Lífið

Eva Laufey og Gummi Ben fóru í ísskápastríð í mötuneyti Sýnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fyrsti þátturinn fer í loftið í kvöld.
Fyrsti þátturinn fer í loftið í kvöld. myndir/vilhelm
Fyrsti þátturinn af þriðju þáttaröðinni af Ísskápastríðinu fer í loftið á Stöð 2 í kvöld og eins og vanalega keppa þau Guðmundur Benediktsson og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir á móti hvort öðru í kokkakeppni.

Bæði fá þau einn aðila með sér í lið og verður enginn breyting á því en í kvöld verða gestirnir þeir Eiður Smári og Sverrir Þór.

Í tilefni af frumsýningu fyrsta þáttarins kepptu þau Eva og Gummi í Ísskápastríði í mötuneyti Sýnar við Suðurlandsbraut og reiddu fram rétti fyrir starfsfólk í hádeginu í dag.

Guðmundur Benediktsson bauð upp á nautakjöt og bernaise sósu með hvítlauksristuðum sveppum og Eva Laufey djúpsteiktan kjúklingaborgara með jalepeno sósu og heimatilbúnu kimchi. Rétturinn var borinn fram með smælki sem var eldað upp úr andafitu og síðan djúpsteikt og ofan á því chili, vorlaukur, steinselja, salthnetur, vínber, granatepli og fetaostakremi.

Gummi lagði allt í sölurnar.
Báðir aðilar buðu upp á eftirrétt.
Hart barist á Suðurlandsbrautinni.
Alltaf stutt í grínið hjá þessum tveimur.
Fljótlega myndaðist löng röð.
Það var mikill hiti í eldhúsinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×