Tímaskekkja að skilyrða blóðgjafir við kynhegðun að mati þingmanns Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2018 21:19 Karlmönnum sem hafa stundað kynlíf með öðrum karlmönnum er bannað að gefa blóð á Íslandi. Umræða hefur verið um að breyta því. Vísir/Hari Óraunhæft er að ætla að starfsmenn Blóðbankans geti skorið úr um kynhneigð og hegðun mögulegra blóðgjafa. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, telur hugmynd sóttvarnalæknis um að leyfa samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð svo fremi sem þeir hafi ekki stundað kynlíf í hálft ár á undan tímaskekkju. Mat sóttvarnalæknis birtist í tímaritinu Farsóttafréttir sem embætti landlæknis gefur út en hann tók málið til skoðunar að ósk velferðarráðuneytisins í kjölfar umræðu um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna í sumar. Á Íslandi er karlmönnum sem hafa einhvern tímann stundað kynlíf með öðrum karlmanni alfarið bannað að gefa blóð. Silja Dögg, sem skrifaði pistil á Facebook-síðu sína um málið í kvöld, segist í samtali við Vísi velta fyrir sér hversu raunhæf hugmynd sóttvarnalæknis um kynlífsbindindi fyrir blóðgjöf sé. „Hvernig ætla þeir starfsmenn sem taka á móti fólki sem vill gefa blóð að skera úr um hvort að í fyrsta lagi viðkomandi sé samkynhneigður og í öðru lagi að sannreyna það hvort viðkomandi hafi stundað kynlíf í einhvern tíma eða ekki?“ spyr þingmaðurinn sig.Silja Dögg Gunnarsdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins úr Suðurkjördæmi.Vísir/VilhelmKynhegðun fólks alls konar Þá segist hún einnig velta fyrir sér öðrum hópum mögulegra blóðgjafa og kynhegðun þeirra. Þar á meðal geti verið tvíkynhneigðir, fjölásta fólk, fólk sem nýtir sér vændiþjónustu, stundar óvarlegt kynlíf eða er í opnum samböndum. „Mér finnst ákveðin tímaskekkja að við skulum flokka fólk niður í svona box. Kynhegðun fólks er bara alls konar. Þessi umræða hefur opnast mikið undanfarin ár. Það er bara ómögulegt bæði fyrir starfsfólk Blóðbanks og aðra að vita nákvæmlega hvernig fólk stundar kynlíf, hvenær og með hverjum í sínu einkalífi,“ segir Silja Dögg. Það skjóti skökku við að taka samkynhneigða karlmenn algerlega út fyrir sviga þegar vitað er að kynhegðun fólks sé alls konar. Spurð að því hvort að hún ætli að leggja fram frumvarp til að taka á stöðu samkynhneigðra karlmanna gagvart blóðgjöfum segist Silja Dögg ekki hafa ákveðið það. Hún hafi áhuga að nálgast nýja tölfræði um tilfelli alnæmissmita og hvernig þau skiptast eftir kynhneigð fólks og fleiri þáttum en einnig kynna sér hvaða reglur gilda um blóðgjafir í nágrannalöndunum. „Svo sjáum við bara hvernig málin þróast, hvað nauðsynlegt er að gera og hvernig samstaðan um það verður, hvernig umræðan þróast, bæði í þinginu og utan þingsins,“ segir hún. Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Óraunhæft er að ætla að starfsmenn Blóðbankans geti skorið úr um kynhneigð og hegðun mögulegra blóðgjafa. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, telur hugmynd sóttvarnalæknis um að leyfa samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð svo fremi sem þeir hafi ekki stundað kynlíf í hálft ár á undan tímaskekkju. Mat sóttvarnalæknis birtist í tímaritinu Farsóttafréttir sem embætti landlæknis gefur út en hann tók málið til skoðunar að ósk velferðarráðuneytisins í kjölfar umræðu um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna í sumar. Á Íslandi er karlmönnum sem hafa einhvern tímann stundað kynlíf með öðrum karlmanni alfarið bannað að gefa blóð. Silja Dögg, sem skrifaði pistil á Facebook-síðu sína um málið í kvöld, segist í samtali við Vísi velta fyrir sér hversu raunhæf hugmynd sóttvarnalæknis um kynlífsbindindi fyrir blóðgjöf sé. „Hvernig ætla þeir starfsmenn sem taka á móti fólki sem vill gefa blóð að skera úr um hvort að í fyrsta lagi viðkomandi sé samkynhneigður og í öðru lagi að sannreyna það hvort viðkomandi hafi stundað kynlíf í einhvern tíma eða ekki?“ spyr þingmaðurinn sig.Silja Dögg Gunnarsdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins úr Suðurkjördæmi.Vísir/VilhelmKynhegðun fólks alls konar Þá segist hún einnig velta fyrir sér öðrum hópum mögulegra blóðgjafa og kynhegðun þeirra. Þar á meðal geti verið tvíkynhneigðir, fjölásta fólk, fólk sem nýtir sér vændiþjónustu, stundar óvarlegt kynlíf eða er í opnum samböndum. „Mér finnst ákveðin tímaskekkja að við skulum flokka fólk niður í svona box. Kynhegðun fólks er bara alls konar. Þessi umræða hefur opnast mikið undanfarin ár. Það er bara ómögulegt bæði fyrir starfsfólk Blóðbanks og aðra að vita nákvæmlega hvernig fólk stundar kynlíf, hvenær og með hverjum í sínu einkalífi,“ segir Silja Dögg. Það skjóti skökku við að taka samkynhneigða karlmenn algerlega út fyrir sviga þegar vitað er að kynhegðun fólks sé alls konar. Spurð að því hvort að hún ætli að leggja fram frumvarp til að taka á stöðu samkynhneigðra karlmanna gagvart blóðgjöfum segist Silja Dögg ekki hafa ákveðið það. Hún hafi áhuga að nálgast nýja tölfræði um tilfelli alnæmissmita og hvernig þau skiptast eftir kynhneigð fólks og fleiri þáttum en einnig kynna sér hvaða reglur gilda um blóðgjafir í nágrannalöndunum. „Svo sjáum við bara hvernig málin þróast, hvað nauðsynlegt er að gera og hvernig samstaðan um það verður, hvernig umræðan þróast, bæði í þinginu og utan þingsins,“ segir hún.
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira