„Við treystum á Ísland” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. október 2018 20:20 Norskur lagaprófessor segist vona að Íslendingar hafni þriðja orkupakkanum svokallaða en það muni leiða til þess að Noregur samþykki hann ekki heldur. Ekki eru allir sammála gagnrýni prófessorsins en höfundur greinagerðar um áhrif orkupakkans telur að innleiðing hans hér á landi feli ekki í sér grundvallarfrávik frá núverandi stefnu í raforkumálum. Þingmaður Vinstri grænna segir eðlilegt að Alþingi taki sér góðan tíma til að fjalla um málið. Í einfölduðu máli er um að ræða uppfærslu á raforkulöggjöf Evrópusambandsins sem íslensk raforkulöggjöf í megindráttum byggir á nú þegar á grundvelli EES-samningsins. Meðal nýmæla í þriðja orkupakkanum sem geta varðað Ísland eru til að mynda auknar valdheimildir innlendra eftirlitsaðila, þá Orkustofnunar, og aukið sjálfstæði hennar. Þá verði sett á fót evrópsk samstarfsstofnun um raforkumál og valdheimildir hennar fengnar eftirlitsstofnun EFTA. Ekki eru allir á sama máli um hvaða áhrif nákvæmlega það muni hafa fyrir Ísland að innleiða orkupakknn. Einn þeirra sem hefur lýst efasemdum um ágæti hans er Peter T. Örebech, norskur lagaprófessor við háskólann í Tromsö en hann flutti erindi á málfundi í Háskóla Íslands í dag þar sem málefnið var til umfjöllunar.Peter T. Örebech lagaprófessor.Vísir/skjáskot„Grundvallarspurningin er hver á að hafa stjórn á náttúruauðlindum, hver eigi að fá að ráða yfir náttúruauðlindunum? EES-ríkin þrjú verða að samþykkja löggjöfina til að innleiða orkupakkann. Ef Ísland segir nei þá þýðir það að Noregur segi líka nei svo við treystum á Ísland,” segir Örebech en að hans sögn hefur málið verið afar umdeilt í norska þinginu og tókst ekki að afgreiða það fyrir sumarhlé á síðasta þingi líkt og til stóð. Hann hefur harðlega gagnrýnt greinargerð sem lögmaðurinn Birgir Tjörvi Pétursson vann að beiðni iðnaðarráðherra um þriðja orkupakkann. „Niðurstaðan í minni greinargerð um þriðja orkupakkann er sú að hann feli ekki í sér grundvallarfrávik frá þeirri stefnumörkun sem að íslensk stjórnvöld hafa markað á síðustu tuttugu árum eða svo í raforkumálum og einkum þá með hliðsjón af EES-samningnum,” segir Birgir Tjörvi.Birgir Tjörvi Pétursson lögmaður.Vísir/skjáskotGagnrýnendur hafa jafnframt óttast að innleiðing orkupakkans geti þýtt að Íslendingum beri að tengjast innri raforkumarkaði Evrópu um sæstreng. Það telur Birgir Tjörvi aftur á móti vera langsótt og sömuleiðis hvað varðar framsal fullveldis yfir náttúruauðlindum. „Ég get ekki tekið undir þau sjónarmið,” segir Birgir Tjörvi.Vinstri græn setja fyrirvara um raforkulöggjöfina Málið verður lagt fyrir Alþingi í febrúar en Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna sem á sæti í atvinnuveganefnd, segir eðlilegt að þingið gefi sér góðan tíma til að fjalla um málið. En hvers vegna telur hann innleiðingu þriðja orkupakkans vera svo umdeilda í ljósi þess að íslensk raforkulöggjöf hefur um árabil verið byggð á EES-löggjöf? „Já það er góð spurning. Við í Vinstri grænum höfum sett fyrirvara við raforkulöggjöfina alveg frá upphafi og bent á það að Ísland er einangruð í orkulegu tilliti. Þetta snýr að tengingum á milli landa, þessi þriðji orkupakki, þannig að stærsti hluti hans myndi ekki hafa nein áhrif hér fyrr en og þá ef það verður einhver tenging á milli landa,” segir Kolbeinn.Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG.Vísir/skjáskot Tengdar fréttir Lítil áhrif á Íslendinga nema lagður verði sæstrengur Þriðji orkupakkinn svokallaði hefur ekki áhrif á hagsmuni Íslendinga á meðan engin orka er flutt yfir landamæri að mati sérfræðings í auðlindarétti. Lagaprófessor í Osló segir deilur um málið þar í landi að miklu leyti byggðar á misskilningi. 13. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira
Norskur lagaprófessor segist vona að Íslendingar hafni þriðja orkupakkanum svokallaða en það muni leiða til þess að Noregur samþykki hann ekki heldur. Ekki eru allir sammála gagnrýni prófessorsins en höfundur greinagerðar um áhrif orkupakkans telur að innleiðing hans hér á landi feli ekki í sér grundvallarfrávik frá núverandi stefnu í raforkumálum. Þingmaður Vinstri grænna segir eðlilegt að Alþingi taki sér góðan tíma til að fjalla um málið. Í einfölduðu máli er um að ræða uppfærslu á raforkulöggjöf Evrópusambandsins sem íslensk raforkulöggjöf í megindráttum byggir á nú þegar á grundvelli EES-samningsins. Meðal nýmæla í þriðja orkupakkanum sem geta varðað Ísland eru til að mynda auknar valdheimildir innlendra eftirlitsaðila, þá Orkustofnunar, og aukið sjálfstæði hennar. Þá verði sett á fót evrópsk samstarfsstofnun um raforkumál og valdheimildir hennar fengnar eftirlitsstofnun EFTA. Ekki eru allir á sama máli um hvaða áhrif nákvæmlega það muni hafa fyrir Ísland að innleiða orkupakknn. Einn þeirra sem hefur lýst efasemdum um ágæti hans er Peter T. Örebech, norskur lagaprófessor við háskólann í Tromsö en hann flutti erindi á málfundi í Háskóla Íslands í dag þar sem málefnið var til umfjöllunar.Peter T. Örebech lagaprófessor.Vísir/skjáskot„Grundvallarspurningin er hver á að hafa stjórn á náttúruauðlindum, hver eigi að fá að ráða yfir náttúruauðlindunum? EES-ríkin þrjú verða að samþykkja löggjöfina til að innleiða orkupakkann. Ef Ísland segir nei þá þýðir það að Noregur segi líka nei svo við treystum á Ísland,” segir Örebech en að hans sögn hefur málið verið afar umdeilt í norska þinginu og tókst ekki að afgreiða það fyrir sumarhlé á síðasta þingi líkt og til stóð. Hann hefur harðlega gagnrýnt greinargerð sem lögmaðurinn Birgir Tjörvi Pétursson vann að beiðni iðnaðarráðherra um þriðja orkupakkann. „Niðurstaðan í minni greinargerð um þriðja orkupakkann er sú að hann feli ekki í sér grundvallarfrávik frá þeirri stefnumörkun sem að íslensk stjórnvöld hafa markað á síðustu tuttugu árum eða svo í raforkumálum og einkum þá með hliðsjón af EES-samningnum,” segir Birgir Tjörvi.Birgir Tjörvi Pétursson lögmaður.Vísir/skjáskotGagnrýnendur hafa jafnframt óttast að innleiðing orkupakkans geti þýtt að Íslendingum beri að tengjast innri raforkumarkaði Evrópu um sæstreng. Það telur Birgir Tjörvi aftur á móti vera langsótt og sömuleiðis hvað varðar framsal fullveldis yfir náttúruauðlindum. „Ég get ekki tekið undir þau sjónarmið,” segir Birgir Tjörvi.Vinstri græn setja fyrirvara um raforkulöggjöfina Málið verður lagt fyrir Alþingi í febrúar en Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna sem á sæti í atvinnuveganefnd, segir eðlilegt að þingið gefi sér góðan tíma til að fjalla um málið. En hvers vegna telur hann innleiðingu þriðja orkupakkans vera svo umdeilda í ljósi þess að íslensk raforkulöggjöf hefur um árabil verið byggð á EES-löggjöf? „Já það er góð spurning. Við í Vinstri grænum höfum sett fyrirvara við raforkulöggjöfina alveg frá upphafi og bent á það að Ísland er einangruð í orkulegu tilliti. Þetta snýr að tengingum á milli landa, þessi þriðji orkupakki, þannig að stærsti hluti hans myndi ekki hafa nein áhrif hér fyrr en og þá ef það verður einhver tenging á milli landa,” segir Kolbeinn.Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG.Vísir/skjáskot
Tengdar fréttir Lítil áhrif á Íslendinga nema lagður verði sæstrengur Þriðji orkupakkinn svokallaði hefur ekki áhrif á hagsmuni Íslendinga á meðan engin orka er flutt yfir landamæri að mati sérfræðings í auðlindarétti. Lagaprófessor í Osló segir deilur um málið þar í landi að miklu leyti byggðar á misskilningi. 13. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira
Lítil áhrif á Íslendinga nema lagður verði sæstrengur Þriðji orkupakkinn svokallaði hefur ekki áhrif á hagsmuni Íslendinga á meðan engin orka er flutt yfir landamæri að mati sérfræðings í auðlindarétti. Lagaprófessor í Osló segir deilur um málið þar í landi að miklu leyti byggðar á misskilningi. 13. ágúst 2018 21:00