Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. nóvember 2025 09:59 Hann hlaut Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar. Getty James Dewey Watson, einn uppgötvenda tvöfaldrar gormbyggingar DNA og Nóbelsverðlaunahafi, er látinn, 97 ára að aldri. Rannsóknir hans á sviði erfðafræði og læknisfræði voru byltingarkenndar og langur ferill hans hafði djúpstæð áhrif á vísindin. Watson var fæddur í Chicago árið 1928 og ólst þar upp. Hann lærði dýrafræði og hlaut síðar doktorspróf undir leiðsögn Salvadors E. Luria sem hlaut Nóbelsverðlaun í læknisfræði sjálfur árið 1969 fyrir rannsóknir á bakteríuveirum. Að doktorsprófu loknu vann hann á rannsóknarstofum Hermans Kalckar og Ole Maaløe. Þar hitti hann fyrir eðlisfræðinginn Francis Crick. Báðir höfðu þeir velt fyrir sér hlutverki deoxýríbósakjarnsýru, DNA, sem sumt benti til að væri erfðaefni lífvera. Fjallað er um ævi hans og störf á Vísindavefnum. Þar kemur fram að þegar Watson hóf rannsóknir sínar hafi verið vitað að DNA-sameindir séu settar saman úr einingum sem nefnast kirni. „Niturbasarnir eru af fjórum gerðum, adenín (A), gúanín (G), týmín (T) og cýtósín (C), og eru tengdir við sykrusameindirnar með samgildum tengjum. Það eru hins vegar samgild tengi milli sykru- og fosfathópa kirnanna sem binda þau saman í keðjur. Menn vissu að þær geta verið afar langar og að þær fyrfinnast í litningum allra lífvera. En ekkert var vitað um lögun DNA-keðjanna eða fyrirkomulag þeirra í litningum,“ segir þar. Það sem einna helst benti til þess að DNA væri erfðaefni lífvera voru tilraunir örverufræðingsins O.T. Avery og samstarfsmanna hans með bakteríuna pneumococcus. Þeir höfðu sýnt fram á að DNA úr einum stofni bakteríunnar geti valdið ákveðinni arfgengri breytingu á öðrum stofni hennar. Watson og Crick tóku til við smíð líkans af DNA-sameindinni byggt á þeirri vitneskju um byggingu hennar sem fyrir lá. Í apríl ársins 1953 birtu Watson og Crick grein í tímaritinu Nature þar sem þeir lýstu nýju líkani sínu. DNA-byggingin sem líkanið sýnir var í raun ósönnuð þegar greinin var birt en hún hefur staðist alla gagnrýni. Wilkins átti mestan þátt í að sannprófa hana. Þeir Watson, Crick og Wilkins hlutu Nóbelsverðlaun í læknisfræði fyrir þessar rannsóknir árið 1962. Í seinni tíð hafa þó ýmis rasísk ummæli varpað skugga á starf hans. Árið 2007 vöktu ummæli hans í viðtali við Sunday Times mikla úlfúð en það sagðist hann hafa áhyggjur af framtíð Afríku. „Öll okkar stefna í félagsmálum byggir á því að gáfur þeirra séu jafnar okkar þegar allar rannsóknir benda á hið gagnstæða,“ sagði hann meðal annars en þetta er ekki satt. Hann baðst síðar afsökunar á þessum ummælum sínum og sagði upp starfi sínu við rannsóknarstofnun í New York. Lesa má meira um ævi hans og feril á Vísindavefnum. Vísindi Andlát Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira
Watson var fæddur í Chicago árið 1928 og ólst þar upp. Hann lærði dýrafræði og hlaut síðar doktorspróf undir leiðsögn Salvadors E. Luria sem hlaut Nóbelsverðlaun í læknisfræði sjálfur árið 1969 fyrir rannsóknir á bakteríuveirum. Að doktorsprófu loknu vann hann á rannsóknarstofum Hermans Kalckar og Ole Maaløe. Þar hitti hann fyrir eðlisfræðinginn Francis Crick. Báðir höfðu þeir velt fyrir sér hlutverki deoxýríbósakjarnsýru, DNA, sem sumt benti til að væri erfðaefni lífvera. Fjallað er um ævi hans og störf á Vísindavefnum. Þar kemur fram að þegar Watson hóf rannsóknir sínar hafi verið vitað að DNA-sameindir séu settar saman úr einingum sem nefnast kirni. „Niturbasarnir eru af fjórum gerðum, adenín (A), gúanín (G), týmín (T) og cýtósín (C), og eru tengdir við sykrusameindirnar með samgildum tengjum. Það eru hins vegar samgild tengi milli sykru- og fosfathópa kirnanna sem binda þau saman í keðjur. Menn vissu að þær geta verið afar langar og að þær fyrfinnast í litningum allra lífvera. En ekkert var vitað um lögun DNA-keðjanna eða fyrirkomulag þeirra í litningum,“ segir þar. Það sem einna helst benti til þess að DNA væri erfðaefni lífvera voru tilraunir örverufræðingsins O.T. Avery og samstarfsmanna hans með bakteríuna pneumococcus. Þeir höfðu sýnt fram á að DNA úr einum stofni bakteríunnar geti valdið ákveðinni arfgengri breytingu á öðrum stofni hennar. Watson og Crick tóku til við smíð líkans af DNA-sameindinni byggt á þeirri vitneskju um byggingu hennar sem fyrir lá. Í apríl ársins 1953 birtu Watson og Crick grein í tímaritinu Nature þar sem þeir lýstu nýju líkani sínu. DNA-byggingin sem líkanið sýnir var í raun ósönnuð þegar greinin var birt en hún hefur staðist alla gagnrýni. Wilkins átti mestan þátt í að sannprófa hana. Þeir Watson, Crick og Wilkins hlutu Nóbelsverðlaun í læknisfræði fyrir þessar rannsóknir árið 1962. Í seinni tíð hafa þó ýmis rasísk ummæli varpað skugga á starf hans. Árið 2007 vöktu ummæli hans í viðtali við Sunday Times mikla úlfúð en það sagðist hann hafa áhyggjur af framtíð Afríku. „Öll okkar stefna í félagsmálum byggir á því að gáfur þeirra séu jafnar okkar þegar allar rannsóknir benda á hið gagnstæða,“ sagði hann meðal annars en þetta er ekki satt. Hann baðst síðar afsökunar á þessum ummælum sínum og sagði upp starfi sínu við rannsóknarstofnun í New York. Lesa má meira um ævi hans og feril á Vísindavefnum.
Vísindi Andlát Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira