Býður fjölskyldunni í Fjósið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. október 2018 11:00 "Mér finnst afskaplega spennandi að geta unnið með ungu og vel menntuðu fólki að því að byggja upp fjármálakerfi framtíðarinnar,“ segir Friðrik. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég er enn hraustur og vel lifandi,“ segir Friðrik Sophusson hressilega, inntur eftir því hvernig árin sjötíu og fimm hafi farið með hann. Friðrik er, eins og margir muna, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra bæði iðnaðar og fjármála á Íslandi. Skyldi hann alltaf hafa ætlað að verða stjórnmálamaður? „Nei, það gerðist nú bara,“ segir hann – eins og afsakandi. „Ég gekk ekki í Sjálfstæðisflokkinn fyrr en ég var tuttugu og tveggja eða þriggja ára gamall. En í Háskóla Íslands tók ég þátt í félagsmálum og var formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, í tvö ár. Svo æxlaðist það þannig að ég tók að mér meiri störf en ég hafði hugsað mér og eitt leiddi af öðru. Ég var kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna árið 1973 á átakafundi á Egilsstöðum, þar sem Björn Bjarnason var líka í kjöri, og vann með örfárra atkvæða mun. Í framhaldinu mátti um skeið merkja tvær fylkingar í röðum ungra sjálfstæðismanna en eftir því sem árin liðu urðu menn eindregnir samherjar, þar á meðal áttum við Björn Bjarnason afar gott samstarf í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar.“ Friðrik sat á Alþingi frá 1978 til ársbyrjunar 1999 þegar hann tók við sem forstjóri Landsvirkjunar og sinnti því starfi í tæp ellefu ár. Helgi steinninn er ekkert í sjónmáli því Friðrik sinnir enn ýmsum störfum, til dæmis sem formaður stjórnar Íslandsbanka. „Mér finnst afskaplega spennandi að geta unnið með ungu og vel menntuðu fólki að því að byggja upp fjármálakerfi framtíðarinnar,“ segir hann og kveðst líka í seinni tíð hafa lagt tveimur „uppeldisfélögum“ lið, skátahreyfingunni og Val. Hann sat til skamms tíma í stjórn sameignarfélagsins Úlfljótsvatns, sem er í eigu skáta og Skógræktarfélags Íslands og nú er hann stjórnarformaður sjálfseignarstofnunarinnar Hlíðarenda, sem er bakhjarl Vals. „Valur keypti jörðina Hlíðarenda 1939. Fjósið og hlaðan eru friðuð hús og nýlega voru þau endurbyggð. Þar inni má sjá myndir og muni frá sögu félagsins og nú ætla ég að bjóða nánustu fjölskyldu í mat í Fjósinu." Friðrik spilar bridds og fer í veiðiferðir með gömlum skólafélögum auk þess að iðka golf sem hann segir að gangi ekki alltof vel. Svo ferðast þau hjónin, hann og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, víða. „Einu er skemmtilegt að segja frá, við nokkrir strákar, sem störfuðum saman í röðum ungra sjálfstæðismanna og erum núna á áttræðis- og níræðisaldri, höfum hist tvisvar í mánuði í fimmtíu ár,“ segir hann. „Fundirnir voru fyrst haldnir í hádeginu á miðvikudögum og þó þeir hafi færst yfir á föstudaga heitir klúbburinn enn Miðvikudagsklúbburinn. Sumir verða forvitnir þegar þeir sjá okkur koma út úr fundarherbergjum ýmissa veitingahúsa borgarinnar og hafa spurt: „Hvað eruð þið að ræða?“ Einn okkar var orðinn þreyttur á þessu og svaraði: „Við hittumst reglulega til að hlusta á Perry Como!“ Þar með var það útrætt mál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
„Ég er enn hraustur og vel lifandi,“ segir Friðrik Sophusson hressilega, inntur eftir því hvernig árin sjötíu og fimm hafi farið með hann. Friðrik er, eins og margir muna, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra bæði iðnaðar og fjármála á Íslandi. Skyldi hann alltaf hafa ætlað að verða stjórnmálamaður? „Nei, það gerðist nú bara,“ segir hann – eins og afsakandi. „Ég gekk ekki í Sjálfstæðisflokkinn fyrr en ég var tuttugu og tveggja eða þriggja ára gamall. En í Háskóla Íslands tók ég þátt í félagsmálum og var formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, í tvö ár. Svo æxlaðist það þannig að ég tók að mér meiri störf en ég hafði hugsað mér og eitt leiddi af öðru. Ég var kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna árið 1973 á átakafundi á Egilsstöðum, þar sem Björn Bjarnason var líka í kjöri, og vann með örfárra atkvæða mun. Í framhaldinu mátti um skeið merkja tvær fylkingar í röðum ungra sjálfstæðismanna en eftir því sem árin liðu urðu menn eindregnir samherjar, þar á meðal áttum við Björn Bjarnason afar gott samstarf í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar.“ Friðrik sat á Alþingi frá 1978 til ársbyrjunar 1999 þegar hann tók við sem forstjóri Landsvirkjunar og sinnti því starfi í tæp ellefu ár. Helgi steinninn er ekkert í sjónmáli því Friðrik sinnir enn ýmsum störfum, til dæmis sem formaður stjórnar Íslandsbanka. „Mér finnst afskaplega spennandi að geta unnið með ungu og vel menntuðu fólki að því að byggja upp fjármálakerfi framtíðarinnar,“ segir hann og kveðst líka í seinni tíð hafa lagt tveimur „uppeldisfélögum“ lið, skátahreyfingunni og Val. Hann sat til skamms tíma í stjórn sameignarfélagsins Úlfljótsvatns, sem er í eigu skáta og Skógræktarfélags Íslands og nú er hann stjórnarformaður sjálfseignarstofnunarinnar Hlíðarenda, sem er bakhjarl Vals. „Valur keypti jörðina Hlíðarenda 1939. Fjósið og hlaðan eru friðuð hús og nýlega voru þau endurbyggð. Þar inni má sjá myndir og muni frá sögu félagsins og nú ætla ég að bjóða nánustu fjölskyldu í mat í Fjósinu." Friðrik spilar bridds og fer í veiðiferðir með gömlum skólafélögum auk þess að iðka golf sem hann segir að gangi ekki alltof vel. Svo ferðast þau hjónin, hann og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, víða. „Einu er skemmtilegt að segja frá, við nokkrir strákar, sem störfuðum saman í röðum ungra sjálfstæðismanna og erum núna á áttræðis- og níræðisaldri, höfum hist tvisvar í mánuði í fimmtíu ár,“ segir hann. „Fundirnir voru fyrst haldnir í hádeginu á miðvikudögum og þó þeir hafi færst yfir á föstudaga heitir klúbburinn enn Miðvikudagsklúbburinn. Sumir verða forvitnir þegar þeir sjá okkur koma út úr fundarherbergjum ýmissa veitingahúsa borgarinnar og hafa spurt: „Hvað eruð þið að ræða?“ Einn okkar var orðinn þreyttur á þessu og svaraði: „Við hittumst reglulega til að hlusta á Perry Como!“ Þar með var það útrætt mál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira