Mættu með sjö hugmyndir á Café Paris Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2018 16:30 Daníel Andri Pétursson og Egill Fannar Halldórsson. Viðskiptafélagarnir og bestu vinirnir Daníel Andri Pétursson og Egill Fannar Halldórsson ákváðu strax á táningsárum að þeir ætluðu ekki að feta sömu braut og ótal margir aðrir, halda í frekara nám og sækja um vinnu. Þvert á móti klæjaði þeim í fingurna að skapa sitt eigið og stofna rekstur í kringum hugmyndirnar sem þeir gengu með í höfðinu. Í dag, fimm árum eftir útskrift úr Menntaskólanum við Sund, reka þeir tvö fyrirtæki á talsverðri siglingu og eru með nokkurn fjölda fólks í vinnu. „Við ákváðum að hittast einu sinni í viku á Café Paris, fá okkur kaffi og báðir myndum við mæta með fimm hugmyndir, eða sjö hugmyndir að „bissness“,“ segir Daníel. „Þetta var mjög einbeittur brotavilji að fara út í „bissness“ saman, við vorum alltaf að hittast og ræða einhverjar hugmyndir. Það voru margar lélegar sem komu upp, en nokkrar góðar líka,“ segir Egill.Byrjaði sem djamm á launum Þeir voru hins vegar nokkuð fljótir að ná flugi með fyrsta alvöru reksturinn, ferðaþjónustufyrirtækið Wake Up Reykjavík – sem gerir út á borgarrölt, matar- og næturlífstúra fyrir ferðamenn, sem hefur sprungið út síðustu misseri. „Ég held að það hafi ekki verið nein brjáluð bissness pæling á bak við það, hugmyndin er svolítið bara, eða var hugmyndin ekki að það væri gaman að djamma á launum?“ segir Egill. „Það byrjaði þannig, sem hljómar hræðilega,“ segir Daníel. Fljótlega þróaðist hugmyndin þó yfir í meiri alvöru, en fyrstu mánuðina héldu þeir félagar starfseminni uppi sjálfir, fóru með marga hópa á flakk um borgina í hverri viku og tóku sjaldan frí.Farnir að búa til mikla peninga um helgar „Eftir hark í eitt tvö ár sáum við að við vorum farnir að búa til góðan pening um helgar á að fara á djammið með liði. Þá fórum við að hugsa, ókei, við erum að búa til pening tvo daga í viku á kvöldin og sjáum að við þurfum að búa til eitthvað á móti því. Þá förum við út í að gera matartúra líka og erum að búa til pening á kvöldin og á daginn, en í dag erum við með kvöld- og dagstúra alla daga ársins,“ segir Egill. Þeir koma þó mun minna að rekstrinum sjálfir í dag, enda eru starfsmenn fyrirtækisins jafnan á bilinu tíu til fimmtán. Á meðan sinna þeir uppbyggingu annars fyrirtækis á allt öðru sviði, Gorilla House, sem sér um ýmiss konar lagerlausnir fyrir netverslanir.Leystu vandamálið sem þeir sáu í netverslanarekstri „Við höfðum lengi séð fyrir okkur að fara yfir í „retail“ líka, fengið margar hugmyndir en aldrei tekið skrefið. Við áttuðum okkur á því að það er þessi hausverkur sem þú þarft að eiga við. Þú þarft að vera með lager og sjá einhvern veginn um það, pakka því og koma út á pósthús,“ segir Daníel. „Þetta er svona eiginlega það sem okkur fannst ekki nógu sexí við að vera með netverslun, okkur fannst þetta vanta,“ segir Egill. Í náinni framtíð stendur því til að stækka fyrirtækið auk þess að vinna að fleiri verkefnum, þ.á.m. Podcast útvarpsþætti. Þeir hafa þegar ráðið einn starfsmann í lagerhúsnæðið, en sjá fyrir sér mikla stækkunarmöguleika næstu misserin.Það er ekki úr vegi að spyrja, hvernig fara menn að því að reka tvö svona gjörólík fyrirtæki 25 ára gamlir?„Fyrst og fremst þá þarf fólk að láta vaða, taka af skarið.“Daníel og Egill voru meðal viðmælenda Íslands í dag í gærkvöldi, en innslagið má sjá hér að neðan Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Viðskiptafélagarnir og bestu vinirnir Daníel Andri Pétursson og Egill Fannar Halldórsson ákváðu strax á táningsárum að þeir ætluðu ekki að feta sömu braut og ótal margir aðrir, halda í frekara nám og sækja um vinnu. Þvert á móti klæjaði þeim í fingurna að skapa sitt eigið og stofna rekstur í kringum hugmyndirnar sem þeir gengu með í höfðinu. Í dag, fimm árum eftir útskrift úr Menntaskólanum við Sund, reka þeir tvö fyrirtæki á talsverðri siglingu og eru með nokkurn fjölda fólks í vinnu. „Við ákváðum að hittast einu sinni í viku á Café Paris, fá okkur kaffi og báðir myndum við mæta með fimm hugmyndir, eða sjö hugmyndir að „bissness“,“ segir Daníel. „Þetta var mjög einbeittur brotavilji að fara út í „bissness“ saman, við vorum alltaf að hittast og ræða einhverjar hugmyndir. Það voru margar lélegar sem komu upp, en nokkrar góðar líka,“ segir Egill.Byrjaði sem djamm á launum Þeir voru hins vegar nokkuð fljótir að ná flugi með fyrsta alvöru reksturinn, ferðaþjónustufyrirtækið Wake Up Reykjavík – sem gerir út á borgarrölt, matar- og næturlífstúra fyrir ferðamenn, sem hefur sprungið út síðustu misseri. „Ég held að það hafi ekki verið nein brjáluð bissness pæling á bak við það, hugmyndin er svolítið bara, eða var hugmyndin ekki að það væri gaman að djamma á launum?“ segir Egill. „Það byrjaði þannig, sem hljómar hræðilega,“ segir Daníel. Fljótlega þróaðist hugmyndin þó yfir í meiri alvöru, en fyrstu mánuðina héldu þeir félagar starfseminni uppi sjálfir, fóru með marga hópa á flakk um borgina í hverri viku og tóku sjaldan frí.Farnir að búa til mikla peninga um helgar „Eftir hark í eitt tvö ár sáum við að við vorum farnir að búa til góðan pening um helgar á að fara á djammið með liði. Þá fórum við að hugsa, ókei, við erum að búa til pening tvo daga í viku á kvöldin og sjáum að við þurfum að búa til eitthvað á móti því. Þá förum við út í að gera matartúra líka og erum að búa til pening á kvöldin og á daginn, en í dag erum við með kvöld- og dagstúra alla daga ársins,“ segir Egill. Þeir koma þó mun minna að rekstrinum sjálfir í dag, enda eru starfsmenn fyrirtækisins jafnan á bilinu tíu til fimmtán. Á meðan sinna þeir uppbyggingu annars fyrirtækis á allt öðru sviði, Gorilla House, sem sér um ýmiss konar lagerlausnir fyrir netverslanir.Leystu vandamálið sem þeir sáu í netverslanarekstri „Við höfðum lengi séð fyrir okkur að fara yfir í „retail“ líka, fengið margar hugmyndir en aldrei tekið skrefið. Við áttuðum okkur á því að það er þessi hausverkur sem þú þarft að eiga við. Þú þarft að vera með lager og sjá einhvern veginn um það, pakka því og koma út á pósthús,“ segir Daníel. „Þetta er svona eiginlega það sem okkur fannst ekki nógu sexí við að vera með netverslun, okkur fannst þetta vanta,“ segir Egill. Í náinni framtíð stendur því til að stækka fyrirtækið auk þess að vinna að fleiri verkefnum, þ.á.m. Podcast útvarpsþætti. Þeir hafa þegar ráðið einn starfsmann í lagerhúsnæðið, en sjá fyrir sér mikla stækkunarmöguleika næstu misserin.Það er ekki úr vegi að spyrja, hvernig fara menn að því að reka tvö svona gjörólík fyrirtæki 25 ára gamlir?„Fyrst og fremst þá þarf fólk að láta vaða, taka af skarið.“Daníel og Egill voru meðal viðmælenda Íslands í dag í gærkvöldi, en innslagið má sjá hér að neðan
Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira