Innlent

Kajakaræðara tókst að synda í land eftir að hafa lent í vandræðum í Hvalfirði

Birgir Olgeirsson skrifar
Björgunarsveitarmenn frá Akranesi og höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir út.
Björgunarsveitarmenn frá Akranesi og höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir út. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir og Landhelgisgæslan voru kallaðar út vegna kajakræðara í vanda í Hvalfirði. Um var að ræða konu sem komst í vandræði á kajak um 200 metra utan við Búðasand en henni tókst að synda í land og hættan liðin hjá að sögn björgunaraðila.

Mikill viðbúnaður var vegna útkallsins, björgunarsveitir frá höfuðborgarsvæðinu og Akranesi kallaðar sem og björgunarbátur Landhelgisgæslunnar Óðinn ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.