Fækkar í Þjóðkirkjunni Höskuldur Kári Schram skrifar 16. október 2018 18:30 Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju Mynd/Anton Brink Færri Íslendingar eru skráðir Þjóðkirkjuna nú en áður og hefur hlutfallið lækkað um fjórðung frá aldamótum. Sóknarprestur í Laugarneskirkju segir þetta vera í takt við þróun í öðrum löndum en segir að kirkjan sinni enn mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Sífellt færri kjósa að skrá sig í Þjóðkirkjuna samkvæmt tölum sem Þjóðskrá Íslands birti í gær. Skráðum einstaklingum fækkaði um tvö þúsund á síðasta ári eða um eitt prósent. Frá aldamótum hefur hlutfallið farið úr tæpum 90 prósentum niður í 65 prósent. Tólf þúsund færri eru skráðir í Þjóðkirkjuna nú en árið 1999. Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju segir að þetta endurspegli þær þjóðfélagsbreytingar sem hafa átt sér stað á undanförnum árum. „Auðvitað er það áhyggjuefni að það fækki um eitt prósentustig á ári í Þjóðkirkjunni. Þá eigum við ekki nema 65 ár eftir þangað til við hverfum. Auðvitað hljótum við að hafa áhyggjur af því. Hitt er annað mál að þetta er ekki einsdæmi hér á Íslandi. Þetta er þróun sem er eiga sér stað í öllum löndum sem við viljum bera okkur saman við,“ segir Davíð Þór. Davíð segir að Þjóðkirkjan hafi á köflum þurft að þola ósanngjarna gagnrýni og þá hafi trúariðkun fólks einnig tekið breytingum. Kirkjan hafi þó enn mikilvægu hlutverki að gegna og að hún taki á móti öllum, líka þeim sem ekki eru skráðir. „Það sem að ég er að verða var við er að ásókn fólks í þjónustu Þjóðkirkjunnar er ekki að minnka. Í skírnir, í brúðkaup, útfarir og í sálgæslu hjá presti. Það sem er að aukast hins vegar í síauknum mæli er að fólk kemur til þessara stunda, í þessi viðtöl eða í undirbúning þessara athafna og afsakar sig með því að segja að það sé nú reyndar ekki í þjóðkirkjunni,“ segir Davíð. Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Færri Íslendingar eru skráðir Þjóðkirkjuna nú en áður og hefur hlutfallið lækkað um fjórðung frá aldamótum. Sóknarprestur í Laugarneskirkju segir þetta vera í takt við þróun í öðrum löndum en segir að kirkjan sinni enn mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Sífellt færri kjósa að skrá sig í Þjóðkirkjuna samkvæmt tölum sem Þjóðskrá Íslands birti í gær. Skráðum einstaklingum fækkaði um tvö þúsund á síðasta ári eða um eitt prósent. Frá aldamótum hefur hlutfallið farið úr tæpum 90 prósentum niður í 65 prósent. Tólf þúsund færri eru skráðir í Þjóðkirkjuna nú en árið 1999. Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju segir að þetta endurspegli þær þjóðfélagsbreytingar sem hafa átt sér stað á undanförnum árum. „Auðvitað er það áhyggjuefni að það fækki um eitt prósentustig á ári í Þjóðkirkjunni. Þá eigum við ekki nema 65 ár eftir þangað til við hverfum. Auðvitað hljótum við að hafa áhyggjur af því. Hitt er annað mál að þetta er ekki einsdæmi hér á Íslandi. Þetta er þróun sem er eiga sér stað í öllum löndum sem við viljum bera okkur saman við,“ segir Davíð Þór. Davíð segir að Þjóðkirkjan hafi á köflum þurft að þola ósanngjarna gagnrýni og þá hafi trúariðkun fólks einnig tekið breytingum. Kirkjan hafi þó enn mikilvægu hlutverki að gegna og að hún taki á móti öllum, líka þeim sem ekki eru skráðir. „Það sem að ég er að verða var við er að ásókn fólks í þjónustu Þjóðkirkjunnar er ekki að minnka. Í skírnir, í brúðkaup, útfarir og í sálgæslu hjá presti. Það sem er að aukast hins vegar í síauknum mæli er að fólk kemur til þessara stunda, í þessi viðtöl eða í undirbúning þessara athafna og afsakar sig með því að segja að það sé nú reyndar ekki í þjóðkirkjunni,“ segir Davíð.
Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent