Almenn gleði skilar sér á plötuna Benedikt Bóas skrifar 11. október 2018 14:30 Hljómsveitin mun fara í útlegð af landinu frá nóvember og langt fram á vor. Svo útgáfutónleikar verða ekki alveg strax. „Við gáfum síðustu plötu út á kassettu svo ég held að það gæti alveg gerst. Það verður nú að viðurkennast að hún seldist samt ekkert ofsalega vel. En þetta er nú partur af því að vera í gamaldags þungarokkshljómsveit.“ mynd/aðsend Platan Sorgir með þungarokkshljómsveitinni Skálmöld kemur út á morgun. Þetta er fimmta plata sveitarinnar en alltaf hafa tvö ár liðið á milli platna. „Munstrið heldur sér,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari og textasmiður, ánægður með nýja gripinn. „Þessi plata er gróf, hörð og svolítið ljót. Þetta gerðist allt mjög hratt og rann ljúflega í gegn. Textarnir eru af sama skóla, ljótir og hráir. En að sama skapi er þarna líka einhver frumkraftur sem ég held að skili sér aldrei nema þegar maður missir svona aðeins stjórnina á verkinu og lætur það hlaupa aðeins á undan sér. Það er skerí, en svo aftur frábær tilfinning þegar allt lendir á löppunum. Ég er ógeðslega ánægður með þetta allt.“ Sorgir var tekin upp í Stúdíó Hljóðverki og unnin af Einari Vilberg. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem leiðir þeirra liggja saman. „Ætli hann eigi ekki einmitt stærstan þáttinn í að þetta lenti á umræddum löppum. Hann var alveg fullkomlega á þessari línu, láta hlutina bara koma, ekki ofhugsa neitt og negla allt inn jafnóðum. Hann hefur ótrúlegt lag á því að segja fátt en láta allt virka. Maðurinn er snillingur, svo einfalt er það.“ Á plötunni skín í gegnum nánast hvern tón ákaflega mikil spilagleði meðlima Skálmaldar. Snæbjörn viðurkennir að tíu árum frá því að bandið sló sinn fyrsta hljóm er þetta enn jafn gaman. „Sex strákar í að verða 10 ár og alltaf jafn gaman. Auðvitað koma dýfur og hæðir eins og í öllu, en áhuginn er alltaf svona blússandi að því er virðist. Og við erum bara einhvern veginn ekkert búnir, við höfum frá nógu að segja og erum endalaust að pæla í nýjum riffum og lögum. Bensínið á tankinn er nú sennilega bræðralagið og hversu gaman okkur finnst að eyða tíma saman, og svo hjálpar gríðarlega að allir leggja til við lagasmíðar, útsetningar og pælingar. Ég held að almenn gleði skili sér í þessari spilagleði sem þú talar um.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Platan Sorgir með þungarokkshljómsveitinni Skálmöld kemur út á morgun. Þetta er fimmta plata sveitarinnar en alltaf hafa tvö ár liðið á milli platna. „Munstrið heldur sér,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari og textasmiður, ánægður með nýja gripinn. „Þessi plata er gróf, hörð og svolítið ljót. Þetta gerðist allt mjög hratt og rann ljúflega í gegn. Textarnir eru af sama skóla, ljótir og hráir. En að sama skapi er þarna líka einhver frumkraftur sem ég held að skili sér aldrei nema þegar maður missir svona aðeins stjórnina á verkinu og lætur það hlaupa aðeins á undan sér. Það er skerí, en svo aftur frábær tilfinning þegar allt lendir á löppunum. Ég er ógeðslega ánægður með þetta allt.“ Sorgir var tekin upp í Stúdíó Hljóðverki og unnin af Einari Vilberg. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem leiðir þeirra liggja saman. „Ætli hann eigi ekki einmitt stærstan þáttinn í að þetta lenti á umræddum löppum. Hann var alveg fullkomlega á þessari línu, láta hlutina bara koma, ekki ofhugsa neitt og negla allt inn jafnóðum. Hann hefur ótrúlegt lag á því að segja fátt en láta allt virka. Maðurinn er snillingur, svo einfalt er það.“ Á plötunni skín í gegnum nánast hvern tón ákaflega mikil spilagleði meðlima Skálmaldar. Snæbjörn viðurkennir að tíu árum frá því að bandið sló sinn fyrsta hljóm er þetta enn jafn gaman. „Sex strákar í að verða 10 ár og alltaf jafn gaman. Auðvitað koma dýfur og hæðir eins og í öllu, en áhuginn er alltaf svona blússandi að því er virðist. Og við erum bara einhvern veginn ekkert búnir, við höfum frá nógu að segja og erum endalaust að pæla í nýjum riffum og lögum. Bensínið á tankinn er nú sennilega bræðralagið og hversu gaman okkur finnst að eyða tíma saman, og svo hjálpar gríðarlega að allir leggja til við lagasmíðar, útsetningar og pælingar. Ég held að almenn gleði skili sér í þessari spilagleði sem þú talar um.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning