Innlent

Flutt alvarlega slösuð til Reykjavíkur eftir umferðarslys í Víkurskarði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Jepplingur sem konan var á valt í skarðinu.
Jepplingur sem konan var á valt í skarðinu. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst í dag kl. 13:52 tilkynning um umferðarslys í Víkurskarði. Ökumaðurinn, kona á sjötugsaldri, var ein í bílnum og var hún flutt alvarlega slösuð með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Jepplingur sem konan var á hafnaði utan vegar og valt austan megin í skarðinu. Hún var fyrst flutt með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar og þaðan til Reykjavíkur, þar eð meiðsl hennar eru talin alvarleg.

Unnið er að rannsókn á tildrögum slyssins en engar niðurstöður liggja fyrir að svö stöddu, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.