Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Stefán Hrafn Jónsson, prófessor í félagsfræði, segir stjórnvöld þurfa að setja skýra fjölskyldustefnu ef vilji er til að fjölga landsmönnum áfram eða taka á móti fleiri innflytjendum. Rætt er við Stefán Hrafn í kvöldfréttum Stöðvar 2 af tilefni nýrrar skýrslu um frjósemi á heimsvísu en hún hefur lækkað um helming á sjötíu árum.

Við fjöllum einnig um skelfilegt mál frá Svíþjóð en þar hefur tólf ára drengs með Downs-heilkenni verið leitað í þrjá daga. Nú síðdegis fann lögreglan lík sem hún telur vera af drengnum og rannsakar málið sem mannrán.

Við fjöllum um nýja rannsókn sem segir meirihluta landsmanna fylgjandi friðlýsingu miðhálendisins og förum á umhverfisþing sem haldið var í dag þar sem þessi mál voru rædd. Við ræðum við nokkra unga framhaldsskóladrengi sem taka undir það að skoða þurfi stöðu og líðan íslenkra drengja, en benda á að bæði kyn þurfi meira aðhald og stuðning.

Einnig leikum við okkur í nýrri Íslendingabók þar sem við komumst meðal annars að því að karlalandsliðið í fótbolta og íslenska ríkisstjórnin eru komin af sömu konunni sem var lausaleiksbarn biskups á Hólum. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi kl. 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.