Bieber sagður hafa neitað að gera kaupmála við Baldwin því skilnaður komi ekki til greina Atli Ísleifsson og Birgir Olgeirsson skrifa 20. september 2018 21:29 Hailey Baldwin og Justin Bieber. Vísir/Getty Erlendir miðlar hafa verið duglegir við að færa lesendum sínum fregnir af sambandi tónlistarmannsins Justin Bieber og fyrirsætunnar Hailey Baldwin.Í síðustu viku hélt bandaríska fréttasíðan TMZ því fram að parið hefði farið í dómshús í New York í Bandaríkjunum til að verða sér úti um hjúskaparvottorð. Hailey er dóttir leikarans Stephen Baldwin. Bróðir hans, leikarinn Alec Baldwin, tjáði fjölmiðlum á Emmy-verðlaunahátíðinni á mánudag að parið hefði rokið af stað og gengið í hjónaband „án þess að hlusta á neinn.“Bieber og Baldwin eru sögð afar ástfangin.Vísir/GettyÁ vef tímaritsins People var fullyrt að þau hefðu gengið í hjónaband en Hailey birti tíst þar sem hún sagðist vera meðvituð um orðróm þess efnis en sagði þau ekki hafa látið pússa sig saman, að svo stöddu. Hún eyddi síðar meir tístinu. Hvað sem er satt í þessu þá heldur US Weekly því fram að þau hafi fengið hjúskaparvottorð en ástæðan fyrir því að þau segjast ekki vera gengin í hjónaband er sögð sú að enn eigi eftir að staðfesta það fyrir framan guð við trúarlega athöfn.Baldwin og Bieber á góðri stundu.Vísir/GettyÞá er því einnig haldið fram að á vef US Magazine að parið hefði ekki gengið frá kaupmála áður en þau fengu hjúskaparvottorðið. Auðæfi Biebers eru metin á 265 milljónir dollara, eða því sem nemur um 29 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Er hann jafnframt sagður hafa þénað 85 milljónir dollara á árinu 2017, sem eru um 9 milljarðar íslenskra króna. Eru auðæfi Baldwins metin á tvær milljónir dollara, eða því sem nemur um 219 milljónir króna, og því hvorugt þeirra á flæðiskeri statt.Bandaríska slúðurblaðið In Touch Weekly hefur eftir heimildarmanni sínum að Bieber hafi ekki kært sig um kaupmála. Bieber hafi þá trú að hjónaband eigi að vara að eilífu og skilnaður komi ekki til greina. Hollywood Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Erlendir miðlar hafa verið duglegir við að færa lesendum sínum fregnir af sambandi tónlistarmannsins Justin Bieber og fyrirsætunnar Hailey Baldwin.Í síðustu viku hélt bandaríska fréttasíðan TMZ því fram að parið hefði farið í dómshús í New York í Bandaríkjunum til að verða sér úti um hjúskaparvottorð. Hailey er dóttir leikarans Stephen Baldwin. Bróðir hans, leikarinn Alec Baldwin, tjáði fjölmiðlum á Emmy-verðlaunahátíðinni á mánudag að parið hefði rokið af stað og gengið í hjónaband „án þess að hlusta á neinn.“Bieber og Baldwin eru sögð afar ástfangin.Vísir/GettyÁ vef tímaritsins People var fullyrt að þau hefðu gengið í hjónaband en Hailey birti tíst þar sem hún sagðist vera meðvituð um orðróm þess efnis en sagði þau ekki hafa látið pússa sig saman, að svo stöddu. Hún eyddi síðar meir tístinu. Hvað sem er satt í þessu þá heldur US Weekly því fram að þau hafi fengið hjúskaparvottorð en ástæðan fyrir því að þau segjast ekki vera gengin í hjónaband er sögð sú að enn eigi eftir að staðfesta það fyrir framan guð við trúarlega athöfn.Baldwin og Bieber á góðri stundu.Vísir/GettyÞá er því einnig haldið fram að á vef US Magazine að parið hefði ekki gengið frá kaupmála áður en þau fengu hjúskaparvottorðið. Auðæfi Biebers eru metin á 265 milljónir dollara, eða því sem nemur um 29 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Er hann jafnframt sagður hafa þénað 85 milljónir dollara á árinu 2017, sem eru um 9 milljarðar íslenskra króna. Eru auðæfi Baldwins metin á tvær milljónir dollara, eða því sem nemur um 219 milljónir króna, og því hvorugt þeirra á flæðiskeri statt.Bandaríska slúðurblaðið In Touch Weekly hefur eftir heimildarmanni sínum að Bieber hafi ekki kært sig um kaupmála. Bieber hafi þá trú að hjónaband eigi að vara að eilífu og skilnaður komi ekki til greina.
Hollywood Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira