Kristján fyrstur í kringum hnöttinn einn á mótorhjóli: „Þetta var ferðalag lífs míns“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2018 11:30 Kristján Gíslason sá heiminn á hjólinu. „Ég er fyrstur til þess að fara einn hringinn í kringum hnöttinn,“ segir Kristján Gíslason sem ferðaðist einn á mótorhjóli í kringum hnöttinn en hann var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kristján fór yfir 48 þúsund kílómetra á hjólinu á ferð sinni. „Það er nú ekki svo að þetta hafi verið einmannalegt. Þú ert alltaf að hitta fólk. Á mótorhjóli er maður svo berskjaldaður að fólk kemur alltaf til þín og vill hjálpa,“ segir Kristján sem fór til 35 landa í fimm heimsálfum. En hvernig gekk Kristjáni að koma hjólinu á milli heimsálfa? „Ég reyndi að undirbúa það áður en ég fór af stað að koma hjólinu á milli en það var bæði allt of dýrt og tímafrekt þannig að reyndin var sú að ég kannaði þetta alltaf á hverjum stað hvaða leið væri best. Þegar ég þurfti að fljúga á milli heimsálfa kaus ég að setja hjólið í flugvélina, annars hefði ég verið miklu lengur á ferðlaginu og kostað mig miklu meira. Það var mjög mikið mál og ég þurfti að taka hjólið í sundur og setja það á bretti. Ég þurfti að byggja utan um brettið, en þetta var meira en þess virði. Þetta var ferðalag lífs míns þegar upp var staðið.“ Hann segist ekki hafa verið lengi á mótorhjóli.Hjólið bilaði aldrei „Ég hoppaði á mótorhjól í fyrsta skipti í ágúst 2012 og síðan fer ég tveimur árum seinna hringinn í kringum hnöttinn,“ segir Kristján sem ferðaðist um á BMW mótorhjóli og bilaði hjólið aldrei alla ferðina. „Bara eðlilegt slit. Ég fór með fjóra dekkjaumganga. Það sprakk hjá mér tvisvar, einu sinni í eyðimörk og það var svona ævintýri eftir á. Ég var búinn að fara á svona hraðnámskeið hjá BMW umboðinu hérna til að læra að skipta um dekk og olíu og annað slíkt.“ Hann segist hafa lent í hættu á leið sinni í kringum hnöttinn en vill þó ekki gera mikið mál um því. „Ég fór 48 þúsund kílómetra og við getum kannski sagt að í 6-800 kílómetra hafi ég farið í gengum víðsjárverð svæði, við getum sagt það. Þá var ég í herfylgd og þau voru mismunandi ógnvekjandi þessi svæði. Það er kannski of langt mál fyrir mig að fara í gengum það en þetta verður sýnt í heimildarmyndinni sem verður í sjónvarpinu í þremur hlutum í lok mánaðarins.“Var fordómafullur maður Hann segir að stóra upplifunin hafi verið hvernig hann fór að sjá heiminn með öðrum augum. „Ein af stórum upplifununum var hversu brenglaða mynd ég hafði af heiminum áður en ég fór af stað. Ég uppgötvaði að ég væri fordómafullur maður og það er erfitt að viðurkenna það en það er líka gott að geta unnið á því. Ég var til að mynda dauðhræddur að fara inn í Írann, ég skalf á beinunum þar á landamærastöðinni. Svo þegar ég er mættur inn í landið hugsaði ég bara, á hvaða plánetu er ég lentur. Ég hef aldrei upplifað eins mikla hjálpsemi, kærleika og bara nefndu það.“ Kristján segist hafa tekið gríðarlega margar ljósmyndir og mörg myndbönd og er heimildarmyndin byggð á þeim en hér að neðan má hlusta á viðtalið við Kristján. Mest lesið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Sjá meira
„Ég er fyrstur til þess að fara einn hringinn í kringum hnöttinn,“ segir Kristján Gíslason sem ferðaðist einn á mótorhjóli í kringum hnöttinn en hann var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kristján fór yfir 48 þúsund kílómetra á hjólinu á ferð sinni. „Það er nú ekki svo að þetta hafi verið einmannalegt. Þú ert alltaf að hitta fólk. Á mótorhjóli er maður svo berskjaldaður að fólk kemur alltaf til þín og vill hjálpa,“ segir Kristján sem fór til 35 landa í fimm heimsálfum. En hvernig gekk Kristjáni að koma hjólinu á milli heimsálfa? „Ég reyndi að undirbúa það áður en ég fór af stað að koma hjólinu á milli en það var bæði allt of dýrt og tímafrekt þannig að reyndin var sú að ég kannaði þetta alltaf á hverjum stað hvaða leið væri best. Þegar ég þurfti að fljúga á milli heimsálfa kaus ég að setja hjólið í flugvélina, annars hefði ég verið miklu lengur á ferðlaginu og kostað mig miklu meira. Það var mjög mikið mál og ég þurfti að taka hjólið í sundur og setja það á bretti. Ég þurfti að byggja utan um brettið, en þetta var meira en þess virði. Þetta var ferðalag lífs míns þegar upp var staðið.“ Hann segist ekki hafa verið lengi á mótorhjóli.Hjólið bilaði aldrei „Ég hoppaði á mótorhjól í fyrsta skipti í ágúst 2012 og síðan fer ég tveimur árum seinna hringinn í kringum hnöttinn,“ segir Kristján sem ferðaðist um á BMW mótorhjóli og bilaði hjólið aldrei alla ferðina. „Bara eðlilegt slit. Ég fór með fjóra dekkjaumganga. Það sprakk hjá mér tvisvar, einu sinni í eyðimörk og það var svona ævintýri eftir á. Ég var búinn að fara á svona hraðnámskeið hjá BMW umboðinu hérna til að læra að skipta um dekk og olíu og annað slíkt.“ Hann segist hafa lent í hættu á leið sinni í kringum hnöttinn en vill þó ekki gera mikið mál um því. „Ég fór 48 þúsund kílómetra og við getum kannski sagt að í 6-800 kílómetra hafi ég farið í gengum víðsjárverð svæði, við getum sagt það. Þá var ég í herfylgd og þau voru mismunandi ógnvekjandi þessi svæði. Það er kannski of langt mál fyrir mig að fara í gengum það en þetta verður sýnt í heimildarmyndinni sem verður í sjónvarpinu í þremur hlutum í lok mánaðarins.“Var fordómafullur maður Hann segir að stóra upplifunin hafi verið hvernig hann fór að sjá heiminn með öðrum augum. „Ein af stórum upplifununum var hversu brenglaða mynd ég hafði af heiminum áður en ég fór af stað. Ég uppgötvaði að ég væri fordómafullur maður og það er erfitt að viðurkenna það en það er líka gott að geta unnið á því. Ég var til að mynda dauðhræddur að fara inn í Írann, ég skalf á beinunum þar á landamærastöðinni. Svo þegar ég er mættur inn í landið hugsaði ég bara, á hvaða plánetu er ég lentur. Ég hef aldrei upplifað eins mikla hjálpsemi, kærleika og bara nefndu það.“ Kristján segist hafa tekið gríðarlega margar ljósmyndir og mörg myndbönd og er heimildarmyndin byggð á þeim en hér að neðan má hlusta á viðtalið við Kristján.
Mest lesið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun