Lífið

Ósk og Aron trúlofuðu sig á karókístað í Marokkó: „Við sögðum já“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ósk og Aron hafa verið ástfangin í nokkra mánuði.
Ósk og Aron hafa verið ástfangin í nokkra mánuði.

Fjölmiðlakonan Ósk Gunnarsdóttir og Aron Þór Leifsson trúlofuðu sig á karókístað í Marrakech í Marokkó í nótt. Þar er parið saman í fríi.

Aron Þór er menntaður stjórnmálafræðingur og leikstjóri en starfar sem viðskiptastjóri. Ósk hefur í gegnum tíðina unnið á FM957 og Stöð 2. 

Ósk greinir frá þessu á Facebook og segir: „Við sögðum já.“

Hún birtir mynd af þeim tveimur með servíettuhringa. Ósk og Aron hafa verið góðir vinir í tíu ár en ástfangin í nokkra mánuði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.