Fundu lyktina af strákunum í hellinum Stefán Árni Pálsson skrifar 12. október 2018 15:15 Hersir ræddi við Rick Stanton. vísir/vilhelm Það var lyktin sem fyrst gaf bresku köfurunum Rick Stanton og John Volanthen til kynna að leit þeirra í þröngum og dimmum helli, fullum af vatni, í Chiang Rai héraði Tælands hefði borið árangur. Heimsbyggðin öll fylgdist með þegar fréttir fóru að berast í síðari hluta júnímánaðar um að tólf ungra drengja í knattspyrnuliðinu Wild Boars væri saknað auk þjálfara liðsins. Við tóku gríðarlega umfangsmiklar aðgerðir sem sýnt var frá á sjónvarpsstöðvum og fréttasíðum um víða veröld.Ótrúlegt að finna þá alla á lífi Stanton og Volanthen voru í framlínunni í aðgerðunum, og það voru þeir sem birtust með vasaljós og súrefniskúta við sylluna 2. júlí, þar sem hópurinn hafði beðið milli vonar og ótta í rúma viku. „Við komum upp á yfirborðið í hluta hellisins sem var hálffullur af vatni. Við syntum inn göngin og fundum lyktina af strákunum. Við töluðum við þá, en höfðum ekki hugmynd um hvað við myndum finna og í hvaða ástandi fólk væri. Við vissum ekki hvort þeir hefðu allir lifað af og hvort þeir væru allir á sama staðnum, eða hefðu dreifst um hellinn. Svo komu þeir allir niður á sylluna, allir þrettán, það var alveg ótrúlegt,“ segir Stanton, sem staddur er hér á landi í tengslum við Björgun18 – alþjóðlega ráðstefnu í Hörpu á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Myndi fara aftur á morgun Stanton kveðst aldrei hafa verið í vafa um að svara kallinu þegar haft var samband við þá í júní og þeir beðnir um að koma til aðstoðar. Þeir félagar voru raunar þegar byrjaðir að undirbúa för sína, enda heyrt af málinu í fjölmiðlum.Myndirðu fara aftur ef hringt yrði í þig vegna sambærilegrar aðgerðar á morgun?„Ég myndi flytja ávarpið á ráðstefnunni fyrst og leggja svo í hann. Ekki spurning“, segir Stanton.Rætt verður við Stanton í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar segir hann m.a. frá aðgerðinni, tilfinningunni þegar þeir sáu drengina fyrst og hvernig líf þessara tveggja áhugakafara hefur breyst við þá gríðarlegu athygli sem þeir fengu eftir afrekið. Þannig flýgur Stanton nú um heiminn og heldur fyrirlestra, auk þess sem kvikmyndaframleiðendur hafa sýnt málinu mikinn áhuga – svo dæmi séu nefnd. Fastir í helli í Taílandi Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira
Það var lyktin sem fyrst gaf bresku köfurunum Rick Stanton og John Volanthen til kynna að leit þeirra í þröngum og dimmum helli, fullum af vatni, í Chiang Rai héraði Tælands hefði borið árangur. Heimsbyggðin öll fylgdist með þegar fréttir fóru að berast í síðari hluta júnímánaðar um að tólf ungra drengja í knattspyrnuliðinu Wild Boars væri saknað auk þjálfara liðsins. Við tóku gríðarlega umfangsmiklar aðgerðir sem sýnt var frá á sjónvarpsstöðvum og fréttasíðum um víða veröld.Ótrúlegt að finna þá alla á lífi Stanton og Volanthen voru í framlínunni í aðgerðunum, og það voru þeir sem birtust með vasaljós og súrefniskúta við sylluna 2. júlí, þar sem hópurinn hafði beðið milli vonar og ótta í rúma viku. „Við komum upp á yfirborðið í hluta hellisins sem var hálffullur af vatni. Við syntum inn göngin og fundum lyktina af strákunum. Við töluðum við þá, en höfðum ekki hugmynd um hvað við myndum finna og í hvaða ástandi fólk væri. Við vissum ekki hvort þeir hefðu allir lifað af og hvort þeir væru allir á sama staðnum, eða hefðu dreifst um hellinn. Svo komu þeir allir niður á sylluna, allir þrettán, það var alveg ótrúlegt,“ segir Stanton, sem staddur er hér á landi í tengslum við Björgun18 – alþjóðlega ráðstefnu í Hörpu á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Myndi fara aftur á morgun Stanton kveðst aldrei hafa verið í vafa um að svara kallinu þegar haft var samband við þá í júní og þeir beðnir um að koma til aðstoðar. Þeir félagar voru raunar þegar byrjaðir að undirbúa för sína, enda heyrt af málinu í fjölmiðlum.Myndirðu fara aftur ef hringt yrði í þig vegna sambærilegrar aðgerðar á morgun?„Ég myndi flytja ávarpið á ráðstefnunni fyrst og leggja svo í hann. Ekki spurning“, segir Stanton.Rætt verður við Stanton í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar segir hann m.a. frá aðgerðinni, tilfinningunni þegar þeir sáu drengina fyrst og hvernig líf þessara tveggja áhugakafara hefur breyst við þá gríðarlegu athygli sem þeir fengu eftir afrekið. Þannig flýgur Stanton nú um heiminn og heldur fyrirlestra, auk þess sem kvikmyndaframleiðendur hafa sýnt málinu mikinn áhuga – svo dæmi séu nefnd.
Fastir í helli í Taílandi Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira