Tímaskekkja að skilyrða blóðgjafir við kynhegðun að mati þingmanns Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2018 21:19 Karlmönnum sem hafa stundað kynlíf með öðrum karlmönnum er bannað að gefa blóð á Íslandi. Umræða hefur verið um að breyta því. Vísir/Hari Óraunhæft er að ætla að starfsmenn Blóðbankans geti skorið úr um kynhneigð og hegðun mögulegra blóðgjafa. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, telur hugmynd sóttvarnalæknis um að leyfa samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð svo fremi sem þeir hafi ekki stundað kynlíf í hálft ár á undan tímaskekkju. Mat sóttvarnalæknis birtist í tímaritinu Farsóttafréttir sem embætti landlæknis gefur út en hann tók málið til skoðunar að ósk velferðarráðuneytisins í kjölfar umræðu um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna í sumar. Á Íslandi er karlmönnum sem hafa einhvern tímann stundað kynlíf með öðrum karlmanni alfarið bannað að gefa blóð. Silja Dögg, sem skrifaði pistil á Facebook-síðu sína um málið í kvöld, segist í samtali við Vísi velta fyrir sér hversu raunhæf hugmynd sóttvarnalæknis um kynlífsbindindi fyrir blóðgjöf sé. „Hvernig ætla þeir starfsmenn sem taka á móti fólki sem vill gefa blóð að skera úr um hvort að í fyrsta lagi viðkomandi sé samkynhneigður og í öðru lagi að sannreyna það hvort viðkomandi hafi stundað kynlíf í einhvern tíma eða ekki?“ spyr þingmaðurinn sig.Silja Dögg Gunnarsdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins úr Suðurkjördæmi.Vísir/VilhelmKynhegðun fólks alls konar Þá segist hún einnig velta fyrir sér öðrum hópum mögulegra blóðgjafa og kynhegðun þeirra. Þar á meðal geti verið tvíkynhneigðir, fjölásta fólk, fólk sem nýtir sér vændiþjónustu, stundar óvarlegt kynlíf eða er í opnum samböndum. „Mér finnst ákveðin tímaskekkja að við skulum flokka fólk niður í svona box. Kynhegðun fólks er bara alls konar. Þessi umræða hefur opnast mikið undanfarin ár. Það er bara ómögulegt bæði fyrir starfsfólk Blóðbanks og aðra að vita nákvæmlega hvernig fólk stundar kynlíf, hvenær og með hverjum í sínu einkalífi,“ segir Silja Dögg. Það skjóti skökku við að taka samkynhneigða karlmenn algerlega út fyrir sviga þegar vitað er að kynhegðun fólks sé alls konar. Spurð að því hvort að hún ætli að leggja fram frumvarp til að taka á stöðu samkynhneigðra karlmanna gagvart blóðgjöfum segist Silja Dögg ekki hafa ákveðið það. Hún hafi áhuga að nálgast nýja tölfræði um tilfelli alnæmissmita og hvernig þau skiptast eftir kynhneigð fólks og fleiri þáttum en einnig kynna sér hvaða reglur gilda um blóðgjafir í nágrannalöndunum. „Svo sjáum við bara hvernig málin þróast, hvað nauðsynlegt er að gera og hvernig samstaðan um það verður, hvernig umræðan þróast, bæði í þinginu og utan þingsins,“ segir hún. Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Óraunhæft er að ætla að starfsmenn Blóðbankans geti skorið úr um kynhneigð og hegðun mögulegra blóðgjafa. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, telur hugmynd sóttvarnalæknis um að leyfa samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð svo fremi sem þeir hafi ekki stundað kynlíf í hálft ár á undan tímaskekkju. Mat sóttvarnalæknis birtist í tímaritinu Farsóttafréttir sem embætti landlæknis gefur út en hann tók málið til skoðunar að ósk velferðarráðuneytisins í kjölfar umræðu um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna í sumar. Á Íslandi er karlmönnum sem hafa einhvern tímann stundað kynlíf með öðrum karlmanni alfarið bannað að gefa blóð. Silja Dögg, sem skrifaði pistil á Facebook-síðu sína um málið í kvöld, segist í samtali við Vísi velta fyrir sér hversu raunhæf hugmynd sóttvarnalæknis um kynlífsbindindi fyrir blóðgjöf sé. „Hvernig ætla þeir starfsmenn sem taka á móti fólki sem vill gefa blóð að skera úr um hvort að í fyrsta lagi viðkomandi sé samkynhneigður og í öðru lagi að sannreyna það hvort viðkomandi hafi stundað kynlíf í einhvern tíma eða ekki?“ spyr þingmaðurinn sig.Silja Dögg Gunnarsdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins úr Suðurkjördæmi.Vísir/VilhelmKynhegðun fólks alls konar Þá segist hún einnig velta fyrir sér öðrum hópum mögulegra blóðgjafa og kynhegðun þeirra. Þar á meðal geti verið tvíkynhneigðir, fjölásta fólk, fólk sem nýtir sér vændiþjónustu, stundar óvarlegt kynlíf eða er í opnum samböndum. „Mér finnst ákveðin tímaskekkja að við skulum flokka fólk niður í svona box. Kynhegðun fólks er bara alls konar. Þessi umræða hefur opnast mikið undanfarin ár. Það er bara ómögulegt bæði fyrir starfsfólk Blóðbanks og aðra að vita nákvæmlega hvernig fólk stundar kynlíf, hvenær og með hverjum í sínu einkalífi,“ segir Silja Dögg. Það skjóti skökku við að taka samkynhneigða karlmenn algerlega út fyrir sviga þegar vitað er að kynhegðun fólks sé alls konar. Spurð að því hvort að hún ætli að leggja fram frumvarp til að taka á stöðu samkynhneigðra karlmanna gagvart blóðgjöfum segist Silja Dögg ekki hafa ákveðið það. Hún hafi áhuga að nálgast nýja tölfræði um tilfelli alnæmissmita og hvernig þau skiptast eftir kynhneigð fólks og fleiri þáttum en einnig kynna sér hvaða reglur gilda um blóðgjafir í nágrannalöndunum. „Svo sjáum við bara hvernig málin þróast, hvað nauðsynlegt er að gera og hvernig samstaðan um það verður, hvernig umræðan þróast, bæði í þinginu og utan þingsins,“ segir hún.
Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira