Innlent

Logar enn í glæðum í Hafnarfirði

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Eldur logar enn í iðnaðarhúsnæðinu að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en tekin var sú ákvörðun að miðnætti í gær að hætta slökkvistarfi en Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var þó með vakt á brunavettvangi alla nóttina.
Eldur logar enn í iðnaðarhúsnæðinu að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en tekin var sú ákvörðun að miðnætti í gær að hætta slökkvistarfi en Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var þó með vakt á brunavettvangi alla nóttina. Vísir/Einar Árnason
Eldur logar enn í iðnaðarhúsnæðinu að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en tekin var sú ákvörðun að miðnætti í gær að hætta slökkvistarfi en Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var þó með vakt á brunavettvangi alla nóttina.

Slökkvistarf skilaði ekki tilætluðum árangri og var talið of erfitt fyrir slökkviliðsmenn að aðhafast í svarta myrkri. Ástæðan fyrir því að erfiðlega gengur að slökkva er líklegast sú að mikið af plastefni á brettum er staflað í kjalllara hússins.

Stöðufundur verður tekinn klukkan 10:00, í birtingu, um framhaldið en ekki er hægt að slá því föstu hvenær lögregla fær afhentan brunavettvanginn til rannsóknar. Eyþór Leifsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að það verði allavega ekki fyrr en náðst hefur að slökkva eldinn að fullu.

Vísir/Einar Árnason
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt vegna vatnsveðurs en slökkviliðið sinnti mörgum útköllum vegna vatnstjóns á höfuðborgarsvæðinu.

Á ellefta tímanum á föstudagskvöld var tilkynnt um eldsvoða í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Þá var mikill eldur á efri hæð hússins þar sem Glugga-og hurðasmiðja SB var til húsa. 

Eldurinn breiddist út niður á jarðhæð þar sem fyrirtækið Bindvír var til húsa og þá skemmdust einnig bíll og vinnuvél í brunanum. Slökkviliðið náði að forða því að eldurinn breiddist út í nærliggjandi hús.


Tengdar fréttir

Hættir slökkvistarfi í bili

Tveir slökkviliðsmenn verða með vakt á brunavettvangi í Hafnarfirði í nótt en ekki verður reynt að slökkva eldinn. Aðrir eru farnir að sinna vatnslekum víða um borgina

Stórbruni í Hafnarfirði: „Við verðum þarna í allan dag“

Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×