Innlent

Aðgerðir til að efla íslenskt mál

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Lilja Alfreðsdóttir.
Lilja Alfreðsdóttir.
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra kynnir í dag aðgerðir stjórnvalda sem miða að því að styrkja íslenska tungu. Aðgerðirnar verða kynntar á blaðamannafundi í Veröld – húsi Vigdísar í dag klukkan 14.00.

Í tilkynningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu segir að til grundvallar aðgerðunum sé vilji stjórnvalda til að tryggja framtíð íslenskunnar, meðal annars með stuðningi við íslenska bókaútgáfu, einkarekna fjölmiðla, máltækni og menntun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×