Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Stéttarfélög segja ákvörðun Seðlabankans um hækkun stýrivaxta gríðarleg vonbrigði. Forysta ASÍ segir ákvörðunina ekki auðvelda að sátt náist í komandi kjaraviðræðum og formaður VR segir hækkunina fela í sér stríðsyfirlýsingu við verkalýðshreyfinguna. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Einnig fjöllum við ítarlega um niðurstöður kosninga í Bandaríkjunum en bæði demókratar og forsetinn fagna úrslitunum. Við segjum frá kostnaði borgarinnar við að gera Mathöll á Hlemmi en lágt leiguverð hefur verið gagnrýnt í dag. Við skoðum einnig aðstæður í kirkjugarðinum á Suðurgötu en umsjónarmaður segir niðurskurð til kirkjugarðanna bitna á umhirðu leiða og legsteina.

Við fjöllum um nýja atvinnustefnu Samtaka iðnaðarins, um atvinnuþátttöku barna og unglinga á Íslandi og erum að sjálfsögðu viðstödd opnunarhátíð Iceland Airwaves.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.