Innlent

Sóttu vélarvana bát í Skutulsfjörð

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Björgunarsveitarskipið Gunnar Friðriksson í höfn á Ísafirði.
Björgunarsveitarskipið Gunnar Friðriksson í höfn á Ísafirði. Vísir/Pjetur
Rétt upp úr klukkan eitt í dag voru björgunarsveitir á Ísafirði og Bolungarvík kallaðar út vegna vélarvana báts rétt utan við Skutulsfjörð. Sjór var þá farinn að leka í vélarrúmið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

Rúmum 20 mínútum síðar var fyrsta björgunarskipið komið að bátum með dælur og byrjað var að dæla sjó úr vélarrúminu.

Björgunarskipið Gunnar Friðriksson var með bátinn í togi nú á þriðja tímanum rétt fyrir utan höfnina á Ísafirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×