Flugfreyjuhatturinn á hilluna eftir 36 ár: Kynntist Rod Stewart og Freddie Mercury Stefán Árni Pálsson skrifar 8. nóvember 2018 10:30 Brynja Nordquist vann hjá Flugleiðum og Icelandair. „Ég byrjaði fyrst árið 1979 um sumar. Þá sá ég auglýsingu í blaðinu og við tókum okkur saman nokkrar vinkonur úr Módel 79, sem voru svona sýningarsamtök, að sækja um. Við sóttum um og ég flaug inn. Ég fór í erfitt inntökupróf að mér fannst og rúllaði því upp,“ segir flugfreyjan Brynja Nordquist sem hefur lagt hattinn á hilluna eftir 36 ár í starfi hjá Flugleiðum og Icelandair. „Þetta var þegar DC-10 vélin var í notkun en svo komu upp gallar í vélinni og því var öllum nýliðum sagt upp. Svo byrjaði ég aftur áramótin 84-85 svo þetta eru komin 36 ár.“Heldur þú að þú munir sakna þess að fljúga?„Nei ég held ekki. Ég er bara búin með þennan part í mínu lífi en ég veit að barnabarnið er leiður yfir því að geta ekki farið með ömmu í stopp.“ Brynja var þekkt módel þegar hún byrjaði að fljúga og segir hún að sumir hafi litið á starfið sem framlengingu á módelstarfinu enda huggulegar ungar stúlkur oft ráðnar.Eftir 36 ár í starfi er Brynja hætt.„Það var alveg þannig. Þú varst að sýna þig fyrir framan stóran hóp af fólki. Ég meina þetta voru 230-240 manns. Þú varst að horfa í augun á fólki og ég var þannig að ég gaf fólki athygli og ég tók alveg eftir því að ég fékk bros á móti. Þetta þótti á þeim tíma, að mér finnst, flott og stelpur voru að líta upp til þess að vera flugfreyjur. Auðvitað var ég alveg stolt af minni vinnu og hef alltaf verið.“ Brynja segir að flugfreyjustéttin sé mjög vel menntuð stétt. „Við erum með allskonar fólk. Við erum með lækna, við erum með hjúkrunarkonur, við erum með lögfræðinga, sálfræðinga og ég get endalaust talið upp,“ segir Brynja sem hefði mátt vera tveimur árum lengur í starfi eða til 67 ára. „Ég bara nenni ekki og get ekki verið í þessum stoppum og ég er búin að fá nóg af New York. Þegar ég var yngri var ég endalaust að fara úr midtown og niður í downtown en ég dag kem ég bara út í mannþröngina og ég hugsa bara, ég get þetta ekki. Þetta er allt of mikið af fólki fyrir mig. Ég er orðin þannig að ég get ekki of mikið af fólki.“Brynja elskaði að skemmta sér í New York en núna finnst henni of mikið af fólki í borginni.Hún segist hafa farið út á lífið í borginni á sínum tíma og skemmt sér með helstu stjörnum heims á skemmtistaðnum Studio 54. „Við hittum fullt af frægu fólki og bara eins og litlar vitlausar íslenskar stelpur þá fórum við í allskonar partý. Ég hitti til dæmir Norman Miller rithöfund og við fórum heim til hans. Ég hef aldrei séð annað eins bókasafn. Ég hitti Rod Stewart og Freddie Mercury. Ég hitti Mercury í London þegar við vorum í raun að vinna saman í Kengsington Market og þetta var áður en hann varð frægur og var bara að byrja að syngja,“ segir Brynja en stjörnurnar voru fleiri sem hún hékk með á ferðalögum sínum eins og Frank Sinatra. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi fer Brynja yfir ferilinn, segir frá öllum glamúrnum, djamminu með Rod Stewart, Freddie Mercury og öllum hinum stjörnunum og hvernig flugið hefur breyst síðustu áratugina. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Fleiri fréttir Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Sjá meira
„Ég byrjaði fyrst árið 1979 um sumar. Þá sá ég auglýsingu í blaðinu og við tókum okkur saman nokkrar vinkonur úr Módel 79, sem voru svona sýningarsamtök, að sækja um. Við sóttum um og ég flaug inn. Ég fór í erfitt inntökupróf að mér fannst og rúllaði því upp,“ segir flugfreyjan Brynja Nordquist sem hefur lagt hattinn á hilluna eftir 36 ár í starfi hjá Flugleiðum og Icelandair. „Þetta var þegar DC-10 vélin var í notkun en svo komu upp gallar í vélinni og því var öllum nýliðum sagt upp. Svo byrjaði ég aftur áramótin 84-85 svo þetta eru komin 36 ár.“Heldur þú að þú munir sakna þess að fljúga?„Nei ég held ekki. Ég er bara búin með þennan part í mínu lífi en ég veit að barnabarnið er leiður yfir því að geta ekki farið með ömmu í stopp.“ Brynja var þekkt módel þegar hún byrjaði að fljúga og segir hún að sumir hafi litið á starfið sem framlengingu á módelstarfinu enda huggulegar ungar stúlkur oft ráðnar.Eftir 36 ár í starfi er Brynja hætt.„Það var alveg þannig. Þú varst að sýna þig fyrir framan stóran hóp af fólki. Ég meina þetta voru 230-240 manns. Þú varst að horfa í augun á fólki og ég var þannig að ég gaf fólki athygli og ég tók alveg eftir því að ég fékk bros á móti. Þetta þótti á þeim tíma, að mér finnst, flott og stelpur voru að líta upp til þess að vera flugfreyjur. Auðvitað var ég alveg stolt af minni vinnu og hef alltaf verið.“ Brynja segir að flugfreyjustéttin sé mjög vel menntuð stétt. „Við erum með allskonar fólk. Við erum með lækna, við erum með hjúkrunarkonur, við erum með lögfræðinga, sálfræðinga og ég get endalaust talið upp,“ segir Brynja sem hefði mátt vera tveimur árum lengur í starfi eða til 67 ára. „Ég bara nenni ekki og get ekki verið í þessum stoppum og ég er búin að fá nóg af New York. Þegar ég var yngri var ég endalaust að fara úr midtown og niður í downtown en ég dag kem ég bara út í mannþröngina og ég hugsa bara, ég get þetta ekki. Þetta er allt of mikið af fólki fyrir mig. Ég er orðin þannig að ég get ekki of mikið af fólki.“Brynja elskaði að skemmta sér í New York en núna finnst henni of mikið af fólki í borginni.Hún segist hafa farið út á lífið í borginni á sínum tíma og skemmt sér með helstu stjörnum heims á skemmtistaðnum Studio 54. „Við hittum fullt af frægu fólki og bara eins og litlar vitlausar íslenskar stelpur þá fórum við í allskonar partý. Ég hitti til dæmir Norman Miller rithöfund og við fórum heim til hans. Ég hef aldrei séð annað eins bókasafn. Ég hitti Rod Stewart og Freddie Mercury. Ég hitti Mercury í London þegar við vorum í raun að vinna saman í Kengsington Market og þetta var áður en hann varð frægur og var bara að byrja að syngja,“ segir Brynja en stjörnurnar voru fleiri sem hún hékk með á ferðalögum sínum eins og Frank Sinatra. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi fer Brynja yfir ferilinn, segir frá öllum glamúrnum, djamminu með Rod Stewart, Freddie Mercury og öllum hinum stjörnunum og hvernig flugið hefur breyst síðustu áratugina. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Fleiri fréttir Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Sjá meira