Óslökkvandi sköpunarkraftur Jóns Ásgeirssonar Jónas Sen skrifar 9. október 2018 06:45 Jón Ásgeirsson. Meistarinn er orðinn níræður. Fréttablaðið/Anton Brink Verk eftir Jón Ásgeirsson. Flytjendur: Valdís Gregory, Agnes Thorsteins, Þorsteinn F. Sigurðsson, Ágúst Ólafsson og Guðríður St. Sigurðardóttir. Salurinn í Kópavogi Sunnudaginn 7. október Mínar fyrstu minningar af Jóni Ásgeirssyni tónskáldi eru úr Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hann kenndi hljómfræði og ég var í tímum hjá honum. Flygill var í kennslustofunni og Jón spilaði tóndæmin á hann. Ásláttur hans var óvanalega þungur, svo mjög að gárungar töluðu um að hinn endinn á flyglinum lyftist alltaf upp þegar hann spilaði. Kannski lá honum bara svona mikið á hjarta. Nú þegar hann fagnar níræðisafmæli er tónlist hans í hávegum höfð. Á tónleikum í Salnum í Kópavogi á sunnudaginn var birtur þverskurður af söngverkum hans, sem oftar en ekki hafa slegið í gegn hjá þjóðinni. Hver þekkir ekki Maístjörnuna, Hjá lygnri móðu eða Vísur Vatnsenda-Rósu? Jón hefur samið músík síðan hann var barn að aldri og bara einsöngslögin hans eru um 90 talsins. Að meðaltali er það eitt lag á ári síðan hann fæddist! Á tónleikunum í Salnum komu fram fjórir söngvarar. Þetta voru þau Valdís Gregory sópran, Agnes Thorsteins mezzósópran, Þorsteinn F. Sigurðsson tenór og Ágúst Ólafsson baríton. Þau sungu fyrst a capella, þ.e. án undirspils, Vorvísu við ljóð Halldórs Laxness. Heildarhljómurinn var tær og bjartur, nákvæmur og agaður, túlkunin gædd viðeigandi ferskleika og lífi. Í næsta lagi steig píanóleikari kvöldsins fram, sem var Guðríður St. Sigurðardóttir. Hún spilaði í flestum atriðum dagskrárinnar eftir það. Leikur hennar var ávallt réttur og fagmannlegur, allar nótur voru á sínum stað og hún fylgdi söngvurunum af kostgæfni. Valdís söng prýðilega. Hún hefur skæra og fallega rödd, söngur hennar var ætíð tilfinningaþrunginn og sannfærandi. Agnes stóð sig líka vel, þótt stundum hafi skort nákvæmni í aríu Steinunnar í óperunni Galdra-Lofti. Hún hefur kröftuga rödd og glæsilega og söngur hennar hljómaði í langflestum tilvikum ágætlega. Karlmennirnir voru sömuleiðis flottir. Eitt magnaðasta atriði tónleikanna var dúettinn Ertu reiðubúinn úr Galdra-Lofti. Tónlistin var áleitin, þróttmikill söngurinn var hnitmiðaður og dásamlegur; útkoman var í fremstu röð. Jón hefur ekki bara samið einsöngslög, hann á að baki fjórar óperur og sú fimmta er á teikniborðinu. Þrymskviða eftir hann var frumflutt 1974 og var fyrsta íslenska óperan í fullri lengd. Gaman var að heyra glefsur úr þremur óperum hans á tónleikunum. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki séð neina af þessum óperum í heildarflutningi, en aríur og kórar úr þeim hafa oft heyrst á tónleikum. Einkennismerki þeirra allra eru grípandi laglínur. Þegar tónskáld samtímans voru að eltast við ýmiss konar stefnur sem féllu lítt í kramið hjá almenningi fór Jón sínar eigin leiðir og hélt sig við melódíuna. Kannski uppskar hann fyrir vikið ákveðna útskúfun hjá kollegum sínum og ekki hjálpaði að hann var öflugur tónlistargagnrýnandi, sem skapar mönnum sjaldnast vinsældir. En hvar er tískutónlist gærdagsins nú? Hún er í mörgum tilvikum gleymd og aðeins til í sögubókum. Ólíkt henni held ég að tónlist Jóns muni lifa á tónleikum um ókomna tíð. Sunnudagskvöldið í Salnum þar sem tónleikagestir stóðu á fætur til að votta Jóni virðingu sína eru um það sterk vísbending. Niðurstaða: Vandaðir tónleikar með dásamlegri tónlist. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Verk eftir Jón Ásgeirsson. Flytjendur: Valdís Gregory, Agnes Thorsteins, Þorsteinn F. Sigurðsson, Ágúst Ólafsson og Guðríður St. Sigurðardóttir. Salurinn í Kópavogi Sunnudaginn 7. október Mínar fyrstu minningar af Jóni Ásgeirssyni tónskáldi eru úr Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hann kenndi hljómfræði og ég var í tímum hjá honum. Flygill var í kennslustofunni og Jón spilaði tóndæmin á hann. Ásláttur hans var óvanalega þungur, svo mjög að gárungar töluðu um að hinn endinn á flyglinum lyftist alltaf upp þegar hann spilaði. Kannski lá honum bara svona mikið á hjarta. Nú þegar hann fagnar níræðisafmæli er tónlist hans í hávegum höfð. Á tónleikum í Salnum í Kópavogi á sunnudaginn var birtur þverskurður af söngverkum hans, sem oftar en ekki hafa slegið í gegn hjá þjóðinni. Hver þekkir ekki Maístjörnuna, Hjá lygnri móðu eða Vísur Vatnsenda-Rósu? Jón hefur samið músík síðan hann var barn að aldri og bara einsöngslögin hans eru um 90 talsins. Að meðaltali er það eitt lag á ári síðan hann fæddist! Á tónleikunum í Salnum komu fram fjórir söngvarar. Þetta voru þau Valdís Gregory sópran, Agnes Thorsteins mezzósópran, Þorsteinn F. Sigurðsson tenór og Ágúst Ólafsson baríton. Þau sungu fyrst a capella, þ.e. án undirspils, Vorvísu við ljóð Halldórs Laxness. Heildarhljómurinn var tær og bjartur, nákvæmur og agaður, túlkunin gædd viðeigandi ferskleika og lífi. Í næsta lagi steig píanóleikari kvöldsins fram, sem var Guðríður St. Sigurðardóttir. Hún spilaði í flestum atriðum dagskrárinnar eftir það. Leikur hennar var ávallt réttur og fagmannlegur, allar nótur voru á sínum stað og hún fylgdi söngvurunum af kostgæfni. Valdís söng prýðilega. Hún hefur skæra og fallega rödd, söngur hennar var ætíð tilfinningaþrunginn og sannfærandi. Agnes stóð sig líka vel, þótt stundum hafi skort nákvæmni í aríu Steinunnar í óperunni Galdra-Lofti. Hún hefur kröftuga rödd og glæsilega og söngur hennar hljómaði í langflestum tilvikum ágætlega. Karlmennirnir voru sömuleiðis flottir. Eitt magnaðasta atriði tónleikanna var dúettinn Ertu reiðubúinn úr Galdra-Lofti. Tónlistin var áleitin, þróttmikill söngurinn var hnitmiðaður og dásamlegur; útkoman var í fremstu röð. Jón hefur ekki bara samið einsöngslög, hann á að baki fjórar óperur og sú fimmta er á teikniborðinu. Þrymskviða eftir hann var frumflutt 1974 og var fyrsta íslenska óperan í fullri lengd. Gaman var að heyra glefsur úr þremur óperum hans á tónleikunum. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki séð neina af þessum óperum í heildarflutningi, en aríur og kórar úr þeim hafa oft heyrst á tónleikum. Einkennismerki þeirra allra eru grípandi laglínur. Þegar tónskáld samtímans voru að eltast við ýmiss konar stefnur sem féllu lítt í kramið hjá almenningi fór Jón sínar eigin leiðir og hélt sig við melódíuna. Kannski uppskar hann fyrir vikið ákveðna útskúfun hjá kollegum sínum og ekki hjálpaði að hann var öflugur tónlistargagnrýnandi, sem skapar mönnum sjaldnast vinsældir. En hvar er tískutónlist gærdagsins nú? Hún er í mörgum tilvikum gleymd og aðeins til í sögubókum. Ólíkt henni held ég að tónlist Jóns muni lifa á tónleikum um ókomna tíð. Sunnudagskvöldið í Salnum þar sem tónleikagestir stóðu á fætur til að votta Jóni virðingu sína eru um það sterk vísbending. Niðurstaða: Vandaðir tónleikar með dásamlegri tónlist.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira