Fundu lyktina af strákunum í hellinum Stefán Árni Pálsson skrifar 12. október 2018 15:15 Hersir ræddi við Rick Stanton. vísir/vilhelm Það var lyktin sem fyrst gaf bresku köfurunum Rick Stanton og John Volanthen til kynna að leit þeirra í þröngum og dimmum helli, fullum af vatni, í Chiang Rai héraði Tælands hefði borið árangur. Heimsbyggðin öll fylgdist með þegar fréttir fóru að berast í síðari hluta júnímánaðar um að tólf ungra drengja í knattspyrnuliðinu Wild Boars væri saknað auk þjálfara liðsins. Við tóku gríðarlega umfangsmiklar aðgerðir sem sýnt var frá á sjónvarpsstöðvum og fréttasíðum um víða veröld.Ótrúlegt að finna þá alla á lífi Stanton og Volanthen voru í framlínunni í aðgerðunum, og það voru þeir sem birtust með vasaljós og súrefniskúta við sylluna 2. júlí, þar sem hópurinn hafði beðið milli vonar og ótta í rúma viku. „Við komum upp á yfirborðið í hluta hellisins sem var hálffullur af vatni. Við syntum inn göngin og fundum lyktina af strákunum. Við töluðum við þá, en höfðum ekki hugmynd um hvað við myndum finna og í hvaða ástandi fólk væri. Við vissum ekki hvort þeir hefðu allir lifað af og hvort þeir væru allir á sama staðnum, eða hefðu dreifst um hellinn. Svo komu þeir allir niður á sylluna, allir þrettán, það var alveg ótrúlegt,“ segir Stanton, sem staddur er hér á landi í tengslum við Björgun18 – alþjóðlega ráðstefnu í Hörpu á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Myndi fara aftur á morgun Stanton kveðst aldrei hafa verið í vafa um að svara kallinu þegar haft var samband við þá í júní og þeir beðnir um að koma til aðstoðar. Þeir félagar voru raunar þegar byrjaðir að undirbúa för sína, enda heyrt af málinu í fjölmiðlum.Myndirðu fara aftur ef hringt yrði í þig vegna sambærilegrar aðgerðar á morgun?„Ég myndi flytja ávarpið á ráðstefnunni fyrst og leggja svo í hann. Ekki spurning“, segir Stanton.Rætt verður við Stanton í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar segir hann m.a. frá aðgerðinni, tilfinningunni þegar þeir sáu drengina fyrst og hvernig líf þessara tveggja áhugakafara hefur breyst við þá gríðarlegu athygli sem þeir fengu eftir afrekið. Þannig flýgur Stanton nú um heiminn og heldur fyrirlestra, auk þess sem kvikmyndaframleiðendur hafa sýnt málinu mikinn áhuga – svo dæmi séu nefnd. Fastir í helli í Taílandi Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
Það var lyktin sem fyrst gaf bresku köfurunum Rick Stanton og John Volanthen til kynna að leit þeirra í þröngum og dimmum helli, fullum af vatni, í Chiang Rai héraði Tælands hefði borið árangur. Heimsbyggðin öll fylgdist með þegar fréttir fóru að berast í síðari hluta júnímánaðar um að tólf ungra drengja í knattspyrnuliðinu Wild Boars væri saknað auk þjálfara liðsins. Við tóku gríðarlega umfangsmiklar aðgerðir sem sýnt var frá á sjónvarpsstöðvum og fréttasíðum um víða veröld.Ótrúlegt að finna þá alla á lífi Stanton og Volanthen voru í framlínunni í aðgerðunum, og það voru þeir sem birtust með vasaljós og súrefniskúta við sylluna 2. júlí, þar sem hópurinn hafði beðið milli vonar og ótta í rúma viku. „Við komum upp á yfirborðið í hluta hellisins sem var hálffullur af vatni. Við syntum inn göngin og fundum lyktina af strákunum. Við töluðum við þá, en höfðum ekki hugmynd um hvað við myndum finna og í hvaða ástandi fólk væri. Við vissum ekki hvort þeir hefðu allir lifað af og hvort þeir væru allir á sama staðnum, eða hefðu dreifst um hellinn. Svo komu þeir allir niður á sylluna, allir þrettán, það var alveg ótrúlegt,“ segir Stanton, sem staddur er hér á landi í tengslum við Björgun18 – alþjóðlega ráðstefnu í Hörpu á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Myndi fara aftur á morgun Stanton kveðst aldrei hafa verið í vafa um að svara kallinu þegar haft var samband við þá í júní og þeir beðnir um að koma til aðstoðar. Þeir félagar voru raunar þegar byrjaðir að undirbúa för sína, enda heyrt af málinu í fjölmiðlum.Myndirðu fara aftur ef hringt yrði í þig vegna sambærilegrar aðgerðar á morgun?„Ég myndi flytja ávarpið á ráðstefnunni fyrst og leggja svo í hann. Ekki spurning“, segir Stanton.Rætt verður við Stanton í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar segir hann m.a. frá aðgerðinni, tilfinningunni þegar þeir sáu drengina fyrst og hvernig líf þessara tveggja áhugakafara hefur breyst við þá gríðarlegu athygli sem þeir fengu eftir afrekið. Þannig flýgur Stanton nú um heiminn og heldur fyrirlestra, auk þess sem kvikmyndaframleiðendur hafa sýnt málinu mikinn áhuga – svo dæmi séu nefnd.
Fastir í helli í Taílandi Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira