Aukin hætta á gróðureldum á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 20:30 Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands. Búast má við tíðari skógareldum í Kaliforníu vegna loftslagsbreytinga og veðurfræðingur telur það geta haft áhrif á búsetu á svæðinu. Áhættan er einnig til staðar á Íslandi þar sem hlýnun síðustu áratuga hefur fjölgað grænum svæðum. Það hefur lengi verið viðbúið að tíðni skógarelda muni aukast samhliða hlýnun jarðar og tilheyrandi þurrkahættu. Í sumar voru hitamet slegin í Kaliforníu og rigningatímabilið, sem hefur vanalega hafist síðsumars eða á haustin, hefur dregist. „Það er búið að vera þannig núna síðasta áratug að það hefur verið óvenju þurrt og það hefur verið að hlýna þar núna í 30 ár. Og það má alveg rekja til loftlagsbreytinga. Yfirleitt er gert ráð fyrir því að tíðni skógarelda aukist í Norður-Ameríku hreinlega," segir Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir megnið af eldunum sem verða í byggð vera gróðurelda á jaðarsvæðum milli skóglendis og skipulagðrar byggðar. Aukin eldhætta á þessum svæðum gæti haft áhrif á búsetu. „Menn þurfa náttúrulega að huga að þessu og fara í raun og veru að áhættumeta svæðin sérstaklega. Nákvæmlega eins og er gert með flóðasvæði og skoða hvar sé eðlilegt að hafa byggð," segir Halldór. Þetta sé eitthvað sem huga þurfi orðið að á Íslandi. „Hlýnun síðustu áratuga hefur valdið grænkun og það er alveg hægt að kortleggja það. Með grænna landi og meiri skógvexti eykst áhættan af skógareldum," segir Halldór. Stærstu gróðureldar sem hafa komið upp hér á landi eru Mýraeldar sem stóðu yfir í þrjá daga í apríl 2006 en síðan hafa tíu minni eldar verið skrásettir. „Þetta er í raun og veru ný náttúruvá fyrir okkur og þá kemur aftur að þessari spurningu um skipulag," segir Halldór. „Almannavarnir meta það sem svo að áhættan sé sennilega mest í frístunda- og sumarhúsabyggðum. Þar ertu kominn nánast í sömu aðstæður og eru vestanhafs, þar sem þú ert með heilmikið af trjám í kringum byggð og í Skorradalnum hefur verið unnið sérstakt áhættumat út af þessu," segir Halldór. Almannavarnir Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Búast má við tíðari skógareldum í Kaliforníu vegna loftslagsbreytinga og veðurfræðingur telur það geta haft áhrif á búsetu á svæðinu. Áhættan er einnig til staðar á Íslandi þar sem hlýnun síðustu áratuga hefur fjölgað grænum svæðum. Það hefur lengi verið viðbúið að tíðni skógarelda muni aukast samhliða hlýnun jarðar og tilheyrandi þurrkahættu. Í sumar voru hitamet slegin í Kaliforníu og rigningatímabilið, sem hefur vanalega hafist síðsumars eða á haustin, hefur dregist. „Það er búið að vera þannig núna síðasta áratug að það hefur verið óvenju þurrt og það hefur verið að hlýna þar núna í 30 ár. Og það má alveg rekja til loftlagsbreytinga. Yfirleitt er gert ráð fyrir því að tíðni skógarelda aukist í Norður-Ameríku hreinlega," segir Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir megnið af eldunum sem verða í byggð vera gróðurelda á jaðarsvæðum milli skóglendis og skipulagðrar byggðar. Aukin eldhætta á þessum svæðum gæti haft áhrif á búsetu. „Menn þurfa náttúrulega að huga að þessu og fara í raun og veru að áhættumeta svæðin sérstaklega. Nákvæmlega eins og er gert með flóðasvæði og skoða hvar sé eðlilegt að hafa byggð," segir Halldór. Þetta sé eitthvað sem huga þurfi orðið að á Íslandi. „Hlýnun síðustu áratuga hefur valdið grænkun og það er alveg hægt að kortleggja það. Með grænna landi og meiri skógvexti eykst áhættan af skógareldum," segir Halldór. Stærstu gróðureldar sem hafa komið upp hér á landi eru Mýraeldar sem stóðu yfir í þrjá daga í apríl 2006 en síðan hafa tíu minni eldar verið skrásettir. „Þetta er í raun og veru ný náttúruvá fyrir okkur og þá kemur aftur að þessari spurningu um skipulag," segir Halldór. „Almannavarnir meta það sem svo að áhættan sé sennilega mest í frístunda- og sumarhúsabyggðum. Þar ertu kominn nánast í sömu aðstæður og eru vestanhafs, þar sem þú ert með heilmikið af trjám í kringum byggð og í Skorradalnum hefur verið unnið sérstakt áhættumat út af þessu," segir Halldór.
Almannavarnir Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira