Íslensk sjálfboðaliðasamtök sýknuð af launakröfu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. nóvember 2018 17:52 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/hanna Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag sjálfboðaliðasamtökin Seeds á Íslandi af launakröfu portúgalska doktorsnemans Tiago Quintanihla. Krafan sneri að vangoldnum launum og hljóðaði upp á rúmar tvær milljónir króna. Tiago höfðaði í nóvember á síðasta ári, með aðstoð lögfræðinga stéttarfélagsins Eflingar. Þegar Vísir fjallaði um málið sumarið 2017 sögðu forsvarsmenn Eflingar málið vera skýrt dæmi um undirboð á vinnumarkaði. Þegar málið kom upp buðu samtökin Tiago 200.000 krónur en hann hafnaði því. Vinnan sem Tiago innti af hendi fyrir Seeds fólst aðallega í akstri.Tiago í íslenskri náttúru árið 2016. Hann starfaði við akstur fyrir sjálfboðaliðasamtökin Seeds og kvartaði undan álagi og ótryggum aðstæðum.Þegar málið rataði í fjölmiðla sumarið 2017 var Tiago staddur í Portúgal. Í samtali við fréttastofu lýsti hann því að honum hafi oft verið gert að vinna mun lengri vinnudaga en samningur hans við samtökin kvað á um. Þá hafi bifreiðarnar sem Tiago notaði við sjálfboðastarfið virst ótryggir og í slæmu ásigkomulagi. Fyrir dómi var krafa Tiago sú að hann fengi greidd laun fyrir þá vinnu sem hann hefði unnið fyrir samtökin, á grundvelli meginreglu vinnuréttarins um skyldu atvinnurekanda til að greiða starfsmanni sínum rétt laun fyrir alla þá vinnu sem hann innir af hendi. Þá byggðu sjálfboðaliðasamtökin kröfu sína um sýknu á því að Tiago hafi ekki verið ráðinn til samtakanna sem launaður starfsmaður heldur sjálfboðaliði. Þá séu samtökin ekki fyrirtæki í efnahagslegum rekstri með hagnaðarvon fyrir augum. Auk þess yrði sú vinna sem innt er af hendi í nafni samtakanna ekki unnin ef fólk væri ekki tilbúið að gefa vinnu sína. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að stefnanda, Tiago, hafi ekki tekist að sýna fram á að hann skyldi teljast launamaður í starfsemi Seeds. Því voru samtökin sýknuð af kröfu hans. Dómsmál Tengdar fréttir Launakrafa upp á tvær milljónir á íslensk sjálfboðaliðasamtök Doktorsnemi frá Portúgal leitaði til lögreglu vegna starfa sinna fyrir íslensk sjálfboðaliðasamtök og greindi frá vinnuálagi og ótryggum aðstæðum. Stéttarfélagið Efling gerir tveggja milljóna króna launakröfu á samtökin. 17. júní 2017 07:00 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag sjálfboðaliðasamtökin Seeds á Íslandi af launakröfu portúgalska doktorsnemans Tiago Quintanihla. Krafan sneri að vangoldnum launum og hljóðaði upp á rúmar tvær milljónir króna. Tiago höfðaði í nóvember á síðasta ári, með aðstoð lögfræðinga stéttarfélagsins Eflingar. Þegar Vísir fjallaði um málið sumarið 2017 sögðu forsvarsmenn Eflingar málið vera skýrt dæmi um undirboð á vinnumarkaði. Þegar málið kom upp buðu samtökin Tiago 200.000 krónur en hann hafnaði því. Vinnan sem Tiago innti af hendi fyrir Seeds fólst aðallega í akstri.Tiago í íslenskri náttúru árið 2016. Hann starfaði við akstur fyrir sjálfboðaliðasamtökin Seeds og kvartaði undan álagi og ótryggum aðstæðum.Þegar málið rataði í fjölmiðla sumarið 2017 var Tiago staddur í Portúgal. Í samtali við fréttastofu lýsti hann því að honum hafi oft verið gert að vinna mun lengri vinnudaga en samningur hans við samtökin kvað á um. Þá hafi bifreiðarnar sem Tiago notaði við sjálfboðastarfið virst ótryggir og í slæmu ásigkomulagi. Fyrir dómi var krafa Tiago sú að hann fengi greidd laun fyrir þá vinnu sem hann hefði unnið fyrir samtökin, á grundvelli meginreglu vinnuréttarins um skyldu atvinnurekanda til að greiða starfsmanni sínum rétt laun fyrir alla þá vinnu sem hann innir af hendi. Þá byggðu sjálfboðaliðasamtökin kröfu sína um sýknu á því að Tiago hafi ekki verið ráðinn til samtakanna sem launaður starfsmaður heldur sjálfboðaliði. Þá séu samtökin ekki fyrirtæki í efnahagslegum rekstri með hagnaðarvon fyrir augum. Auk þess yrði sú vinna sem innt er af hendi í nafni samtakanna ekki unnin ef fólk væri ekki tilbúið að gefa vinnu sína. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að stefnanda, Tiago, hafi ekki tekist að sýna fram á að hann skyldi teljast launamaður í starfsemi Seeds. Því voru samtökin sýknuð af kröfu hans.
Dómsmál Tengdar fréttir Launakrafa upp á tvær milljónir á íslensk sjálfboðaliðasamtök Doktorsnemi frá Portúgal leitaði til lögreglu vegna starfa sinna fyrir íslensk sjálfboðaliðasamtök og greindi frá vinnuálagi og ótryggum aðstæðum. Stéttarfélagið Efling gerir tveggja milljóna króna launakröfu á samtökin. 17. júní 2017 07:00 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Launakrafa upp á tvær milljónir á íslensk sjálfboðaliðasamtök Doktorsnemi frá Portúgal leitaði til lögreglu vegna starfa sinna fyrir íslensk sjálfboðaliðasamtök og greindi frá vinnuálagi og ótryggum aðstæðum. Stéttarfélagið Efling gerir tveggja milljóna króna launakröfu á samtökin. 17. júní 2017 07:00