Eyjamenn fá helmingsafslátt í Herjólf Birgir Olgeirsson og Gissur Sigurðsson skrifa 29. október 2018 07:40 Stefnt er að því að sigla 7 sinnum á dag þegar nýi Herjólfur verður tekinn í notkun. Vísir/Einar Stjórn Herjólfs ohf., sem mun taka við rekstri nýju Vestmannaeyjaferjunnar 30. mars næstkomandi, hefur ákveðið siglingaráætlun og gjaldskrá frá þeim degi að telja og fjölgar ferðunum til muna frá því sem nú er. Siglt verður sjö sinnum á dag, eða á aðeins 75 mínútna fresti úr hvorri höfn, og er þá miðað við Landeyjahöfn. Í gjaldskránni munu Eyjamenn njóta sérkjara. Herjólfur ohf. er opinbert félag í eigu Vestmannaeyjabæjar sem var stofnað til að halda utan um rekstur nýrrar ferju Það voru Eyjafréttir sem birtu gjaldskrána en samkvæmt henni mun gjald fyrir fullorðna vera 1.600 krónur en 800 krónur fyrir þá sem eru með lögheimili í Vestmannaeyjum. Fyrir börn, 12 – 15 ára, mun kosta 800 krónur, en 400 krónur ef barnið er með lögheimili í Eyjum. Ellilífeyrisþegar greiða 800 krónur en þeir sem eru með lögheimili Eyjum greiða 400 krónur. Börn yngri en tólf ára greiða ekkert, sama hvar þau eru með lögheimili.Grafísk mynd af nýju Vestmannaeyjaferjunni sem hefur siglingar í vor.Þeir sem ætla með reiðhjól í nýja Herjólf þurfa að reiða fram 800 krónur en þeir sem eru með lögheimili Eyjum greiða 400 krónur fyrir hjólið. Að fara með bifhjól í Herjólf mun kosta 1.600 krónur en 800 krónur fyrir eigendur bifhjóla með lögheimili í Vestmannaeyjum. Það mun kosta 2.300 krónur að fara með bifreið undir fimm metrum að lengd í Herjólf en 1.500 fyrir þá sem eru með lögheimili í Vestmannaeyjum. Eigendur bifreiða sem eru lengri en fimm metrar greiða 3.000 krónur en það mun kosta 1.500 krónur fyrir þá sem eru með lögheimili í Eyjum. Til að koma farartæki með vagn, kerru, hjólhýsi eða sambærilegum eftirvögnum þarf að greiða 6.000 krónur en 3.000 krónur eftir viðkomandi er með lögheimili Eyjum. Bæði siglingaáætlun og tillaga stjórnar að gjaldskrá eru lagðar fram og samþykktar með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar. Nokkrar tafir hafa orðið á afhendingu nýju ferjunnar, sem verið er að smíða í Póllandi, meðal annars vegna breytinga sem gerðar voru á henni á smíðatímanum. Herjólfur Tengdar fréttir Telur bæjarstjóra svívirða saklausan mann sem eitt sinn taldist svarinn andstæðingur hans Íris Róbertsdóttir og Elliði Vignisson deila um kaup Herjólfs ohf. á lögfræðiþjónustu frá lögmannsstofu stjórnarformanns félagsins, Lúðvík Bergvinssyni. 25. október 2018 17:00 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Stjórn Herjólfs ohf., sem mun taka við rekstri nýju Vestmannaeyjaferjunnar 30. mars næstkomandi, hefur ákveðið siglingaráætlun og gjaldskrá frá þeim degi að telja og fjölgar ferðunum til muna frá því sem nú er. Siglt verður sjö sinnum á dag, eða á aðeins 75 mínútna fresti úr hvorri höfn, og er þá miðað við Landeyjahöfn. Í gjaldskránni munu Eyjamenn njóta sérkjara. Herjólfur ohf. er opinbert félag í eigu Vestmannaeyjabæjar sem var stofnað til að halda utan um rekstur nýrrar ferju Það voru Eyjafréttir sem birtu gjaldskrána en samkvæmt henni mun gjald fyrir fullorðna vera 1.600 krónur en 800 krónur fyrir þá sem eru með lögheimili í Vestmannaeyjum. Fyrir börn, 12 – 15 ára, mun kosta 800 krónur, en 400 krónur ef barnið er með lögheimili í Eyjum. Ellilífeyrisþegar greiða 800 krónur en þeir sem eru með lögheimili Eyjum greiða 400 krónur. Börn yngri en tólf ára greiða ekkert, sama hvar þau eru með lögheimili.Grafísk mynd af nýju Vestmannaeyjaferjunni sem hefur siglingar í vor.Þeir sem ætla með reiðhjól í nýja Herjólf þurfa að reiða fram 800 krónur en þeir sem eru með lögheimili Eyjum greiða 400 krónur fyrir hjólið. Að fara með bifhjól í Herjólf mun kosta 1.600 krónur en 800 krónur fyrir eigendur bifhjóla með lögheimili í Vestmannaeyjum. Það mun kosta 2.300 krónur að fara með bifreið undir fimm metrum að lengd í Herjólf en 1.500 fyrir þá sem eru með lögheimili í Vestmannaeyjum. Eigendur bifreiða sem eru lengri en fimm metrar greiða 3.000 krónur en það mun kosta 1.500 krónur fyrir þá sem eru með lögheimili í Eyjum. Til að koma farartæki með vagn, kerru, hjólhýsi eða sambærilegum eftirvögnum þarf að greiða 6.000 krónur en 3.000 krónur eftir viðkomandi er með lögheimili Eyjum. Bæði siglingaáætlun og tillaga stjórnar að gjaldskrá eru lagðar fram og samþykktar með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar. Nokkrar tafir hafa orðið á afhendingu nýju ferjunnar, sem verið er að smíða í Póllandi, meðal annars vegna breytinga sem gerðar voru á henni á smíðatímanum.
Herjólfur Tengdar fréttir Telur bæjarstjóra svívirða saklausan mann sem eitt sinn taldist svarinn andstæðingur hans Íris Róbertsdóttir og Elliði Vignisson deila um kaup Herjólfs ohf. á lögfræðiþjónustu frá lögmannsstofu stjórnarformanns félagsins, Lúðvík Bergvinssyni. 25. október 2018 17:00 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Telur bæjarstjóra svívirða saklausan mann sem eitt sinn taldist svarinn andstæðingur hans Íris Róbertsdóttir og Elliði Vignisson deila um kaup Herjólfs ohf. á lögfræðiþjónustu frá lögmannsstofu stjórnarformanns félagsins, Lúðvík Bergvinssyni. 25. október 2018 17:00