Veður

Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum

Agnar Már Másson skrifar
Búast má við slyddu á austanverðu landinu.
Búast má við slyddu á austanverðu landinu. Vísir/Vilhelm

Búast má við rigningu og slyddu á austanverðu landinu í dag en lítilli úrkomu vestan. Þá er gert ráð fyrir norðaustan og austanvindátt upp á 5 til 13 metra á sekúndu, sem gæti náð allt að 20 metrum á sekúndu norðvestantil og við suðausturströndina.

Áfram verður hvasst við suðausturströndina á morgun, annars talsvert hægari vindur. Líklega heldur rigning eða slydda áfram með köflum, þó yfirleitt þurrt á Norðvestur- og Vesturlandi. Hiti breytist lítið.

Þetta kemur fram í spá Veðurstofu Íslands í dag. Samkvæmt henni kólnar í veðri í næstu viku þar sem búast má við frosti víðast hvar á landinu.

Veðurfræðingur bendir á í hugleiðingum sínum að alldjúp og víðáttumikil lægð suður af Hvarfi og hæð yfir Grænlandi stjórni veðrinu í dag.

Austan- og norðaustanátt í dag, hvassir vindstrengir með suðausturströndinni og einnig norðvestanlands, en hægari annars staðar.  Lægðin hreyfist austur næstu daga. Eftir helgi verður vindur norðlægari og það kólnar í veðri með éljum fyrir norðan og austan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×