Halda að iðnaðarstörfum fylgi óhreinindi, hávaði og kuldi Höskuldur Kári Schram skrifar 4. október 2018 18:45 Bæta þarf ímynd iðnnáms hér á landi að mati sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins sem segir að ungt fólk sé upp til hópa með ranghugmyndir um eðli og fjölbreytni námsins. Samtök iðnaðarins kynntu í dag nýja menntastefnu þar sem lögð áhersla á nauðsyn þess að efla iðnnám hér á landi. Samtökin benda á að íslenskir framhaldsskólanemar velji mun síður iðn- og starfsnám en jafnaldrar þeirra í öðrum löndum OECD. Frammistaða í raungreinum hafi farið versnandi á síðustu árum og brottfall nemenda sé afar hátt. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir sviðsstjóri mennta- og mannauðsmála hjá Samtökum iðnaðarins segir mikilvægt að byrja strax í grunnskólum til að taka á vandanum. „Við sjáum vísbendingar um að við séum að sigla í rétta átt en þetta er ekki að gerast nógu hratt og við þurfum að gera enn betur. Þetta snýst fyrst og fremst um að við skoðum betur rætur vandans. Skoðum hvernig við getum styrkt nemendur okkar betur og upplýst betur strax í grunnskólanum þannig að við styðjum þau í rétta ákvarðanatöku þegar kemur að því að velja framhaldsnám,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir að ákveðnir fordómar séu ríkjandi hér á landi í garð iðnnáms og að ungt fólk sé ekki alltaf meðvitað um þann fjölda námsgreina sem er í boði. „Það eru um 100 leiðir sem að nemendur geta farið þegar kemur að starfsnámi og þar af eru sextíu sem tengjast iðnnámi. Þegar ungt fólk í grunnskólum í dag er spurt um hvaða leiðir séu í boði þá eru þau kannski að nefna fjórar til sex greinar og hafa þá jafnvel hugmyndir um að mörgum þeirra fylgi kuldi, óhreinindi, hávaði og annað sem á ekki við rök að styðjast,“ segir Ingibjörg. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir margt hafa áunnist í þessum málum á undanförnum misserum og að nemendum hafi fjölgað. „Við sjáum stóraukningu er varðar rafiðn og húsasmíði, um 33 prósenta aukningu milli ára, og það er mjög jákvætt og við viljum gera enn betur hvað þetta varðar,“ segir Lilja. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Sjá meira
Bæta þarf ímynd iðnnáms hér á landi að mati sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins sem segir að ungt fólk sé upp til hópa með ranghugmyndir um eðli og fjölbreytni námsins. Samtök iðnaðarins kynntu í dag nýja menntastefnu þar sem lögð áhersla á nauðsyn þess að efla iðnnám hér á landi. Samtökin benda á að íslenskir framhaldsskólanemar velji mun síður iðn- og starfsnám en jafnaldrar þeirra í öðrum löndum OECD. Frammistaða í raungreinum hafi farið versnandi á síðustu árum og brottfall nemenda sé afar hátt. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir sviðsstjóri mennta- og mannauðsmála hjá Samtökum iðnaðarins segir mikilvægt að byrja strax í grunnskólum til að taka á vandanum. „Við sjáum vísbendingar um að við séum að sigla í rétta átt en þetta er ekki að gerast nógu hratt og við þurfum að gera enn betur. Þetta snýst fyrst og fremst um að við skoðum betur rætur vandans. Skoðum hvernig við getum styrkt nemendur okkar betur og upplýst betur strax í grunnskólanum þannig að við styðjum þau í rétta ákvarðanatöku þegar kemur að því að velja framhaldsnám,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir að ákveðnir fordómar séu ríkjandi hér á landi í garð iðnnáms og að ungt fólk sé ekki alltaf meðvitað um þann fjölda námsgreina sem er í boði. „Það eru um 100 leiðir sem að nemendur geta farið þegar kemur að starfsnámi og þar af eru sextíu sem tengjast iðnnámi. Þegar ungt fólk í grunnskólum í dag er spurt um hvaða leiðir séu í boði þá eru þau kannski að nefna fjórar til sex greinar og hafa þá jafnvel hugmyndir um að mörgum þeirra fylgi kuldi, óhreinindi, hávaði og annað sem á ekki við rök að styðjast,“ segir Ingibjörg. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir margt hafa áunnist í þessum málum á undanförnum misserum og að nemendum hafi fjölgað. „Við sjáum stóraukningu er varðar rafiðn og húsasmíði, um 33 prósenta aukningu milli ára, og það er mjög jákvætt og við viljum gera enn betur hvað þetta varðar,“ segir Lilja.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent