfuglar í Skagafirði einum árlega um miðja síðustu öld. Lundaveiði dróst saman um 92% árabilið 1995-2022. Það er rétt að benda á að þessi gríðarmikli samdráttur í veiði er afleiðing langvarandi viðkomu- og nýliðunarbrests hjá lundanum (2-3 ára ungfuglar eru um 70% af veiðinni) en ekki var farið að draga úr veiðum með styttingu veiðitíma (í Vestmannaeyjum) fyrr en árið 2008 og þá var mesta fækkunin afstaðin. Veiði sem hlutfall af heildarstofni, sem réttilega er lágt, segir lítið ein og sér um veiðiþol nema þegar stofnar eru í jafnvægi (litlar stofnbreytingar). Það sem mun meira máli skiptir, sérstaklega þegar stofnar eru að breytast mikið, er hvað stofninn framleiðir mikið umfram það sem þarf til að viðhalda stofnstærðinni. Ungaframleiðsla umfram viðhald stofnsins er sá hluti framleiðslunnar sem stendur undir sjálfbærum veiðum, en þetta hlutfall er líklega nálægt 5% þegar viðkoma er góð. Með öðrum orðum, veiðiþolið ræðst af stærð þessarar umframframleiðslu. Ef stofn gengur í gegnum fækkunartímabil eins og lundinn hefur gert á núverandi sjávarhlýskeiði síðustu 30 ár og nær ekki að framleiða nóg til eigin viðhalds er framleiðslan neikvæð og ekkert er aflögu til veiða. Á slíkum tímabilum leggjast veiðarnar við náttúruleg afföll lunda og auka hraða fækkunarinnar til muna. Semsagt, veiðarnar eru ósjálfbærar og stuðla að fækkun. Villidýralögin (nr. 64/1994) svonefndu kveða á um að frumforsenda nýtingar allra veiðistofna sé að veiðarnar séu sjálfbærar. Um 22.000 varppör svartfugla (annarra en lunda) verpa í Drangey á Skagafirði. Þessar gríðarlegu svartfuglaveiðar með snöruflekum á fyrri hluta síðustu aldar voru 4 til 8 sinnum meiri en stærð varpstofnsins í Drangey og þær er ekki hægt að skýra nema að (1) aflinn hafi verið að mestu leyti ung- og geldfuglar, og (2) að aflinn hafi verið að töluverðu leyti fuglar upprunnir frá mun stærra svæði en Skagafirði einum. Afleiðingar þessara veiða eru ókunnar, en þær voru af þeirri stærðargráðu að áhrif þeirra hafa líklega verið umtalsverð. Samanburður við flekaveiði geldra svartfugla af óþekktum uppruna við Drangey fyrr á tíð er óraunhæft viðmið fyrir veiðiþol lundastofnsins í nútíma. Til þess að fá einhvern botn í þessar fullyrðingar um að veiðarnar standi lundastofninum fyrir þrifum þá kynnti ég mér þá samantekt sem lögð var til grundvallar málsins. Í henni komu fram órökstuddar fullyrðingar um að það hafi staðið yfir mild ofveiði á lunda um aldir. Í samantektinni er veiðum ekki einum kennt um samdrátt á lundastofninum heldur einnig fæðuskorti á ungatíma. Fyrir áhugasama er þessa samantekt að finna hér: https://ust.is/library/sida/Veidi/Stock%20assesment%20%C3%A1%20%C3%ADslensku.pdf Í framangreindri samantekt eru færð sterk rök fyrir neikvæðum langtíma áhrifum veiða á stofnvöxt og hvernig þessi þáttur, áhrif veiðanna, tengist ástandinu í hafinu. Stærð lundastofnsins hefur sveiflast síðustu 140 árin, sveiflutíminn er langur eða 70 ár og hér ráða för kerfisbundnar breytingar á sjávarhita á áhrif þessa umhverfisþáttar á þær fisktegundir sem lundinn byggir afkomu sína á. Á kuldaskeiðum er gnótt fæðu og veltiár fyrir lundann, þetta snýst við á hlýskeiðum. Lundaveiðar eru því aðeins sjálfbærar á kuldaskeiðum, en ekki hlýskeiðum. Í sjálfu sér er það undarlegt að ætla að dýrastofn geti stækkað sem glímir við fæðuskort, en hvað sem því líður þá eru sveiflur í villtum dýrastofnum ofureðlilegar og mikil rörsýn að ætla að kenna afar takmörkuðum veiðum um ris og hnig stofnsins. Engin hefur haldið því fram að stofnar vaxi þegar fæðu skortir líkt og Sigurjón vill meina. Þvert á móti, rannsóknir hafa sýnt að framboð sandsílis, meginfæðu lundans, er ráðandi þáttur í viðkomu tegundarinnar. Einnig hefur verið sýnt fram á að stofnsveiflur lunda fylgja svonefndu AMO mynstri í sjávarhita sem aftur tengist fæðuframboði. Þessar náttúrulegu „sveiflur“ hafi áhrif á stofnstærð sandsílisins. Háfaveiðar hafa ekki verið „afar takmarkaðar,“ líkt og Sigurjón vill meina. Meðalveiði í Vestmannaeyjum einum á síðustu öld var að um 96.000 fuglar á ári. Háfaveiðar hafa haft veruleg áhrif á lýðfræði lunda hérlendis frá því þær urðu meginveiðiaðferðin um 1880. Þó svo að náttúrulegar stofnsveiflur einkenni stofnbreytingar hjá lunda þá er ekki þar með sagt að áhrif veiða séu lítil sem engin. Þvert á móti, veiðarnar magna og ýkja niðursveiflu stofnsins líkt og lýst er hér að ofan. Þegar farið er yfir málið þá blasir við að þeir sem beita sér fyrir að þrengt sé að veiðum gera það miklu frekar á grundvelli neikvæðrar afstöðu til veiða eða Walt Disneylíffræði þar sem dýr eru persónugerð. Það er afar langsótt að lundastofninn sé í raunverulegri hættu og að veiðarnar hafi umtalsverð áhrif á stofninn. Það er rétt að geta þess að flekaveiðar voru bannaðar á siðferðis- og dýraverndunarforsendum árið 1966. Það er miklu heiðarlegra að þeir sem eru andvígir veiðum á lunda komi hreint fram í stað þess að skálda upp einhverja náttúruvá. Það hefur verið faglegt leiðarljós Náttúrustofu Suðurlands að leita svara við þeirri spurningu hvort lundaveiðar séu sjálfbærar. Vísindalegar rannsóknir eru grundvöllur ráðgjafar okkar um veiðistjórnun lunda. Okkar rannsóknir og ráðgjöf hafa verið unnar af metnaði og heilindum. Niðurstöðurnar tala sínu máli og þær eru aðgengilegar í ritrýndum vísindaritum og í skýrslum. Hefjist senn nýtt kuldaskeið í hafinu, líkt og búast má við miðað við AMO mynstrið, er líklegt að lundastofninn fari í uppsveiflu og þá verður svigrúm til veiða. Hins vegar ber skilyrðislaust að hvetja veiðimenn til að fara sér hægt á tímabilum þegar stofninn á undir högg að sækja. Virðingarfyllst, F.h. Náttúrustofu Suðurlands Erpur Snær Hansen Dýr Vestmannaeyjar Flokkur fólksins Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum Náttúrustofu Suðurlands við athugasemdum Sigurjónar Þórðarsonar þingmanns Flokks fólksins um rannsóknarniðurstöður stofnunarinnar á lundaveiðum. Þingmaðurinn líkti þeim í september við Walt Disneylíffræði eftir að hafa sent umhverfisráðuneytinu fyrirspurn um fjölda lunda og sagði langsótt að segja lundastofninn í hættu. Fréttastofa ræddi við Eyjamenn í sumar sem sögðust ósammála mati Náttúrufræðistofnunar en Erpur Snær Hansen sem nú svarar Sigurjóni sagði við tilefnið ekki spurning að lundaveiðar væru ósjálfbærar. Minni veiði afleiðing nýliðunarbrests Sigurjón sagði þau svör sem hann hafi fengið gefið til kynna að dregið hafi verulega úr veiðum undanfarin ár. „Þegar farið er yfir málið þá blasir við að þeir sem beita sér fyrir að þrengt sé að veiðum gera það miklu frekar á grundvelli neikvæðrar afstöðu til veiða eða Walt Disneylíffræði þar sem dýr eru persónugerð. Það er afar langsótt að lundastofninn sé í raunverulegri hættu og að veiðarnar hafi umtalsverð áhrif á stofninn.“ Í svari til fréttastofu vegna málsins frá Erpi Snær Hansen forstöðumanni Náttúrustofu Suðurlands segir að veiði hafi vissulega dregist saman um 92 prósent frá 1995 til 2022. Rétt sé að benda á að gríðarmikli samdrátturinn sé afleiðing langvarandi viðkomu- og nýliðunarbrests hjá lundanum, en tveggja til þriggja ára ungfuglar séu um sjötíu prósent af veiðinni. „Veiði sem hlutfall af heildarstofni, sem réttilega er lágt, segir lítið ein og sér um veiðiþol nema þegar stofnar eru í jafnvægi (litlar stofnbreytingar). Það sem mun meira máli skiptir, sérstaklega þegar stofnar eru að breytast mikið, er hvað stofninn framleiðir mikið umfram það sem þarf til að viðhalda stofnstærðinni.“ Þannig ráðist veiðiþolið af stærð umframframleiðslu. Lundinn hafi síðustu þrjátíu ár af sjávarhlýskeiði gengið í gegnum fækkunartímabil og þá leggist veiðarnar við náttúruleg afföll lunda og auki hraða fækkunarinnar til muna. „Semsagt, veiðarnar eru ósjálfbærar og stuðla að fækkun. Villidýralögin (nr. 64/1994) svonefndu kveða á um að frumforsenda nýtingar allra veiðistofna sé að veiðarnar séu sjálfbærar.“ Erpur segir það hafa verið leiðarljós Náttúrustofu Suðurlands að leita svara við þeirri spurningu hvort lundaveiðar séu sjálfbærar. Vísindalegar rannsóknir séu grundvöllur ráðgjafar um veiðstjörnun. „Okkar rannsóknir og ráðgjöf hafa verið unnar af metnaði og heilindum. Niðurstöðurnar tala sínu máli og þær eru aðgengilegar í ritrýndum vísindaritum og í skýrslum. Hefjist senn nýtt kuldaskeið í hafinu, líkt og búast má við miðað við AMO mynstrið, er líklegt að lundastofninn fari í uppsveiflu og þá verður svigrúm til veiða. Hins vegar ber skilyrðislaust að hvetja veiðimenn til að fara sér hægt á tímabilum þegar stofninn á undir högg að sækja.“ Svör Náttúrustofu Suðurlands í heild sinni: Svör við gagnrýni Sigurjóns Þórðarsonar á FB 5. September 2025 á niðurstöður rannsókna á lundastofninum. Ég nota skáletur til að einkenna texta Sigurjóns. Walt Disney-líffræði og lundaveiðar Nokkrir Vestmanna- og Grímseyingar vöktu athygli mína á að til stæði að þrengja að nytjum á lunda. Í framhaldinu beindi ég fyrirspurn að umhverfisráðherra til þess að fá nánari upplýsingar um málið, eins og fram kemur hér að neðan. Svörin gáfu til kynna að það hafi dregið verulega úr veiðum en ekki er veitt nema um 20 til 35 þús lundar árlega úr stofni sem telur margar milljónir fugla. Til samanburðar þá voru veiddir 100.000 til 200.000 svartfuglar í Skagafirði einum árlega um miðja síðustu öld. Lundaveiði dróst saman um 92% árabilið 1995-2022. Það er rétt að benda á að þessi gríðarmikli samdráttur í veiði er afleiðing langvarandi viðkomu- og nýliðunarbrests hjá lundanum (2-3 ára ungfuglar eru um 70% af veiðinni) en ekki var farið að draga úr veiðum með styttingu veiðitíma (í Vestmannaeyjum) fyrr en árið 2008 og þá var mesta fækkunin afstaðin. Veiði sem hlutfall af heildarstofni, sem réttilega er lágt, segir lítið ein og sér um veiðiþol nema þegar stofnar eru í jafnvægi (litlar stofnbreytingar). Það sem mun meira máli skiptir, sérstaklega þegar stofnar eru að breytast mikið, er hvað stofninn framleiðir mikið umfram það sem þarf til að viðhalda stofnstærðinni. Ungaframleiðsla umfram viðhald stofnsins er sá hluti framleiðslunnar sem stendur undir sjálfbærum veiðum, en þetta hlutfall er líklega nálægt 5% þegar viðkoma er góð. Með öðrum orðum, veiðiþolið ræðst af stærð þessarar umframframleiðslu. Ef stofn gengur í gegnum fækkunartímabil eins og lundinn hefur gert á núverandi sjávarhlýskeiði síðustu 30 ár og nær ekki að framleiða nóg til eigin viðhalds er framleiðslan neikvæð og ekkert er aflögu til veiða. Á slíkum tímabilum leggjast veiðarnar við náttúruleg afföll lunda og auka hraða fækkunarinnar til muna. Semsagt, veiðarnar eru ósjálfbærar og stuðla að fækkun. Villidýralögin (nr. 64/1994) svonefndu kveða á um að frumforsenda nýtingar allra veiðistofna sé að veiðarnar séu sjálfbærar. Um 22.000 varppör svartfugla (annarra en lunda) verpa í Drangey á Skagafirði. Þessar gríðarlegu svartfuglaveiðar með snöruflekum á fyrri hluta síðustu aldar voru 4 til 8 sinnum meiri en stærð varpstofnsins í Drangey og þær er ekki hægt að skýra nema að (1) aflinn hafi verið að mestu leyti ung- og geldfuglar, og (2) að aflinn hafi verið að töluverðu leyti fuglar upprunnir frá mun stærra svæði en Skagafirði einum. Afleiðingar þessara veiða eru ókunnar, en þær voru af þeirri stærðargráðu að áhrif þeirra hafa líklega verið umtalsverð. Samanburður við flekaveiði geldra svartfugla af óþekktum uppruna við Drangey fyrr á tíð er óraunhæft viðmið fyrir veiðiþol lundastofnsins í nútíma. Til þess að fá einhvern botn í þessar fullyrðingar um að veiðarnar standi lundastofninum fyrir þrifum þá kynnti ég mér þá samantekt sem lögð var til grundvallar málsins. Í henni komu fram órökstuddar fullyrðingar um að það hafi staðið yfir mild ofveiði á lunda um aldir. Í samantektinni er veiðum ekki einum kennt um samdrátt á lundastofninum heldur einnig fæðuskorti á ungatíma. Fyrir áhugasama er þessa samantekt að finna hér: https://ust.is/library/sida/Veidi/Stock%20assesment%20%C3%A1%20%C3%ADslensku.pdf Í framangreindri samantekt eru færð sterk rök fyrir neikvæðum langtíma áhrifum veiða á stofnvöxt og hvernig þessi þáttur, áhrif veiðanna, tengist ástandinu í hafinu. Stærð lundastofnsins hefur sveiflast síðustu 140 árin, sveiflutíminn er langur eða 70 ár og hér ráða för kerfisbundnar breytingar