Innlent

Ferðamaður greiddi 210 þúsund krónur vegna hraðaksturs

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í vikunni erlendan ferðamann sem ók Reykjanesbrautina á 141 km hraða. Hámarkshraði þar er 90 km á klukkustund og þurfti ferðamaðurinn að greiða 210 þúsund krónur í sekt. Annar erlendur ferðamaður þurfti að greiða 180 þúsund krónur í sekt vegna ölvunaraksturs.

Sá var að koma frá Reykjavík og á leiðinni á flugvöllinn þegar hann var stöðvaður. Mikið áfengismagn mældist í honum.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að Einn ferðamaður til viðbótar hafi verið grunaður um ölvunarakstur. Hann var þó undir mörkunum og var sleppt. Þá kom þrisvar sinnum fyrir í vikunni að tjónvaldar í umferðaróhöppum stungu af vettvangi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.