Ný virkjun gæti knúið fimm þúsund rafbíla Margrét Helga Erlingsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 7. október 2018 22:18 Hægt verður að knýja fimm þúsund rafbíla með nýrri Glerárvirkjun sem var formlega gangsett á Akureyri á föstudag. Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti í september 2013 að virkjunin yrði reist en hún er sú fjórða sem Fallorka, dótturfélag Norðurorku, starfrækir á Eyjafjarðarsvæðinu. Virkjunin ber nafnið Glerárvirkjun 2 þar sem fyrir er í ánni nærri aldagömul virkjun sem gangsett var á ný fyrir rúmlega áratug. Sú virkjun er í miðjum bænum en hin nýja er í Glerárdal um sex kílómetra fyrir ofan bæinn. „Það er eiginlega verið að virkja fallið niður heilan dal, 240 metra fallhæð sem safnast saman á þessum sex kílómetra kafla,“ segir Andri Teitsson, framkvæmdastjóri Fallorku.Andri Teitsson segir að það hafi sárvantað raforku í Eyjafirði.vísir/Tryggvi PállVatnið er leitt í langri pípu frá litlu uppistöðulóni inni í dalnum og þaðan niður í bæ í stöðvarhúsi á bökkum Glerár. Virkjunin er 3,3 MW sem nægir til þess að framleiða rafmagn fyrir ríflega fimm þúsund heimili á Akureyri og segir Andri að það muni um minna. „Það kemur sér mjög vel, það hefur sárvantað rafmagn hérna í Eyjafirði,“ segir Andri. Það voru fyrrverandi starfsmenn Rafveitu Akureyrar sem fengu heiðurinn af því að koma rafmagnsframleiðslunni af stað undir vökulu auga forseta Alþingis, sem fylgdist grannt með þegar vélarnar fóru að snúast. Rafbílar njóta æ meiri vinsælda hér á landi og eru Akureyri þar ekki undanskilinn og segir Andri að með virkjuninni aukist getan til þess að styðja við frekari landvinninga slíkra bíla á Akureyri. „Það vill þannig til að einn rafmagnsbíll notar álíka mikið eins og eitt heimili þannig að við getum líka sagt að þetta dugi fyrir fimm, sex þúsund rafbíla ef því er að skipta,“ segir Andri. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Hægt verður að knýja fimm þúsund rafbíla með nýrri Glerárvirkjun sem var formlega gangsett á Akureyri á föstudag. Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti í september 2013 að virkjunin yrði reist en hún er sú fjórða sem Fallorka, dótturfélag Norðurorku, starfrækir á Eyjafjarðarsvæðinu. Virkjunin ber nafnið Glerárvirkjun 2 þar sem fyrir er í ánni nærri aldagömul virkjun sem gangsett var á ný fyrir rúmlega áratug. Sú virkjun er í miðjum bænum en hin nýja er í Glerárdal um sex kílómetra fyrir ofan bæinn. „Það er eiginlega verið að virkja fallið niður heilan dal, 240 metra fallhæð sem safnast saman á þessum sex kílómetra kafla,“ segir Andri Teitsson, framkvæmdastjóri Fallorku.Andri Teitsson segir að það hafi sárvantað raforku í Eyjafirði.vísir/Tryggvi PállVatnið er leitt í langri pípu frá litlu uppistöðulóni inni í dalnum og þaðan niður í bæ í stöðvarhúsi á bökkum Glerár. Virkjunin er 3,3 MW sem nægir til þess að framleiða rafmagn fyrir ríflega fimm þúsund heimili á Akureyri og segir Andri að það muni um minna. „Það kemur sér mjög vel, það hefur sárvantað rafmagn hérna í Eyjafirði,“ segir Andri. Það voru fyrrverandi starfsmenn Rafveitu Akureyrar sem fengu heiðurinn af því að koma rafmagnsframleiðslunni af stað undir vökulu auga forseta Alþingis, sem fylgdist grannt með þegar vélarnar fóru að snúast. Rafbílar njóta æ meiri vinsælda hér á landi og eru Akureyri þar ekki undanskilinn og segir Andri að með virkjuninni aukist getan til þess að styðja við frekari landvinninga slíkra bíla á Akureyri. „Það vill þannig til að einn rafmagnsbíll notar álíka mikið eins og eitt heimili þannig að við getum líka sagt að þetta dugi fyrir fimm, sex þúsund rafbíla ef því er að skipta,“ segir Andri.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira