Bíó breytir heiminum Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 22. september 2018 09:15 Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri RIFF. Það hefur mikla þýðingu fyrir RIFF og menningarlífið á Íslandi að hátíðina sækja heimsfrægir listamenn sem gestir geta spurt spjörunum úr á sérstökum spurt og svarað sýningum og kynnst öllum leyndarmálunum sem liggja kvikmyndum þeirra að baki,“ segir Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri RIFF. Það verður fjölbreytt úrval af erlendum myndum en áhersla er einnig lögð á að styðja við grasrótina í íslenskri kvikmyndagerð. Óhætt er að segja að RIFF sé mikilvægur vettvangur fyrir íslenska kvikmyndagerðarmenn til að kynna verk sín og áhugi erlendra gesta á henni leynir sér ekki. „Í þetta skipti koma meðal annars leikararnir Mads Mikkelsen og Shailene Woodley og leikstjórarnir Jonas Mekas, Sergei Loznitsa og Laila Pakalnina. Þar er boðið upp á samtal milli áhorfenda og kvikmyndahöfunda. Það er einstakt tækifæri til þess að fá innsýn í þann spennandi og marglaga heim sem kvikmyndir eru. Við trúum því einlæglega að bíó breyti heiminum. Þegar ljósin slokkna í salnum leggjum við af stað í ferðalag og við kynnumst persónum og upplifum sögur sem veita okkur nýja sýn á heiminn.“Börn fá innsýn í heim kvikmynda Á RIFF er eitthvað fyrir alla, allt frá listrænum myndum hins sögufræga Jonas Mekas til sýninga á sjónvarpsþáttunum Big Little Lies. Til viðbótar við kvikmyndasýningar er pakkfull dagskrá af sérviðburðum, sem margir hverjir eru ókeypis. Á Hlemmi Square hóteli verður spennandi tónlistardagskrá alla daga hátíðarinnar og á Lofti Hosteli er fjölbreytt dagská af kvikmyndasýningum og pallborðsumræðum. Það er því eitthvað fyrir alla að finna sér á hátíðinni. Einnig verður eitthvað fyrir fjölskyldufólk og börn til að kynnast heimi kvikmyndanna. „Það er gaman að segja frá því að í ár verður í samstarfi við Borgarbókasafnið, Bókasafn Kópavogs og Bókasafn Seltjarnarness vönduð dagskrá fyrir alla fjölskylduna, þar sem er boðið upp á hreyfimyndasmiðju fyrir börn auk stuttmyndasýninga. Þar fá börn tækifæri til að búa til sína eigin mynd,“ segir Þórey. „Sunnudaginn 30. september verður fjölskyldudagur í Bíó Paradís, þar sem verður lögð sérstök áhersla á myndirnar Phoenix, Minding the Gap og The Stranger, sem er tilvalið fyrir ungmenni og foreldra að sjá saman.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Það hefur mikla þýðingu fyrir RIFF og menningarlífið á Íslandi að hátíðina sækja heimsfrægir listamenn sem gestir geta spurt spjörunum úr á sérstökum spurt og svarað sýningum og kynnst öllum leyndarmálunum sem liggja kvikmyndum þeirra að baki,“ segir Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri RIFF. Það verður fjölbreytt úrval af erlendum myndum en áhersla er einnig lögð á að styðja við grasrótina í íslenskri kvikmyndagerð. Óhætt er að segja að RIFF sé mikilvægur vettvangur fyrir íslenska kvikmyndagerðarmenn til að kynna verk sín og áhugi erlendra gesta á henni leynir sér ekki. „Í þetta skipti koma meðal annars leikararnir Mads Mikkelsen og Shailene Woodley og leikstjórarnir Jonas Mekas, Sergei Loznitsa og Laila Pakalnina. Þar er boðið upp á samtal milli áhorfenda og kvikmyndahöfunda. Það er einstakt tækifæri til þess að fá innsýn í þann spennandi og marglaga heim sem kvikmyndir eru. Við trúum því einlæglega að bíó breyti heiminum. Þegar ljósin slokkna í salnum leggjum við af stað í ferðalag og við kynnumst persónum og upplifum sögur sem veita okkur nýja sýn á heiminn.“Börn fá innsýn í heim kvikmynda Á RIFF er eitthvað fyrir alla, allt frá listrænum myndum hins sögufræga Jonas Mekas til sýninga á sjónvarpsþáttunum Big Little Lies. Til viðbótar við kvikmyndasýningar er pakkfull dagskrá af sérviðburðum, sem margir hverjir eru ókeypis. Á Hlemmi Square hóteli verður spennandi tónlistardagskrá alla daga hátíðarinnar og á Lofti Hosteli er fjölbreytt dagská af kvikmyndasýningum og pallborðsumræðum. Það er því eitthvað fyrir alla að finna sér á hátíðinni. Einnig verður eitthvað fyrir fjölskyldufólk og börn til að kynnast heimi kvikmyndanna. „Það er gaman að segja frá því að í ár verður í samstarfi við Borgarbókasafnið, Bókasafn Kópavogs og Bókasafn Seltjarnarness vönduð dagskrá fyrir alla fjölskylduna, þar sem er boðið upp á hreyfimyndasmiðju fyrir börn auk stuttmyndasýninga. Þar fá börn tækifæri til að búa til sína eigin mynd,“ segir Þórey. „Sunnudaginn 30. september verður fjölskyldudagur í Bíó Paradís, þar sem verður lögð sérstök áhersla á myndirnar Phoenix, Minding the Gap og The Stranger, sem er tilvalið fyrir ungmenni og foreldra að sjá saman.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira