Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem aldrei hefur verið með virka krabbameinsáætlun sem bitnar á gæðum þjónustunnar við sjúklinga. Áætlunin sem hefur verið í vinnslu í mörg ár strandar hjá heilbrigðisráðherra. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Einnig segjum við frá því að lögregla rannsaki hvarf Hauks Hilmarssonar í Sýrlandi sem mannshvarf en utanríkisráðherra segir að borgaraþjónustuþætti málsins sé lokið.

Í fréttatímanum ræðum við einnig við seðlabankastjóra sem segir raunvexti enn mjög lága á Íslandi í sögulegu samhengi þrátt fyrir vaxtahækkunina í gær. Við segjum svo frá umræðu á þingi um bága stöðu drengja í íslensku samfélagi og við skoðum sumarhús við Elliðavatn sem eru í niðurníðslu.

Það verður líka slegið á létta strengi og munum við bæði hitta bandarískan vísindamann sem segir nauðsynlegt að leika sér í vinnunni og við hittum hagyrðinga sem koma saman í kvöld.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×