Almenn gleði skilar sér á plötuna Benedikt Bóas skrifar 11. október 2018 14:30 Hljómsveitin mun fara í útlegð af landinu frá nóvember og langt fram á vor. Svo útgáfutónleikar verða ekki alveg strax. „Við gáfum síðustu plötu út á kassettu svo ég held að það gæti alveg gerst. Það verður nú að viðurkennast að hún seldist samt ekkert ofsalega vel. En þetta er nú partur af því að vera í gamaldags þungarokkshljómsveit.“ mynd/aðsend Platan Sorgir með þungarokkshljómsveitinni Skálmöld kemur út á morgun. Þetta er fimmta plata sveitarinnar en alltaf hafa tvö ár liðið á milli platna. „Munstrið heldur sér,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari og textasmiður, ánægður með nýja gripinn. „Þessi plata er gróf, hörð og svolítið ljót. Þetta gerðist allt mjög hratt og rann ljúflega í gegn. Textarnir eru af sama skóla, ljótir og hráir. En að sama skapi er þarna líka einhver frumkraftur sem ég held að skili sér aldrei nema þegar maður missir svona aðeins stjórnina á verkinu og lætur það hlaupa aðeins á undan sér. Það er skerí, en svo aftur frábær tilfinning þegar allt lendir á löppunum. Ég er ógeðslega ánægður með þetta allt.“ Sorgir var tekin upp í Stúdíó Hljóðverki og unnin af Einari Vilberg. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem leiðir þeirra liggja saman. „Ætli hann eigi ekki einmitt stærstan þáttinn í að þetta lenti á umræddum löppum. Hann var alveg fullkomlega á þessari línu, láta hlutina bara koma, ekki ofhugsa neitt og negla allt inn jafnóðum. Hann hefur ótrúlegt lag á því að segja fátt en láta allt virka. Maðurinn er snillingur, svo einfalt er það.“ Á plötunni skín í gegnum nánast hvern tón ákaflega mikil spilagleði meðlima Skálmaldar. Snæbjörn viðurkennir að tíu árum frá því að bandið sló sinn fyrsta hljóm er þetta enn jafn gaman. „Sex strákar í að verða 10 ár og alltaf jafn gaman. Auðvitað koma dýfur og hæðir eins og í öllu, en áhuginn er alltaf svona blússandi að því er virðist. Og við erum bara einhvern veginn ekkert búnir, við höfum frá nógu að segja og erum endalaust að pæla í nýjum riffum og lögum. Bensínið á tankinn er nú sennilega bræðralagið og hversu gaman okkur finnst að eyða tíma saman, og svo hjálpar gríðarlega að allir leggja til við lagasmíðar, útsetningar og pælingar. Ég held að almenn gleði skili sér í þessari spilagleði sem þú talar um.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Platan Sorgir með þungarokkshljómsveitinni Skálmöld kemur út á morgun. Þetta er fimmta plata sveitarinnar en alltaf hafa tvö ár liðið á milli platna. „Munstrið heldur sér,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari og textasmiður, ánægður með nýja gripinn. „Þessi plata er gróf, hörð og svolítið ljót. Þetta gerðist allt mjög hratt og rann ljúflega í gegn. Textarnir eru af sama skóla, ljótir og hráir. En að sama skapi er þarna líka einhver frumkraftur sem ég held að skili sér aldrei nema þegar maður missir svona aðeins stjórnina á verkinu og lætur það hlaupa aðeins á undan sér. Það er skerí, en svo aftur frábær tilfinning þegar allt lendir á löppunum. Ég er ógeðslega ánægður með þetta allt.“ Sorgir var tekin upp í Stúdíó Hljóðverki og unnin af Einari Vilberg. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem leiðir þeirra liggja saman. „Ætli hann eigi ekki einmitt stærstan þáttinn í að þetta lenti á umræddum löppum. Hann var alveg fullkomlega á þessari línu, láta hlutina bara koma, ekki ofhugsa neitt og negla allt inn jafnóðum. Hann hefur ótrúlegt lag á því að segja fátt en láta allt virka. Maðurinn er snillingur, svo einfalt er það.“ Á plötunni skín í gegnum nánast hvern tón ákaflega mikil spilagleði meðlima Skálmaldar. Snæbjörn viðurkennir að tíu árum frá því að bandið sló sinn fyrsta hljóm er þetta enn jafn gaman. „Sex strákar í að verða 10 ár og alltaf jafn gaman. Auðvitað koma dýfur og hæðir eins og í öllu, en áhuginn er alltaf svona blússandi að því er virðist. Og við erum bara einhvern veginn ekkert búnir, við höfum frá nógu að segja og erum endalaust að pæla í nýjum riffum og lögum. Bensínið á tankinn er nú sennilega bræðralagið og hversu gaman okkur finnst að eyða tíma saman, og svo hjálpar gríðarlega að allir leggja til við lagasmíðar, útsetningar og pælingar. Ég held að almenn gleði skili sér í þessari spilagleði sem þú talar um.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira