Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Kjartan Kjartansson skrifar 7. nóvember 2025 15:08 Sögusagnir eru um að gjá hafi myndast á milli Pútíns forseta (t.v.) og Lavrovs utanríkisráðherra (t.h.) eftir að ekkert varð úr fundi Pútíns og Bandaríkjaforseta í Búdapest. Vísir/EPA Talsmaður Kremlar hafnar því algerlega að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra, hafi verið settur út í kuldann. Því hefur verið haldið fram að Lavrov hafi fallið í ónáð eftir að ekkert varð af fundi Vladímírs Pútín forseta og Bandaríkjaforseta í Ungverjalandi. Lavrov var ekki í Kreml á miðvikudag sem gaf gróusögum byr undir báða vængi. Fjölmiðillinn Moscow Times í Hollandi sagði svo frá því í gær að Pútín hefði sett utanríkisráðherrann til hliðar og að hann væri horfinn af opinberum vettvangi. Dagblaðið Politico segir að Lavrov hafi síðast komið fram opinberlega á ráðstefnu um öryggismál í Minsk í Belarús 28. október samkvæmt opinberri vefsíðu utanríkisráðuneytisins. Lavrov stýrir heldur ekki sendinefnd Rússa á G20-fundinum í ár en hann hefur leitt nefndina undanfarin ár. Í stað hans fer Maxim Oreskhin, aðstoðarskrifstofustjóri forsetaembættisins. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, þvertók fyrir það að kastast hefði í kekki á milli Pútíns og Lavrov. Sá síðarnefndi væri enn utanríkisráðherra líkt og undanfarið 21 ár. Bandaríkjastjórn aflýsti fyrirhugðum fundi Pútín og Donalds Trump um stríðið í Úkraínu sem þær ætluðu að halda í Búdapest í síðasta mánuði. Financial Times sagði að það hefði gerst vegna einstrengingslegrar afstöðu Lavrovs í símtali við Marco Rubio, bandaríska starfsbróður hans. Stuðningsmenn Pútíns fá að kenna á meðölum forsetans Vísbendingar hafa verið um að hreinsanir séu hafnar innan raða stuðningsmanna Pútín að undanförnu. Þannig hafa nýlega dyggir stuðningsmenn hans verið ýmist skilgreindir útsendrar erlendra ríkja eða jafnvel hryðjuverka- og öfgamenn. Hreinsanirnar hafa verið tengdar við valdabaráttu tveggja hópa sem styðja Pútín, annars vegar hóps gamalla pótintáta hans í kringum varnarmálaráðuneytið og hins vegar grasrótarhreyfingar þjóðernissinna og stríðsbloggara sem hafa náð töluverðri hylli í Rússlandi eftir að stríðið í Úkraínu hófst af fullum kraft fyrir að nálgast fjórum árum. Rússland Bandaríkin Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Lavrov var ekki í Kreml á miðvikudag sem gaf gróusögum byr undir báða vængi. Fjölmiðillinn Moscow Times í Hollandi sagði svo frá því í gær að Pútín hefði sett utanríkisráðherrann til hliðar og að hann væri horfinn af opinberum vettvangi. Dagblaðið Politico segir að Lavrov hafi síðast komið fram opinberlega á ráðstefnu um öryggismál í Minsk í Belarús 28. október samkvæmt opinberri vefsíðu utanríkisráðuneytisins. Lavrov stýrir heldur ekki sendinefnd Rússa á G20-fundinum í ár en hann hefur leitt nefndina undanfarin ár. Í stað hans fer Maxim Oreskhin, aðstoðarskrifstofustjóri forsetaembættisins. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, þvertók fyrir það að kastast hefði í kekki á milli Pútíns og Lavrov. Sá síðarnefndi væri enn utanríkisráðherra líkt og undanfarið 21 ár. Bandaríkjastjórn aflýsti fyrirhugðum fundi Pútín og Donalds Trump um stríðið í Úkraínu sem þær ætluðu að halda í Búdapest í síðasta mánuði. Financial Times sagði að það hefði gerst vegna einstrengingslegrar afstöðu Lavrovs í símtali við Marco Rubio, bandaríska starfsbróður hans. Stuðningsmenn Pútíns fá að kenna á meðölum forsetans Vísbendingar hafa verið um að hreinsanir séu hafnar innan raða stuðningsmanna Pútín að undanförnu. Þannig hafa nýlega dyggir stuðningsmenn hans verið ýmist skilgreindir útsendrar erlendra ríkja eða jafnvel hryðjuverka- og öfgamenn. Hreinsanirnar hafa verið tengdar við valdabaráttu tveggja hópa sem styðja Pútín, annars vegar hóps gamalla pótintáta hans í kringum varnarmálaráðuneytið og hins vegar grasrótarhreyfingar þjóðernissinna og stríðsbloggara sem hafa náð töluverðri hylli í Rússlandi eftir að stríðið í Úkraínu hófst af fullum kraft fyrir að nálgast fjórum árum.
Rússland Bandaríkin Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira