Almenn gleði skilar sér á plötuna Benedikt Bóas skrifar 11. október 2018 14:30 Hljómsveitin mun fara í útlegð af landinu frá nóvember og langt fram á vor. Svo útgáfutónleikar verða ekki alveg strax. „Við gáfum síðustu plötu út á kassettu svo ég held að það gæti alveg gerst. Það verður nú að viðurkennast að hún seldist samt ekkert ofsalega vel. En þetta er nú partur af því að vera í gamaldags þungarokkshljómsveit.“ mynd/aðsend Platan Sorgir með þungarokkshljómsveitinni Skálmöld kemur út á morgun. Þetta er fimmta plata sveitarinnar en alltaf hafa tvö ár liðið á milli platna. „Munstrið heldur sér,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari og textasmiður, ánægður með nýja gripinn. „Þessi plata er gróf, hörð og svolítið ljót. Þetta gerðist allt mjög hratt og rann ljúflega í gegn. Textarnir eru af sama skóla, ljótir og hráir. En að sama skapi er þarna líka einhver frumkraftur sem ég held að skili sér aldrei nema þegar maður missir svona aðeins stjórnina á verkinu og lætur það hlaupa aðeins á undan sér. Það er skerí, en svo aftur frábær tilfinning þegar allt lendir á löppunum. Ég er ógeðslega ánægður með þetta allt.“ Sorgir var tekin upp í Stúdíó Hljóðverki og unnin af Einari Vilberg. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem leiðir þeirra liggja saman. „Ætli hann eigi ekki einmitt stærstan þáttinn í að þetta lenti á umræddum löppum. Hann var alveg fullkomlega á þessari línu, láta hlutina bara koma, ekki ofhugsa neitt og negla allt inn jafnóðum. Hann hefur ótrúlegt lag á því að segja fátt en láta allt virka. Maðurinn er snillingur, svo einfalt er það.“ Á plötunni skín í gegnum nánast hvern tón ákaflega mikil spilagleði meðlima Skálmaldar. Snæbjörn viðurkennir að tíu árum frá því að bandið sló sinn fyrsta hljóm er þetta enn jafn gaman. „Sex strákar í að verða 10 ár og alltaf jafn gaman. Auðvitað koma dýfur og hæðir eins og í öllu, en áhuginn er alltaf svona blússandi að því er virðist. Og við erum bara einhvern veginn ekkert búnir, við höfum frá nógu að segja og erum endalaust að pæla í nýjum riffum og lögum. Bensínið á tankinn er nú sennilega bræðralagið og hversu gaman okkur finnst að eyða tíma saman, og svo hjálpar gríðarlega að allir leggja til við lagasmíðar, útsetningar og pælingar. Ég held að almenn gleði skili sér í þessari spilagleði sem þú talar um.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
Platan Sorgir með þungarokkshljómsveitinni Skálmöld kemur út á morgun. Þetta er fimmta plata sveitarinnar en alltaf hafa tvö ár liðið á milli platna. „Munstrið heldur sér,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari og textasmiður, ánægður með nýja gripinn. „Þessi plata er gróf, hörð og svolítið ljót. Þetta gerðist allt mjög hratt og rann ljúflega í gegn. Textarnir eru af sama skóla, ljótir og hráir. En að sama skapi er þarna líka einhver frumkraftur sem ég held að skili sér aldrei nema þegar maður missir svona aðeins stjórnina á verkinu og lætur það hlaupa aðeins á undan sér. Það er skerí, en svo aftur frábær tilfinning þegar allt lendir á löppunum. Ég er ógeðslega ánægður með þetta allt.“ Sorgir var tekin upp í Stúdíó Hljóðverki og unnin af Einari Vilberg. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem leiðir þeirra liggja saman. „Ætli hann eigi ekki einmitt stærstan þáttinn í að þetta lenti á umræddum löppum. Hann var alveg fullkomlega á þessari línu, láta hlutina bara koma, ekki ofhugsa neitt og negla allt inn jafnóðum. Hann hefur ótrúlegt lag á því að segja fátt en láta allt virka. Maðurinn er snillingur, svo einfalt er það.“ Á plötunni skín í gegnum nánast hvern tón ákaflega mikil spilagleði meðlima Skálmaldar. Snæbjörn viðurkennir að tíu árum frá því að bandið sló sinn fyrsta hljóm er þetta enn jafn gaman. „Sex strákar í að verða 10 ár og alltaf jafn gaman. Auðvitað koma dýfur og hæðir eins og í öllu, en áhuginn er alltaf svona blússandi að því er virðist. Og við erum bara einhvern veginn ekkert búnir, við höfum frá nógu að segja og erum endalaust að pæla í nýjum riffum og lögum. Bensínið á tankinn er nú sennilega bræðralagið og hversu gaman okkur finnst að eyða tíma saman, og svo hjálpar gríðarlega að allir leggja til við lagasmíðar, útsetningar og pælingar. Ég held að almenn gleði skili sér í þessari spilagleði sem þú talar um.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira