Innlent

Stráin í stæðum á Íslandi

Baldur Guðmundsson skrifar
Heildarkostnaðurinn við stráin, sem heita dúnmelur á íslensku, var því 1.157 þúsund krónur.
Heildarkostnaðurinn við stráin, sem heita dúnmelur á íslensku, var því 1.157 þúsund krónur. Vísir/Vilhelm

Plöntulífeðlisfræðingur segir ótrúlegt að sækja stráin sem gróðursett voru fyrir utan braggann í Nauthólsvík til Danmerkur. „Tegundin er til víða hér á landi,“ segir Jón Guðmundsson, plöntulífeðlisfræðingur. Strá sem gróðursett voru fyrir utan braggann í Nauthólsvík, sem fór hraustlega fram úr kostnaðaráætlun, kostuðu Reykjavíkurborg 757 þúsund krónur. Kostnaður við gróðursetningu nam 400 þúsund krónum til viðbótar. Heildarkostnaðurinn við stráin, sem heita dúnmelur á íslensku, var því 1.157 þúsund krónur.

Jón segir að hann hafi rannsakað dúnmel á árunum 1990 til 2005 en þess má geta að hann er eiginmaður Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins. Hann hafi plantað nokkrum fræjum í Rangárvallasýslum. „Þessi planta er búin að vera til á landinu í 60 til 70 ár.“

Hann segist undrandi á því að þessar upplýsingar séu ekki á allra vitorði sem að svona málum koma.

Dúnmelur er náskyldur melgresi, sem vex mjög víða á Íslandi. Hann má að sögn Jóns meðal annars finna við Hafnarfjörð. „Það eru breiður af þessu við Hvaleyrarvatn,“ segir hann og heldur áfram. „Ég var sjálfur beðinn um þessa tegund af fyrirtæki í bænum. Ég fór bara í reit í nágrenninu og færði þeim nokkur eintök,“ útskýrir hann.


Tengdar fréttir

Keyptu 800 plöntur á tæpar 950 krónur stykkið

Heildarkostnaður við stráin sem plantað hefur verið við braggann í Nauthólsvík nemur yfir 1,1 milljón króna. Innri endurskoðun á framúrkeyrslu kostnaðar við framkvæmdirnar við braggann er afar stutt á veg komin. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins og menntaður garðyrkjufræðingur, segir kostnaðinn við stráin dæmigerðan fyrir braggaverkefnið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.