Seldu fasteignina sem öskraði endurtekið á viðhald og búa nú hamingjusöm í húsbíl Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. október 2018 11:00 Ástin snýst ekki um fermetra segja hjónakornin. Vísir Hjónin Guðríður Gyða Halldórsdóttir og Vilberg Guðmundsson létu langþráðan draum rætast þegar þau keyptu gríðarstóran húsbíl sem þau búa í og keyra um Suður-Evrópu meðan vindurinn gnauðar heima á Íslandi. Fjóra mánuði ársins búa þau á Íslandi en hina átta í sólinni á Spáni. Upphafið á húsbílalífstílnum má rekja til þess þegar þau keyptu sér gamla íbúð í fjölbýlishúsi í Vesturberginu. Þau nýta plássið vel í húsbílnum þau Guðríður og Vilberg.Vísir „Við hentum öllu út, endurnýjuðum allt sem inni var. Þegar við vorum nýbúin að klára það, búin að setja mikla peninga í það, var komið að því að klæða alla blokkina að utan,“ segir Guðríður. Um var að ræða mikið verk og þegar það var búið þurfti að fara að laga þakið. „Þegar þetta kom allt í einu fórum við að hugsa. Ætlum við að vera í þessu allt okkar líf, eiga engan pening, ellilaunin duga ekki, þannig að við ákváðum að fara til Flórída.“ Þau heimsóttu vinafólk í Flórída, sáu flotta húsbíla og fundu bíl í fyrstu leit. Upphaflega stóð til að skoða tvo en aðeins einn kom til greina eftir að hafa stigið inn í hann. Hjónin fá barnabörnin reglulega í heimsókn í húsbílinn. Þau eiga þrettán barnabörn.Vísir Guðríður viðurkennir að fyrstu sex mánuðurnir í bíl hafi verið erfiðir. Hún hafi daglega hugsað: „Hvern fjandann er ég búin að gera? Komin í bíl í stað þess að vera í naglföstu húsi.“ Það hafi breyst fljótlega og lífið sé yndislegt. Þau séu skuldlaus. áhyggjulaus og búa fjóra mánuði ársins á Íslandi og átta ytra, í Suður-Evrópu. „Við erum nútímasígaunar. Og ef þér leiðist nágrannarnir þá ferðu bara.“ Guðríður segir alltaf ljúft að líta í heimabankann og sjá línuna „engin lán“. Vala Matt tók hús á hjónunum í húsbílnum í Íslandi í dag. Húsnæðismál Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fleiri fréttir Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Sjá meira
Hjónin Guðríður Gyða Halldórsdóttir og Vilberg Guðmundsson létu langþráðan draum rætast þegar þau keyptu gríðarstóran húsbíl sem þau búa í og keyra um Suður-Evrópu meðan vindurinn gnauðar heima á Íslandi. Fjóra mánuði ársins búa þau á Íslandi en hina átta í sólinni á Spáni. Upphafið á húsbílalífstílnum má rekja til þess þegar þau keyptu sér gamla íbúð í fjölbýlishúsi í Vesturberginu. Þau nýta plássið vel í húsbílnum þau Guðríður og Vilberg.Vísir „Við hentum öllu út, endurnýjuðum allt sem inni var. Þegar við vorum nýbúin að klára það, búin að setja mikla peninga í það, var komið að því að klæða alla blokkina að utan,“ segir Guðríður. Um var að ræða mikið verk og þegar það var búið þurfti að fara að laga þakið. „Þegar þetta kom allt í einu fórum við að hugsa. Ætlum við að vera í þessu allt okkar líf, eiga engan pening, ellilaunin duga ekki, þannig að við ákváðum að fara til Flórída.“ Þau heimsóttu vinafólk í Flórída, sáu flotta húsbíla og fundu bíl í fyrstu leit. Upphaflega stóð til að skoða tvo en aðeins einn kom til greina eftir að hafa stigið inn í hann. Hjónin fá barnabörnin reglulega í heimsókn í húsbílinn. Þau eiga þrettán barnabörn.Vísir Guðríður viðurkennir að fyrstu sex mánuðurnir í bíl hafi verið erfiðir. Hún hafi daglega hugsað: „Hvern fjandann er ég búin að gera? Komin í bíl í stað þess að vera í naglföstu húsi.“ Það hafi breyst fljótlega og lífið sé yndislegt. Þau séu skuldlaus. áhyggjulaus og búa fjóra mánuði ársins á Íslandi og átta ytra, í Suður-Evrópu. „Við erum nútímasígaunar. Og ef þér leiðist nágrannarnir þá ferðu bara.“ Guðríður segir alltaf ljúft að líta í heimabankann og sjá línuna „engin lán“. Vala Matt tók hús á hjónunum í húsbílnum í Íslandi í dag.
Húsnæðismál Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fleiri fréttir Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Sjá meira