Lífið

Lét draum sinn verða að veruleika og flutti til Íslands

Stefán Árni Pálsson skrifar
Benjamin hefur búið hér í fimm ár.
Benjamin hefur búið hér í fimm ár.
Benjamin Hardman er Ástrali sem flutti til Íslands fyrir fimm árum. Hann kom til Íslands til að elta drauminn sinn að búa hér á landi og taka ljósmyndir.Benjamin menntaði sig í fjármálum og endurskoðun, kláraði námið en ákvað að venda sínu kvæði í kross og flutti til Íslands árið 2013. Hann er búinn að búa á Íslandi síðastliðin fimm ár og segist elska landið.„Ég ólst upp í miklum hita í Ástralíu og hafði aldrei komið í svona kalt loftslag þegar ég kom fyrst til Íslands. Ég hafði aldrei áður séð snjó eða jökla. Fljótlega eftir að ég kom til Íslands áttaði ég mig á því að þetta var staðurinn sem ég vildi búa á og hér er ég enn fimm árum seinna,” segir Benjamin.„Ég elska að ferðast um Ísland og taka myndir. Íslensk náttúra er alveg einstök og birtan einnig. Fegurðin er mögnuð hvort sem ég keyri um landið eða flýg yfir það. Ég er alltaf að sjá nýja og fallega staði þar sem samspil náttúru og birtu er alveg ótrúlegt,” segir Benjamin.Hér að neðan má sjá myndband þar sem sjá má Benjamin ferðast bæði í lofti og á landi um Ísland og segir frá þeim miklu áhrifum sem íslensk náttúra hefur á hann.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.