Hrókeringar í utanríkisþjónustunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. október 2018 16:32 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Vísir/Getty Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur ákveðið flutninga forstöðumanna sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni á næsta ári. Var ákvörðun utanríkisráðherra tilkynnt starfsmönnum ráðuneytisins í morgun. Í frétt á vef stjórnarráðsins segir að um sé að ræða breytingar á sjö sendiskrifstofum. Þær feli ekki í sér skipun nýrra sendiherra heldur er eingöngu um flutninga núverandi sendiherra að ræða. Geir H. Haarde, sendiherra í Bandaríkjunum, lætur af störfum í utanríkisþjónustunni 1. júlí 2019 og tekur sæti aðalfulltrúa í stjórn Alþjóðabankans fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, eins og áður hefur verið greint frá. Bergdís Ellertsdóttir, sem verið hefur fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, tekur við stöðu sendiherra í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Sendiherrastóllinn í Washington að losna Þá verður Helga Hauksdóttir, sem nú er skrifstofustjóri laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins, sendiherra í Danmörku og María Erla Marelsdóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins, verður sendiherra í Þýskalandi. Jörundur Valtýsson mun að sama skapi taka við stöðu fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum en hann hefur gegnt stöðu skrifstofustjóra alþjóða- og öryggisskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Hermann Ingólfsson, sendiherra í Noregi, verður fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu og tekur Ingibjörg Davíðsdóttir, sendiherra, við sem sendiherra Íslands í Noregi. Benedikt Jónsson, sendiherra, Martin Eyjólfsson, sendiherra, og Anna Jóhannsdóttir, sendiherra, munu þá koma að utan til starfa í ráðuneytinu á sama tíma. Breytingarnar miðast við 1. ágúst 2019 en „venju samkvæmt eru breytingar á skipan forstöðumanna sendiskrifstofa tilkynntar með fyrirvara um samþykki viðkomandi gistiríkis,“ eins og segir á vef stjórnarráðsins. Stj.mál Stjórnsýsla Utanríkismál Tengdar fréttir Sendiherrastóllinn í Washington að losna Geir H. Haarde hættir sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum næsta sumar. 5. október 2018 15:49 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur ákveðið flutninga forstöðumanna sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni á næsta ári. Var ákvörðun utanríkisráðherra tilkynnt starfsmönnum ráðuneytisins í morgun. Í frétt á vef stjórnarráðsins segir að um sé að ræða breytingar á sjö sendiskrifstofum. Þær feli ekki í sér skipun nýrra sendiherra heldur er eingöngu um flutninga núverandi sendiherra að ræða. Geir H. Haarde, sendiherra í Bandaríkjunum, lætur af störfum í utanríkisþjónustunni 1. júlí 2019 og tekur sæti aðalfulltrúa í stjórn Alþjóðabankans fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, eins og áður hefur verið greint frá. Bergdís Ellertsdóttir, sem verið hefur fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, tekur við stöðu sendiherra í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Sendiherrastóllinn í Washington að losna Þá verður Helga Hauksdóttir, sem nú er skrifstofustjóri laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins, sendiherra í Danmörku og María Erla Marelsdóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins, verður sendiherra í Þýskalandi. Jörundur Valtýsson mun að sama skapi taka við stöðu fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum en hann hefur gegnt stöðu skrifstofustjóra alþjóða- og öryggisskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Hermann Ingólfsson, sendiherra í Noregi, verður fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu og tekur Ingibjörg Davíðsdóttir, sendiherra, við sem sendiherra Íslands í Noregi. Benedikt Jónsson, sendiherra, Martin Eyjólfsson, sendiherra, og Anna Jóhannsdóttir, sendiherra, munu þá koma að utan til starfa í ráðuneytinu á sama tíma. Breytingarnar miðast við 1. ágúst 2019 en „venju samkvæmt eru breytingar á skipan forstöðumanna sendiskrifstofa tilkynntar með fyrirvara um samþykki viðkomandi gistiríkis,“ eins og segir á vef stjórnarráðsins.
Stj.mál Stjórnsýsla Utanríkismál Tengdar fréttir Sendiherrastóllinn í Washington að losna Geir H. Haarde hættir sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum næsta sumar. 5. október 2018 15:49 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Sendiherrastóllinn í Washington að losna Geir H. Haarde hættir sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum næsta sumar. 5. október 2018 15:49