Sjá einnig: Grande og Davidson slíta trúlofun sinni
Samband Grande og Davidson þróaðist hratt og var parið trúlofað eftir rúmlega mánuð saman. Þau slitu trúlofun sinni fyrir skömmu og er aðeins farið að skvettast upp á vinskapinn ef marka má tíst sem Grande birti á Twitter-reikningi sínum en tístunum hefur nú verið eytt.
Í tístunum ýjaði Grande að því að Davidson væri að nýta sér sambandsslitin til þess að þoka ferli sínum áfram.
„Fyrir einhvern sem segist hata að vera í sviðsljósinu heldur þú ansi fast í það,“ sagði Grande í einu tístinu. „Takk fyrir, næsti,“ stóð svo í næsta tísti.
Þá endurbirti hún grínatriðið ásamt tísti frá aðdáanda hennar sem skrifaði við myndbandið: „SNL er að fara mjólka þessi sambandsslit alveg eins og þau mjólkuðu trúlofunina.“
SNL is about to milk their breakup just like they did with the engagement pic.twitter.com/vWy9cbHKrv
— ً (@knnewagb) 1 November 2018