á sjávarhita á áhrif þessa umhverfisþáttar á þær fisktegundir sem lundinn byggir afkomu sína á. Á kuldaskeiðum er gnótt fæðu og veltiár fyrir lundann, þetta snýst við á hlýskeiðum. Lundaveiðar eru því aðeins sjálfbærar á kuldaskeiðum, en ekki hlýskeiðum. Í sjálfu sér er það undarlegt að ætla að dýrastofn geti stækkað sem glímir við fæðuskort, en hvað sem því líður þá eru sveiflur í villtum dýrastofnum ofureðlilegar og mikil rörsýn að ætla að kenna afar takmörkuðum veiðum um ris og hnig stofnsins. Engin hefur haldið því fram að stofnar vaxi þegar fæðu skortir líkt og Sigurjón vill meina. Þvert á móti, rannsóknir hafa sýnt að framboð sandsílis, meginfæðu lundans, er ráðandi þáttur í viðkomu tegundarinnar. Einnig hefur verið sýnt fram á að stofnsveiflur lunda fylgja svonefndu AMO mynstri í sjávarhita sem aftur tengist fæðuframboði. Þessar náttúrulegu „sveiflur“ hafi áhrif á stofnstærð sandsílisins. Háfaveiðar hafa ekki verið „afar takmarkaðar,“ líkt og Sigurjón vill meina. Meðalveiði í Vestmannaeyjum einum á síðustu öld var að um 96.000 fuglar á ári. Háfaveiðar hafa haft veruleg áhrif á lýðfræði lunda hérlendis frá því þær urðu meginveiðiaðferðin um 1880. Þó svo að náttúrulegar stofnsveiflur einkenni stofnbreytingar hjá lunda þá er ekki þar með sagt að áhrif veiða séu lítil sem engin. Þvert á móti, veiðarnar magna og ýkja niðursveiflu stofnsins líkt og lýst er hér að ofan. Þegar farið er yfir málið þá blasir við að þeir sem beita sér fyrir að þrengt sé að veiðum gera það miklu frekar á grundvelli neikvæðrar afstöðu til veiða eða Walt Disneylíffræði þar sem dýr eru persónugerð. Það er afar langsótt að lundastofninn sé í raunverulegri hættu og að veiðarnar hafi umtalsverð áhrif á stofninn. Það er rétt að geta þess að flekaveiðar voru bannaðar á siðferðis- og dýraverndunarforsendum árið 1966. Það er miklu heiðarlegra að þeir sem eru andvígir veiðum á lunda komi hreint fram í stað þess að skálda upp einhverja náttúruvá. Það hefur verið faglegt leiðarljós Náttúrustofu Suðurlands að leita svara við þeirri spurningu hvort lundaveiðar séu sjálfbærar. Vísindalegar rannsóknir eru grundvöllur ráðgjafar okkar um veiðistjórnun lunda. Okkar rannsóknir og ráðgjöf hafa verið unnar af metnaði og heilindum. Niðurstöðurnar tala sínu máli og þær eru aðgengilegar í ritrýndum vísindaritum og í skýrslum. Hefjist senn nýtt kuldaskeið í hafinu, líkt og búast má við miðað við AMO mynstrið, er líklegt að lundastofninn fari í uppsveiflu og þá verður svigrúm til veiða. Hins vegar ber skilyrðislaust að hvetja veiðimenn til að fara sér hægt á tímabilum þegar stofninn á undir högg að sækja. Virðingarfyllst, F.h. Náttúrustofu Suðurlands Erpur Snær Hansen
Svör Náttúrustofu Suðurlands í heild sinni: Svör við gagnrýni Sigurjóns Þórðarsonar á FB 5. September 2025 á niðurstöður rannsókna á lundastofninum. Ég nota skáletur til að einkenna texta Sigurjóns. Walt Disney-líffræði og lundaveiðar Nokkrir Vestmanna- og Grímseyingar vöktu athygli mína á að til stæði að þrengja að nytjum á lunda. Í framhaldinu beindi ég fyrirspurn að umhverfisráðherra til þess að fá nánari upplýsingar um málið, eins og fram kemur hér að neðan. Svörin gáfu til kynna að það hafi dregið verulega úr veiðum en ekki er veitt nema um 20 til 35 þús lundar árlega úr stofni sem telur margar milljónir fugla. Til samanburðar þá voru veiddir 100.000 til 200.000 svartfuglar í Skagafirði einum árlega um miðja síðustu öld. Lundaveiði dróst saman um 92% árabilið 1995-2022. Það er rétt að benda á að þessi gríðarmikli samdráttur í veiði er afleiðing langvarandi viðkomu- og nýliðunarbrests hjá lundanum (2-3 ára ungfuglar eru um 70% af veiðinni) en ekki var farið að draga úr veiðum með styttingu veiðitíma (í Vestmannaeyjum) fyrr en árið 2008 og þá var mesta fækkunin afstaðin. Veiði sem hlutfall af heildarstofni, sem réttilega er lágt, segir lítið ein og sér um veiðiþol nema þegar stofnar eru í jafnvægi (litlar stofnbreytingar). Það sem mun meira máli skiptir, sérstaklega þegar stofnar eru að breytast mikið, er hvað stofninn framleiðir mikið umfram það sem þarf til að viðhalda stofnstærðinni. Ungaframleiðsla umfram viðhald stofnsins er sá hluti framleiðslunnar sem stendur undir sjálfbærum veiðum, en þetta hlutfall er líklega nálægt 5% þegar viðkoma er góð. Með öðrum orðum, veiðiþolið ræðst af stærð þessarar umframframleiðslu. Ef stofn gengur í gegnum fækkunartímabil eins og lundinn hefur gert á núverandi sjávarhlýskeiði síðustu 30 ár og nær ekki að framleiða nóg til eigin viðhalds er framleiðslan neikvæð og ekkert er aflögu til veiða. Á slíkum tímabilum leggjast veiðarnar við náttúruleg afföll lunda og auka hraða fækkunarinnar til muna. Semsagt, veiðarnar eru ósjálfbærar og stuðla að fækkun. Villidýralögin (nr. 64/1994) svonefndu kveða á um að frumforsenda nýtingar allra veiðistofna sé að veiðarnar séu sjálfbærar. Um 22.000 varppör svartfugla (annarra en lunda) verpa í Drangey á Skagafirði. Þessar gríðarlegu svartfuglaveiðar með snöruflekum á fyrri hluta síðustu aldar voru 4 til 8 sinnum meiri en stærð varpstofnsins í Drangey og þær er ekki hægt að skýra nema að (1) aflinn hafi verið að mestu leyti ung- og geldfuglar, og (2) að aflinn hafi verið að töluverðu leyti fuglar upprunnir frá mun stærra svæði en Skagafirði einum. Afleiðingar þessara veiða eru ókunnar, en þær voru af þeirri stærðargráðu að áhrif þeirra hafa líklega verið umtalsverð. Samanburður við flekaveiði geldra svartfugla af óþekktum uppruna við Drangey fyrr á tíð er óraunhæft viðmið fyrir veiðiþol lundastofnsins í nútíma. Til þess að fá einhvern botn í þessar fullyrðingar um að veiðarnar standi lundastofninum fyrir þrifum þá kynnti ég mér þá samantekt sem lögð var til grundvallar málsins. Í henni komu fram órökstuddar fullyrðingar um að það hafi staðið yfir mild ofveiði á lunda um aldir. Í samantektinni er veiðum ekki einum kennt um samdrátt á lundastofninum heldur einnig fæðuskorti á ungatíma. Fyrir áhugasama er þessa samantekt að finna hér: https://ust.is/library/sida/Veidi/Stock%20assesment%20%C3%A1%20%C3%ADslensku.pdf Í framangreindri samantekt eru