Kemur sennilega ekki til greina að Bond verði kona Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. október 2018 22:17 Leikkonur munu sennilega aldrei fá að leika einkaspæjarann James Bond. Þetta segir Barbara Broccoli, aðalframleiðandi kvikmyndanna í samtali við breska ríkisútvarpið BBC. Vísir/Getty Leikkonur munu sennilega aldrei fá að leika einkaspæjarann James Bond. Þetta segir Barbara Broccoli, aðalframleiðandi kvikmyndanna í samtali við breska ríkisútvarpið BBC. „Bond er karlmaður. Hann er karlkyns persóna. Hann var skrifaður sem karlkyns og ég held hann verði sennilega alltaf karlkyns,“ segir framleiðandinn sem hefur séð um að ráða leikara fyrir kvikmyndirnar. Hún segir að það sé þó í góðu lagi að Bond verði áfram karlmaður. Það þurfi ekki alltaf að breyta karlkyns persónum í kvenkyns að hennar mati. James Bond stjarnan Daniel Craig, hefur gefið í skyn að næsta Bond-kvikmynd sem kemur út árið 2020 verði hans síðasta sem njósnarinn Bond. Leikkonurnar Gillian Anderson og Vicky McClure hafa báðar lýst yfir því að þær vilji verða næsti Bond en það var þó meira í gríni en alvöru. Anderson stakk upp á því að nefna mætti aðalpersónuna Jane Bond. Í fyrra sagði forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, að einn daginn yrði James Bond að vera kvenkyns. Broccoli sagði að það væri betra að búa til fleiri kvenkyns persónur fyrir kvikmyndir og láta söguna passa þeim. „Ég hef reynt að gera mitt besta og ég held, sérstaklega með kvikmyndirnar hans Daniels [Craig]. Þær eru orðnar miklu nútímalegri með tilliti til birtingarmyndar kvenna,“ segir Broccoli.Það vakti heilmikla athygli þegar fréttir tóku að spyrjast af því á sumarmánuðum í fyrra að leikkonan Jodie Whittake myndi fara með hlutverk Dr. Who. James Bond Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Leikkonur munu sennilega aldrei fá að leika einkaspæjarann James Bond. Þetta segir Barbara Broccoli, aðalframleiðandi kvikmyndanna í samtali við breska ríkisútvarpið BBC. „Bond er karlmaður. Hann er karlkyns persóna. Hann var skrifaður sem karlkyns og ég held hann verði sennilega alltaf karlkyns,“ segir framleiðandinn sem hefur séð um að ráða leikara fyrir kvikmyndirnar. Hún segir að það sé þó í góðu lagi að Bond verði áfram karlmaður. Það þurfi ekki alltaf að breyta karlkyns persónum í kvenkyns að hennar mati. James Bond stjarnan Daniel Craig, hefur gefið í skyn að næsta Bond-kvikmynd sem kemur út árið 2020 verði hans síðasta sem njósnarinn Bond. Leikkonurnar Gillian Anderson og Vicky McClure hafa báðar lýst yfir því að þær vilji verða næsti Bond en það var þó meira í gríni en alvöru. Anderson stakk upp á því að nefna mætti aðalpersónuna Jane Bond. Í fyrra sagði forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, að einn daginn yrði James Bond að vera kvenkyns. Broccoli sagði að það væri betra að búa til fleiri kvenkyns persónur fyrir kvikmyndir og láta söguna passa þeim. „Ég hef reynt að gera mitt besta og ég held, sérstaklega með kvikmyndirnar hans Daniels [Craig]. Þær eru orðnar miklu nútímalegri með tilliti til birtingarmyndar kvenna,“ segir Broccoli.Það vakti heilmikla athygli þegar fréttir tóku að spyrjast af því á sumarmánuðum í fyrra að leikkonan Jodie Whittake myndi fara með hlutverk Dr. Who.
James Bond Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“