Dýrt að farga húsinu vegna asbestsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2018 14:38 Frá vettvangi á Selfossi í dag. vísir/mhh Búist er við því að niðurrifi á húsinu við Kirkjuveg 18 á Selfossi ljúki í dag. Þá á eftir að ganga frá lóð hússins en það verður klárað á morgun að sögn Þorsteins Þorsteinssonar, hópstjóra eignatjóna hjá VÍS. Eldur kom upp í húsinu í lok október og hefur lögreglan rökstuddan grun um að hann hafi kviknað af mannavöldum. Er maður í gæsluvarðhaldi vegna málsins en kona og karlmaður létust í brunanum. Þorsteinn segir dýrt að farga húsinu vegna asbests sem er í því þar sem greiða þarf fyrir hvert kíló af asbesti sem fargað er í Sorpu. Samkvæmt gjaldskrá Sorpu eru það tæpar sautján krónur á kílóið og þegar um heilt hús er að ræða þá safnast þegar saman kemur. Eigandi hússins ber kostnaðinn og segir Þorsteinn að stór hluti af heildarbrunabótunum fari í förgunina.Starfsmenn sem koma að verkinu eru vel búnir enda þarf að gæta fyllstu varúðar.vísir/mhhStrangar reglur sem þarf að fylgja við förgunina Á milli fimmtán til tuttugu manns koma að því að rífa niður húsið, það eru menn frá VÍS, slökkviliðinu og Íslenksa gámafélaginu. Fylgja þarf ströngum kröfum þegar farga á húsi með asbesti. Þorsteinn segir að skila þurfi inn verklýsingu á verkinu, senda inn umsókn til heilbrigðiseftirlits og Vinnueftirlits auk þess sem leyfi þarf hjá byggingafulltrúa fyrir framkvæmdinni. „Síðan er það þannig að það sem er hættulegt í þessu er ef það kemur ryk af asbestinu. Við höfum því fengið slökkviliðið í lið með okkur til að koma í veg fyrir það og það er bara gert með vatni þannig að það er bara sprautað yfir rústina á meðan verið er að moka ofan í gáma,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að fylgja þurfi ákveðnum staðli við verkið og enginn afsláttur sé gefinn af því. Notuð er hjólagrafa með krabba til þess að rífa húsið niður en hin leiðin hefði verið að handtína húsið ofan í gáma. „En það gefur auga leið að það er miklu hættulegra fyrir mannskapinn, tekur lengri tíma og er verri aðferð að flestu leyti,“ segir Þorsteinn. Húsarústin er síðan urðuð í Álfsnesi sem er urðunarstaður Sorpu vegna asbestsins.Vatn var notað til þess að reyna að hefta asbestið í húsinu.vísir/mhhGera geðmat á sakborningi Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagði í samtali við fréttastofu í dag að rannsókn brunans væri enn í gangi. Meðal annars sé verið að meta almannahættu sem hlaust af brunanum og hefur verið fenginn matsmaður í það. Þá er verið að vinna úr gögnum, bæði hjá lögreglunni á Suðurlandi sem og hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem verið er að gera geðmat á sakborningi í málinu.Klippa: Mikill eldur kom upp í einbýlishúsi á Selfossi Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29 Beint í fangelsi eftir að gæsluvarðhald var fellt úr gildi Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhald yfir konu sem grunuð er um aðild að brennu að Kirkjuvegi 18 á Selfossi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 6. nóvember 2018 15:55 Hvetja fólk til að halda sig frá rústunum við Kirkjuveg Veðurspá er óhagstæð og íbúar og vegfarendur eru hvattir til að halda sig frá nágrenni lóðarinnar. 2. nóvember 2018 16:48 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Sjá meira
Búist er við því að niðurrifi á húsinu við Kirkjuveg 18 á Selfossi ljúki í dag. Þá á eftir að ganga frá lóð hússins en það verður klárað á morgun að sögn Þorsteins Þorsteinssonar, hópstjóra eignatjóna hjá VÍS. Eldur kom upp í húsinu í lok október og hefur lögreglan rökstuddan grun um að hann hafi kviknað af mannavöldum. Er maður í gæsluvarðhaldi vegna málsins en kona og karlmaður létust í brunanum. Þorsteinn segir dýrt að farga húsinu vegna asbests sem er í því þar sem greiða þarf fyrir hvert kíló af asbesti sem fargað er í Sorpu. Samkvæmt gjaldskrá Sorpu eru það tæpar sautján krónur á kílóið og þegar um heilt hús er að ræða þá safnast þegar saman kemur. Eigandi hússins ber kostnaðinn og segir Þorsteinn að stór hluti af heildarbrunabótunum fari í förgunina.Starfsmenn sem koma að verkinu eru vel búnir enda þarf að gæta fyllstu varúðar.vísir/mhhStrangar reglur sem þarf að fylgja við förgunina Á milli fimmtán til tuttugu manns koma að því að rífa niður húsið, það eru menn frá VÍS, slökkviliðinu og Íslenksa gámafélaginu. Fylgja þarf ströngum kröfum þegar farga á húsi með asbesti. Þorsteinn segir að skila þurfi inn verklýsingu á verkinu, senda inn umsókn til heilbrigðiseftirlits og Vinnueftirlits auk þess sem leyfi þarf hjá byggingafulltrúa fyrir framkvæmdinni. „Síðan er það þannig að það sem er hættulegt í þessu er ef það kemur ryk af asbestinu. Við höfum því fengið slökkviliðið í lið með okkur til að koma í veg fyrir það og það er bara gert með vatni þannig að það er bara sprautað yfir rústina á meðan verið er að moka ofan í gáma,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að fylgja þurfi ákveðnum staðli við verkið og enginn afsláttur sé gefinn af því. Notuð er hjólagrafa með krabba til þess að rífa húsið niður en hin leiðin hefði verið að handtína húsið ofan í gáma. „En það gefur auga leið að það er miklu hættulegra fyrir mannskapinn, tekur lengri tíma og er verri aðferð að flestu leyti,“ segir Þorsteinn. Húsarústin er síðan urðuð í Álfsnesi sem er urðunarstaður Sorpu vegna asbestsins.Vatn var notað til þess að reyna að hefta asbestið í húsinu.vísir/mhhGera geðmat á sakborningi Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagði í samtali við fréttastofu í dag að rannsókn brunans væri enn í gangi. Meðal annars sé verið að meta almannahættu sem hlaust af brunanum og hefur verið fenginn matsmaður í það. Þá er verið að vinna úr gögnum, bæði hjá lögreglunni á Suðurlandi sem og hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem verið er að gera geðmat á sakborningi í málinu.Klippa: Mikill eldur kom upp í einbýlishúsi á Selfossi
Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29 Beint í fangelsi eftir að gæsluvarðhald var fellt úr gildi Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhald yfir konu sem grunuð er um aðild að brennu að Kirkjuvegi 18 á Selfossi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 6. nóvember 2018 15:55 Hvetja fólk til að halda sig frá rústunum við Kirkjuveg Veðurspá er óhagstæð og íbúar og vegfarendur eru hvattir til að halda sig frá nágrenni lóðarinnar. 2. nóvember 2018 16:48 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Sjá meira
Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29
Beint í fangelsi eftir að gæsluvarðhald var fellt úr gildi Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhald yfir konu sem grunuð er um aðild að brennu að Kirkjuvegi 18 á Selfossi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 6. nóvember 2018 15:55
Hvetja fólk til að halda sig frá rústunum við Kirkjuveg Veðurspá er óhagstæð og íbúar og vegfarendur eru hvattir til að halda sig frá nágrenni lóðarinnar. 2. nóvember 2018 16:48