færð sterk rök fyrir neikvæðum langtíma áhrifum veiða á stofnvöxt og hvernig þessi þáttur, áhrif veiðanna, tengist ástandinu í hafinu. Stærð lundastofnsins hefur sveiflast síðustu 140 árin, sveiflutíminn er langur eða 70 ár og hér ráða för kerfisbundnar breytingar á sjávarhita á áhrif þessa umhverfisþáttar á þær fisktegundir sem lundinn byggir afkomu sína á. Á kuldaskeiðum er gnótt fæðu og veltiár fyrir lundann, þetta snýst við á hlýskeiðum. Lundaveiðar eru því aðeins sjálfbærar á kuldaskeiðum, en ekki hlýskeiðum. Í sjálfu sér er það undarlegt að ætla að dýrastofn geti stækkað sem glímir við fæðuskort, en hvað sem því líður þá eru sveiflur í villtum dýrastofnum ofureðlilegar og mikil rörsýn að ætla að kenna afar takmörkuðum veiðum um ris og hnig stofnsins. Engin hefur haldið því fram að stofnar vaxi þegar fæðu skortir líkt og Sigurjón vill meina. Þvert á móti, rannsóknir hafa sýnt að framboð sandsílis, meginfæðu lundans, er ráðandi þáttur í viðkomu tegundarinnar. Einnig hefur verið sýnt fram á að stofnsveiflur lunda fylgja svonefndu AMO mynstri í sjávarhita sem aftur tengist fæðuframboði. Þessar náttúrulegu „sveiflur“ hafi áhrif á stofnstærð sandsílisins. Háfaveiðar hafa ekki verið „afar takmarkaðar,“ líkt og Sigurjón vill meina. Meðalveiði í Vestmannaeyjum einum á síðustu öld var að um 96.000 fuglar á ári. Háfaveiðar hafa haft veruleg áhrif á lýðfræði lunda hérlendis frá því þær urðu meginveiðiaðferðin um 1880. Þó svo að náttúrulegar stofnsveiflur einkenni stofnbreytingar hjá lunda þá er ekki þar með sagt að áhrif veiða séu lítil sem engin. Þvert á móti, veiðarnar magna og ýkja niðursveiflu stofnsins líkt og lýst er hér að ofan. Þegar farið er yfir málið þá blasir við að þeir sem beita sér fyrir að þrengt sé að veiðum gera það miklu frekar á grundvelli neikvæðrar afstöðu til veiða eða Walt Disneylíffræði þar sem dýr eru persónugerð. Það er afar langsótt að lundastofninn sé í raunverulegri hættu og að veiðarnar hafi umtalsverð áhrif á stofninn. Það er rétt að geta þess að flekaveiðar voru bannaðar á siðferðis- og dýraverndunarforsendum árið 1966. Það er miklu heiðarlegra að þeir sem eru andvígir veiðum á lunda komi hreint fram í stað þess að skálda upp einhverja náttúruvá. Það hefur verið faglegt leiðarljós Náttúrustofu Suðurlands að leita svara við þeirri spurningu hvort lundaveiðar séu sjálfbærar. Vísindalegar rannsóknir eru grundvöllur ráðgjafar okkar um veiðistjórnun lunda. Okkar rannsóknir og ráðgjöf hafa verið unnar af metnaði og heilindum. Niðurstöðurnar tala sínu máli og þær eru aðgengilegar í ritrýndum vísindaritum og í skýrslum. Hefjist senn nýtt kuldaskeið í hafinu, líkt og búast má við miðað við AMO mynstrið, er líklegt að lundastofninn fari í uppsveiflu og þá verður svigrúm til veiða. Hins vegar ber skilyrðislaust að hvetja veiðimenn til að fara sér hægt á tímabilum þegar stofninn á undir högg að sækja. Virðingarfyllst, F.h. Náttúrustofu Suðurlands Erpur Snær Hansen
Dýr Vestmannaeyjar Flokkur fólksins Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira