Innlent

Mosfellsheiði opnuð á ný

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sjúkrabíll, björgunarsveit og lögregla fóru á vettvang til þess að huga að farþegum bifreiðarinnar sem valt.
Sjúkrabíll, björgunarsveit og lögregla fóru á vettvang til þess að huga að farþegum bifreiðarinnar sem valt. VÍSIR/Jóhann K.
Bílvelta varð á Mosfellsheiði á fimmta tímanum í dag þar sem bifreið með fjórum farþegum hafnaði á hvolfi utan vegar. Heiðinni var lokað vegna þessa en hefur verið opnuð á ný. 

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu voru slys á fólki minniháttar. Þá gengur umferð á svæðinu hægt og vildi slökkvilið vara við hálku á vegum á svæðinu. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.