HR ætlar í hart í máli Kristins Sigurjónssonar Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2018 10:57 Kristinn Sigurjónsson hefur lýst brottrekstri sínum sem áfalli, hann varð 64 ára á dögunum og sér ekki fram á að finna sér vinnu. visir/vilhelm Erindi Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lögmanns Kristins Sigurjónssonar fyrrverandi lektors við Háskóla Reykjavíkur, þess efnis að brottvísun Kristins verði dregin til baka, hefur verið hafnað. Mál Kristins hefur vakið mikla athygli og dregið dilk á eftir sér. Brottrekstur Kristins var fyrirvaralaus og ástæðan voru ummæli sem hann birti í lokuðum Facebookhópi sem heitir Karlmennskan, á þá leið að karlar gætu vart orðið um frjálst höfuð strokið, konur „eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“.Hatröm umræða Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, svaraði lengstum ekki erindi Jóns Steinars en sendi frá sér opinbera yfirlýsingu þar sem fram kom að hann ætlaði ekki að tjá sig um málið, en sagði þó að hatur á grundvelli kynferðis ekki liðið innan veggja skólans.Jón Steinar og Ari Kristinn. Nú bendir flest til þess að þeirtveir muni takast á í réttarsal um mál hins brottrekna lektors.Umræða um málið hefur verið hatröm og meðan margir telja þetta snúa ástæðuna harla léttvæga og í raun aðför að tjáningarfrelsinu og jafnvel hinu akademíska frelsi hafa aðrir, einkum femínistar, fagnað. Meðal annars í öðrum Facebookhópi sem heitir Karlar gera merkilega hluti. Sá hópur komst svo í kjölfarið í sviðsljósið, í framhaldi málsins, vegna fúkyrðaflaums um karlmenn, einkum Jón Steinar, sem fjallaði sérstaklega um það í grein þar sem hann vekur sérstaklega athygli á því. Varð mörgum brugðið vegna þess sem þar kom á daginn, meðal annarra formaður Lögmannafélags Íslands, Berglindi Svavarsdóttur, sem varð hreinlega orða vant. Hefur málið þannig undið uppá sig og sér ekki fyrir enda á þeim deilum.Fundur laganema felldur niður Jón Steinar, sem er fyrsti prófessor Háskólans í Reykjavík og hefur lýst því yfir að brottreksturinn hafi skaðað skólann, sendi skólanum erindi fyrir hálfum mánuði og nú liggur fyrir að skólinn ætlar ekki að verða við kröfum hans. Skólinn hefur fengið sér lögmann í málið og er sá Eva B. Helgadóttir, LMD Mandat lögmannsstofu. Í stuttu samtali við Vísi segir Jón Steinar næsta skref það að hann muni senda skólanum svar og ef ekki náist samkomulag utan réttar þá verði að fara hina lögformlegu leið réttarríksins þegar slíkur ágreiningur er uppi, sem er að fela dómstólum úrlausn málsins. Í vikunni stóð til að félag laganema við HR héldi fund um málið og tjáningarfrelsið og var búið að fá Jón Steinar til að flytja framsögu við það tækifæri. Sá fundur var felldur niður, að sögn vegna þess að enginn fékkst til að mæta honum á þeim vettvangi. Uppsögn lektors við HR Tengdar fréttir Jón Steinar býður HR að draga uppsögn lektors til baka Heldur því fram að Kristinn hafi réttindi opinberra starfsmanna. 10. október 2018 13:20 Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Jón Steinar telur rektor hafa stórskaðað HR með brottrekstrinum Tekist á um mál Kristins Sigurjónssonar eftir viku á vettvangi nemenda við HR. 15. október 2018 11:41 Tekist á um akademískt frelsi í máli Kristins og HR Dósent við HR telur illt fyrir konur að eiga sitt undir Kristni Sigurjónssyni komið. 11. október 2018 21:00 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Erindi Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lögmanns Kristins Sigurjónssonar fyrrverandi lektors við Háskóla Reykjavíkur, þess efnis að brottvísun Kristins verði dregin til baka, hefur verið hafnað. Mál Kristins hefur vakið mikla athygli og dregið dilk á eftir sér. Brottrekstur Kristins var fyrirvaralaus og ástæðan voru ummæli sem hann birti í lokuðum Facebookhópi sem heitir Karlmennskan, á þá leið að karlar gætu vart orðið um frjálst höfuð strokið, konur „eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“.Hatröm umræða Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, svaraði lengstum ekki erindi Jóns Steinars en sendi frá sér opinbera yfirlýsingu þar sem fram kom að hann ætlaði ekki að tjá sig um málið, en sagði þó að hatur á grundvelli kynferðis ekki liðið innan veggja skólans.Jón Steinar og Ari Kristinn. Nú bendir flest til þess að þeirtveir muni takast á í réttarsal um mál hins brottrekna lektors.Umræða um málið hefur verið hatröm og meðan margir telja þetta snúa ástæðuna harla léttvæga og í raun aðför að tjáningarfrelsinu og jafnvel hinu akademíska frelsi hafa aðrir, einkum femínistar, fagnað. Meðal annars í öðrum Facebookhópi sem heitir Karlar gera merkilega hluti. Sá hópur komst svo í kjölfarið í sviðsljósið, í framhaldi málsins, vegna fúkyrðaflaums um karlmenn, einkum Jón Steinar, sem fjallaði sérstaklega um það í grein þar sem hann vekur sérstaklega athygli á því. Varð mörgum brugðið vegna þess sem þar kom á daginn, meðal annarra formaður Lögmannafélags Íslands, Berglindi Svavarsdóttur, sem varð hreinlega orða vant. Hefur málið þannig undið uppá sig og sér ekki fyrir enda á þeim deilum.Fundur laganema felldur niður Jón Steinar, sem er fyrsti prófessor Háskólans í Reykjavík og hefur lýst því yfir að brottreksturinn hafi skaðað skólann, sendi skólanum erindi fyrir hálfum mánuði og nú liggur fyrir að skólinn ætlar ekki að verða við kröfum hans. Skólinn hefur fengið sér lögmann í málið og er sá Eva B. Helgadóttir, LMD Mandat lögmannsstofu. Í stuttu samtali við Vísi segir Jón Steinar næsta skref það að hann muni senda skólanum svar og ef ekki náist samkomulag utan réttar þá verði að fara hina lögformlegu leið réttarríksins þegar slíkur ágreiningur er uppi, sem er að fela dómstólum úrlausn málsins. Í vikunni stóð til að félag laganema við HR héldi fund um málið og tjáningarfrelsið og var búið að fá Jón Steinar til að flytja framsögu við það tækifæri. Sá fundur var felldur niður, að sögn vegna þess að enginn fékkst til að mæta honum á þeim vettvangi.
Uppsögn lektors við HR Tengdar fréttir Jón Steinar býður HR að draga uppsögn lektors til baka Heldur því fram að Kristinn hafi réttindi opinberra starfsmanna. 10. október 2018 13:20 Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Jón Steinar telur rektor hafa stórskaðað HR með brottrekstrinum Tekist á um mál Kristins Sigurjónssonar eftir viku á vettvangi nemenda við HR. 15. október 2018 11:41 Tekist á um akademískt frelsi í máli Kristins og HR Dósent við HR telur illt fyrir konur að eiga sitt undir Kristni Sigurjónssyni komið. 11. október 2018 21:00 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Jón Steinar býður HR að draga uppsögn lektors til baka Heldur því fram að Kristinn hafi réttindi opinberra starfsmanna. 10. október 2018 13:20
Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15
Jón Steinar telur rektor hafa stórskaðað HR með brottrekstrinum Tekist á um mál Kristins Sigurjónssonar eftir viku á vettvangi nemenda við HR. 15. október 2018 11:41
Tekist á um akademískt frelsi í máli Kristins og HR Dósent við HR telur illt fyrir konur að eiga sitt undir Kristni Sigurjónssyni komið. 11. október 2018 21:00