Smíða pall við skipið til að koma sérfræðingum um borð Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2018 23:45 Skipið Fjordvik við hafnargarðinn í Helguvík. Vísir/Jóhann K. Starfsmenn Köfunarþjónustunnar munu hafa unnið að því í kvöld að byggja pall við sementsflutningaskipið Fjordvik sem rak upp í utanverðan hafnargarð Helguvíkurhafnar í nótt. Munu starfsmennirnir verða að störfum í alla nótt og er vonast til að með því móti verði hægt að koma hollenskum sérfræðingum um borð í skipið á morgun sem munu meta umfang skaðans og segja til um hvað þurfi að gerast til að bjarga skipinu. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, átti fund með fulltrúum Umhverfisstofnunar, hafnaryfirvalda Helguvíkurhafnar og fulltrúum Landhelgisgæslunnar um stöðu mála. Þar var aðgerðaáætlun rædd en Kjartan segir í samtali við Vísi að hún sé ekki fullkomin heldur til bráðabirgða fyrir næstu skref, sem miðar einmitt að því að koma umræddum palli upp við skipið. Hollenskir sérfræðingar, sem starfa fyrir alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í björgun skipa, munu svo fara um borð í skipið til að meta skemmdir og koma með tillögur um mögulegar leiðir til að bjarga skipinu. Kjartan segir ljóst að olíu lekur frá skipinu, það finnist á lyktinni, en óvíst er hvort sement hafi lekið. Það komi væntanlega í ljós á morgun þegar sérfræðingarnir fara um borð í skipið. Krefjandi aðstæður er á vettvangi enda hefur verið mikið hvassviðri í kvöld og því spáð áfram fram undir morgun. Skipið er þó ekki á mikilli hreyfingu við hafnargarðinn, að sögn Kjartans. Strand í Helguvík Tengdar fréttir Mannbjörg í Helguvík þar sem skip strandaði Eriðar aðstæður eru á vettvangi. 3. nóvember 2018 02:06 Sjórinn lemur harkalega á skipsskrokknum - Mikill leki kominn að skipinu Töluverður leki er kominn að birgðaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. 3. nóvember 2018 05:15 15 manns bjargað þegar Fjordvik strandaði Fjórtán manna áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik og hafnsögumanni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í nótt eftir að skipið rak upp í utanverðan hafnargarð Helguvíkurhafnar. 3. nóvember 2018 21:00 Líklega sjór í vélarúminu "Því miður hefur veður farið versnandi og þá er erfiðara að vinna í framhaldinu. Eftir því sem lengri tími líður eru meiri líkur á að farmur eða eldsneyti fari að leka úr því," segir Otti Rafn Sigmarsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík og björgunarstjóri í aðgerðunum í Helguvík. 3. nóvember 2018 09:10 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Starfsmenn Köfunarþjónustunnar munu hafa unnið að því í kvöld að byggja pall við sementsflutningaskipið Fjordvik sem rak upp í utanverðan hafnargarð Helguvíkurhafnar í nótt. Munu starfsmennirnir verða að störfum í alla nótt og er vonast til að með því móti verði hægt að koma hollenskum sérfræðingum um borð í skipið á morgun sem munu meta umfang skaðans og segja til um hvað þurfi að gerast til að bjarga skipinu. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, átti fund með fulltrúum Umhverfisstofnunar, hafnaryfirvalda Helguvíkurhafnar og fulltrúum Landhelgisgæslunnar um stöðu mála. Þar var aðgerðaáætlun rædd en Kjartan segir í samtali við Vísi að hún sé ekki fullkomin heldur til bráðabirgða fyrir næstu skref, sem miðar einmitt að því að koma umræddum palli upp við skipið. Hollenskir sérfræðingar, sem starfa fyrir alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í björgun skipa, munu svo fara um borð í skipið til að meta skemmdir og koma með tillögur um mögulegar leiðir til að bjarga skipinu. Kjartan segir ljóst að olíu lekur frá skipinu, það finnist á lyktinni, en óvíst er hvort sement hafi lekið. Það komi væntanlega í ljós á morgun þegar sérfræðingarnir fara um borð í skipið. Krefjandi aðstæður er á vettvangi enda hefur verið mikið hvassviðri í kvöld og því spáð áfram fram undir morgun. Skipið er þó ekki á mikilli hreyfingu við hafnargarðinn, að sögn Kjartans.
Strand í Helguvík Tengdar fréttir Mannbjörg í Helguvík þar sem skip strandaði Eriðar aðstæður eru á vettvangi. 3. nóvember 2018 02:06 Sjórinn lemur harkalega á skipsskrokknum - Mikill leki kominn að skipinu Töluverður leki er kominn að birgðaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. 3. nóvember 2018 05:15 15 manns bjargað þegar Fjordvik strandaði Fjórtán manna áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik og hafnsögumanni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í nótt eftir að skipið rak upp í utanverðan hafnargarð Helguvíkurhafnar. 3. nóvember 2018 21:00 Líklega sjór í vélarúminu "Því miður hefur veður farið versnandi og þá er erfiðara að vinna í framhaldinu. Eftir því sem lengri tími líður eru meiri líkur á að farmur eða eldsneyti fari að leka úr því," segir Otti Rafn Sigmarsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík og björgunarstjóri í aðgerðunum í Helguvík. 3. nóvember 2018 09:10 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Sjórinn lemur harkalega á skipsskrokknum - Mikill leki kominn að skipinu Töluverður leki er kominn að birgðaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. 3. nóvember 2018 05:15
15 manns bjargað þegar Fjordvik strandaði Fjórtán manna áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik og hafnsögumanni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í nótt eftir að skipið rak upp í utanverðan hafnargarð Helguvíkurhafnar. 3. nóvember 2018 21:00
Líklega sjór í vélarúminu "Því miður hefur veður farið versnandi og þá er erfiðara að vinna í framhaldinu. Eftir því sem lengri tími líður eru meiri líkur á að farmur eða eldsneyti fari að leka úr því," segir Otti Rafn Sigmarsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík og björgunarstjóri í aðgerðunum í Helguvík. 3. nóvember 2018 09:10